Fékk brjálæðiskast yfir frönskum kartöflum Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 19:40 Mikið var að gera á Just Wingin It á laugardagskvöld en þar er iðullega röð út úr dyrum. facebook/Just Wingin It Viðskiptavinum veitingastaðarins Just Wingin It í Garðabæ brá heldur betur í brún á laugardagskvöld þegar karlmaður á fertugsaldri missti stjórn á skapi sínu eftir að hafa ekki fengið franskar kartöflur með vængjunum sínum. Starfsfólk staðarins var í óða önn að steikja vængi og tilheyrandi og töluverður fjöldi viðskiptavina beið spenntur eftir því að fá mat til að taka með um klukkan 20 á laugardagskvöld. Einn þeirra hefur verið æstari en aðrir og þegar hann fékk ekki þær franskar sem hann hafði pantað með vængjunum fékk hann brjálæðiskast. Einn viðskiptavinanna segir í samtali við Vísi að hann og aðrir viðskiptavinir hafi orðið skelkaðir þegar maðurinn, sem virtist á fertugsaldri, hóf að öskra á starfsfólk. Þá hafi maðurinn horft með ógnandi hætti á viðskiptavini og strunsað um staðinn. „Allir þeir sem voru að bíða eftir mat voru komnir út í horn þétt saman,“ segir viðskiptavinurinn. Tvær pantanir af 300 mistókust Justin Shouse, körfuboltakempa og eigandi Just Wingin It, staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi misst stjórn á sér á staðnum á laugardagskvöld. Hann var ekki sjálfur á staðnum en hefur rætt við þann sem stýrði vaktinni og fengið lýsingu á atburðarásinni. Justin Shouse hefur snúið sér alfarið að því að selja kjúklingavængi eftir að hafa leikið körfubolta með Stjörnunni um árabil.Bylgjan Hann segir mikið hafa verið að gera á staðnum og þrjú hundruð pantanir hafi verið afgreiddar. Mistök hafi verið gerð við afgreiðslu tveggja þeirra. „Önnur mistökin vöktu mjög hávær viðbrögð en þau snerust bara um franskar,“ segir hann. Justin segir að brjálæðiskast mannsins hafi þó ekki varað lengi og starfsfólk staðarins hafi tekið á því á fagmannlegan hátt. Mistökin hafi verið leiðrétt á örfáum mínútum og maðurinn farið sína leið. Þá hafi verið rætt við viðskiptavini og starfsfólkið og allt farið vel. Hafa aldrei lent í öðru eins Justin segir að á þeim átján mánuðum sem staðurinn hefur verið rekinn í Litlatúni í Garðabæ hafi ekkert á borð við atvikið á laugardagskvöldið gerst. „Við gerum mjög sjaldan mistök og við fáum sjaldan kvartanir. Almennt er kúnnahópurinn okkar mjög jákvæður og ánægður. Þetta voru klárlega ekki venjuleg viðbrögð,“ segir Justin Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Starfsfólk staðarins var í óða önn að steikja vængi og tilheyrandi og töluverður fjöldi viðskiptavina beið spenntur eftir því að fá mat til að taka með um klukkan 20 á laugardagskvöld. Einn þeirra hefur verið æstari en aðrir og þegar hann fékk ekki þær franskar sem hann hafði pantað með vængjunum fékk hann brjálæðiskast. Einn viðskiptavinanna segir í samtali við Vísi að hann og aðrir viðskiptavinir hafi orðið skelkaðir þegar maðurinn, sem virtist á fertugsaldri, hóf að öskra á starfsfólk. Þá hafi maðurinn horft með ógnandi hætti á viðskiptavini og strunsað um staðinn. „Allir þeir sem voru að bíða eftir mat voru komnir út í horn þétt saman,“ segir viðskiptavinurinn. Tvær pantanir af 300 mistókust Justin Shouse, körfuboltakempa og eigandi Just Wingin It, staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi misst stjórn á sér á staðnum á laugardagskvöld. Hann var ekki sjálfur á staðnum en hefur rætt við þann sem stýrði vaktinni og fengið lýsingu á atburðarásinni. Justin Shouse hefur snúið sér alfarið að því að selja kjúklingavængi eftir að hafa leikið körfubolta með Stjörnunni um árabil.Bylgjan Hann segir mikið hafa verið að gera á staðnum og þrjú hundruð pantanir hafi verið afgreiddar. Mistök hafi verið gerð við afgreiðslu tveggja þeirra. „Önnur mistökin vöktu mjög hávær viðbrögð en þau snerust bara um franskar,“ segir hann. Justin segir að brjálæðiskast mannsins hafi þó ekki varað lengi og starfsfólk staðarins hafi tekið á því á fagmannlegan hátt. Mistökin hafi verið leiðrétt á örfáum mínútum og maðurinn farið sína leið. Þá hafi verið rætt við viðskiptavini og starfsfólkið og allt farið vel. Hafa aldrei lent í öðru eins Justin segir að á þeim átján mánuðum sem staðurinn hefur verið rekinn í Litlatúni í Garðabæ hafi ekkert á borð við atvikið á laugardagskvöldið gerst. „Við gerum mjög sjaldan mistök og við fáum sjaldan kvartanir. Almennt er kúnnahópurinn okkar mjög jákvæður og ánægður. Þetta voru klárlega ekki venjuleg viðbrögð,“ segir Justin
Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira