Sólin búin að lengja daginn um 47 mínútur í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2023 20:40 Horft í átt til Reykjavíkur frá Ásbraut í Hafnarfirði í dag. Egill Aðalsteinsson Myrkrið víkur núna hratt með hækkandi sól og í dag hafði daginn lengt um 47 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum og um eina klukkustund á Akureyri. Í fréttum Stöðvar 2 var rýnt í sólarganginn og byggt á upplýsingum af tímatalsvefnum timeanddate.com. Það var rétt svo að sólin næði að lyfta sér upp fyrir Reykjanesfjallgarðinn í dag, hún fór þó fjórar gráður upp á sjóndeildarhringinn, séð úr Hafnarfirði, miðað við 2,7 gráður sem hún náði hæst þann 21. desember. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins frá stysta degi ársins er orðin það mikil að um land allt ætti fólk að vera farið að finna mun. Þannig nemur lengingin 47 mínútum í Reykjavík. Lengingin er meiri norðanlands og mest í Grímsey, ein klukkustund og nítján mínútur, en minnst í Vestmannaeyjum, 42 mínútur. Og hér sjáum við hver lenging dagsins verður á morgun. Hún verður minnst syðst á landinu en mest nyrst. Í Reykjavík lengist morgundagurinn um 4 mínútur og 37 sekúndur. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Dagsbirtan varir einnig mislengi, eftir því hvar menn eru staddir á landinu, í Reykjavík í dag í 4 klukkustundir og 54 mínútur, í Vestmannaeyjum í 5 klukkustundir og 12 mínútur en í Grímsey í 3 klukkustundir og 31 mínútu. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Það er einnig athyglisvert að sjá hvenær hádegi var í dag á hinum ýmsu stöðum á landinu. Í Neskaupstað var hádegi klukkan 13:02, í Reykjavík klukkn 13:35 en á Ísafirði klukkan 13:40. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Og sólin náði mishátt upp á sjóndeildarhringinn á hádegi. Hæst fór hún í Vestmannaeyjum, í 4,7 gráður, en lægst í Grímsey, 1,7 gráður. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins verður hraðari eftir því sem fjær dregur vetrarsólstöðum. Í næstu viku verður hún yfir fimm mínútur á dag suðvestanlands og yfir sex mínútur á dag í síðari hluta janúarmánaðar. Og eftir tíu daga eða svo verður lenging dagsbirtunnar á Reykjavíkursvæðinu orðin um tvær klukkustundir frá vetrarsólstöðum. Þá getum við farið að tala um að skammdeginu sé að ljúka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sólin Heilsa Vísindi Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rýnt í sólarganginn og byggt á upplýsingum af tímatalsvefnum timeanddate.com. Það var rétt svo að sólin næði að lyfta sér upp fyrir Reykjanesfjallgarðinn í dag, hún fór þó fjórar gráður upp á sjóndeildarhringinn, séð úr Hafnarfirði, miðað við 2,7 gráður sem hún náði hæst þann 21. desember. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins frá stysta degi ársins er orðin það mikil að um land allt ætti fólk að vera farið að finna mun. Þannig nemur lengingin 47 mínútum í Reykjavík. Lengingin er meiri norðanlands og mest í Grímsey, ein klukkustund og nítján mínútur, en minnst í Vestmannaeyjum, 42 mínútur. Og hér sjáum við hver lenging dagsins verður á morgun. Hún verður minnst syðst á landinu en mest nyrst. Í Reykjavík lengist morgundagurinn um 4 mínútur og 37 sekúndur. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Dagsbirtan varir einnig mislengi, eftir því hvar menn eru staddir á landinu, í Reykjavík í dag í 4 klukkustundir og 54 mínútur, í Vestmannaeyjum í 5 klukkustundir og 12 mínútur en í Grímsey í 3 klukkustundir og 31 mínútu. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Það er einnig athyglisvert að sjá hvenær hádegi var í dag á hinum ýmsu stöðum á landinu. Í Neskaupstað var hádegi klukkan 13:02, í Reykjavík klukkn 13:35 en á Ísafirði klukkan 13:40. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Og sólin náði mishátt upp á sjóndeildarhringinn á hádegi. Hæst fór hún í Vestmannaeyjum, í 4,7 gráður, en lægst í Grímsey, 1,7 gráður. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins verður hraðari eftir því sem fjær dregur vetrarsólstöðum. Í næstu viku verður hún yfir fimm mínútur á dag suðvestanlands og yfir sex mínútur á dag í síðari hluta janúarmánaðar. Og eftir tíu daga eða svo verður lenging dagsbirtunnar á Reykjavíkursvæðinu orðin um tvær klukkustundir frá vetrarsólstöðum. Þá getum við farið að tala um að skammdeginu sé að ljúka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sólin Heilsa Vísindi Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18