Svona hafa Strákarnir okkar spilað í vetur - Fyrri hluti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2023 10:01 Ýmir Örn Gíslason spilar aðallega vörnina hjá Rhein-Neckar Löwen. getty/Simon Hofmann Vísir fer yfir hvernig leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa spilað með sínum félagsliðum í vetur. Í fyrri hluta yfirferðarinnar verður fjallað um markverðina, horna- og línumennina í HM-hópnum. Björgvin Páll Gústavsson er elsti og reynslumesti leikmaðurinn í íslenska hópnum. Hann er líka sá eini sem leikur í Olís-deildinni. Í henni hefur Björgvin varið 10,9 skot að meðaltali í leik, eða 33,3 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Björgvin hefur spilað sex leiki með Val í Evrópudeildinni og varið í þeim samtals sjötíu skot (27 prósent). Aðeins einn markvörður (Niklas Kraft hjá Ystad) hefur varið fleiri skot (85) í keppninni í vetur. Valsmenn eru með fimm stig í 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Björgvin Páll Gústavsson í leik Vals og Flensburg á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Hinn markvörðurinn í íslenska hópnum, Viktor Gísli Hallgrímsson, leikur með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann spilað átta leiki og varið í þeim samtals 76 skot, eða 32,6 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Eftir fimmtán umferðir er Nantes í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir Montpellier og Paris Saint-Germain. Í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur Viktor varið 44 skot, eða 26,5 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Nantes er í 3. sæti B-riðils með tólf stig, sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Sigvaldi Guðjónsson leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Sigvaldi er nítjándi markahæsti leikmaður deildarinnar með sextíu mörk í fjórtán leikjum. Óðinn Þór Ríkharðsson hefur raðað inn mörkum fyrir Kadetten Schaffhausen í vetur.getty/Martin Rose Óðinn Þór Ríkharðsson er á sínu fyrsta tímabili með Kadetten Schaffhausen. Liðið er í 2. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar með þrjátíu stig, þremur stigum á eftir toppliði Kriens en á leik til góða. Óðinn hefur farið mikinn í svissnesku úrvalsdeildinni og skorað 82 mörk í tíu leikjum, eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að hafa misst af rúmlega helmingi leikja liðsins vegna meiðsla er hann næstmarkahæsti leikmaður þess í deildinni. Kadetten Schaffhausen er í 3. sæti A-riðils Evrópudeildarinnar. Þar hefur Óðinn skorað 28 mörk. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Veszprém hafa unnið alla þrettán leiki sína í ungversku úrvalsdeildinni og eru á toppi hennar. Þeir eru í 2. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sextán stig, jafn mörg og topplið PSG. Bjarki hefur skorað 54 mörk í tólf leikjum í ungversku úrvalsdeildinni og sextán mörk í tíu leikjum í Meistaradeildinni. Hákon Daði Styrmisson hefur staðið sig vel á fyrsta tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni.getty/Martin Rose Hákon Daði Styrmisson leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Nýliðarnir eru í 9. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með átján stig. Hákon er fimmti markahæsti leikmaður Gummersbach með 46 mörk í sextán leikjum. Skotnýting hans er 67,7 prósent. Sveitungi Hákons og samherji hjá Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson, hefur skorað 76 mörk í átján deildarleikjum í vetur. Hann er með 65 prósent skotnýtingu. Hinir tveir línumennirnir í íslenska hópnum leika einnig í þýsku úrvalsdeildinni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen eru í 3. sæti deildarinnar með 29 stig. Gamli Valsmaðurinn hefur aðeins skorað níu mörk í vetur, úr tólf skotum (75 prósent). Arnar Freyr Arnarsson verst í leiknum gegn Þýskalandi í fyrradag.getty/Martin Rose Í 6. sæti þýsku deildarinnar er Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson leikur með. Hann er fimmti markahæsti leikmaður liðsins í vetur með 39 mörk. Skotnýting Arnars er 75 prósent. Landslið karla í handbolta Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson er elsti og reynslumesti leikmaðurinn í íslenska hópnum. Hann er líka sá eini sem leikur í Olís-deildinni. Í henni hefur Björgvin varið 10,9 skot að meðaltali í leik, eða 33,3 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Björgvin hefur spilað sex leiki með Val í Evrópudeildinni og varið í þeim samtals sjötíu skot (27 prósent). Aðeins einn markvörður (Niklas Kraft hjá Ystad) hefur varið fleiri skot (85) í keppninni í vetur. Valsmenn eru með fimm stig í 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Björgvin Páll Gústavsson í leik Vals og Flensburg á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Hinn markvörðurinn í íslenska hópnum, Viktor Gísli Hallgrímsson, leikur með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann spilað átta leiki og varið í þeim samtals 76 skot, eða 32,6 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Eftir fimmtán umferðir er Nantes í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir Montpellier og Paris Saint-Germain. Í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur Viktor varið 44 skot, eða 26,5 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Nantes er í 3. sæti B-riðils með tólf stig, sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Sigvaldi Guðjónsson leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Sigvaldi er nítjándi markahæsti leikmaður deildarinnar með sextíu mörk í fjórtán leikjum. Óðinn Þór Ríkharðsson hefur raðað inn mörkum fyrir Kadetten Schaffhausen í vetur.getty/Martin Rose Óðinn Þór Ríkharðsson er á sínu fyrsta tímabili með Kadetten Schaffhausen. Liðið er í 2. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar með þrjátíu stig, þremur stigum á eftir toppliði Kriens en á leik til góða. Óðinn hefur farið mikinn í svissnesku úrvalsdeildinni og skorað 82 mörk í tíu leikjum, eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að hafa misst af rúmlega helmingi leikja liðsins vegna meiðsla er hann næstmarkahæsti leikmaður þess í deildinni. Kadetten Schaffhausen er í 3. sæti A-riðils Evrópudeildarinnar. Þar hefur Óðinn skorað 28 mörk. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Veszprém hafa unnið alla þrettán leiki sína í ungversku úrvalsdeildinni og eru á toppi hennar. Þeir eru í 2. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sextán stig, jafn mörg og topplið PSG. Bjarki hefur skorað 54 mörk í tólf leikjum í ungversku úrvalsdeildinni og sextán mörk í tíu leikjum í Meistaradeildinni. Hákon Daði Styrmisson hefur staðið sig vel á fyrsta tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni.getty/Martin Rose Hákon Daði Styrmisson leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Nýliðarnir eru í 9. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með átján stig. Hákon er fimmti markahæsti leikmaður Gummersbach með 46 mörk í sextán leikjum. Skotnýting hans er 67,7 prósent. Sveitungi Hákons og samherji hjá Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson, hefur skorað 76 mörk í átján deildarleikjum í vetur. Hann er með 65 prósent skotnýtingu. Hinir tveir línumennirnir í íslenska hópnum leika einnig í þýsku úrvalsdeildinni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen eru í 3. sæti deildarinnar með 29 stig. Gamli Valsmaðurinn hefur aðeins skorað níu mörk í vetur, úr tólf skotum (75 prósent). Arnar Freyr Arnarsson verst í leiknum gegn Þýskalandi í fyrradag.getty/Martin Rose Í 6. sæti þýsku deildarinnar er Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson leikur með. Hann er fimmti markahæsti leikmaður liðsins í vetur með 39 mörk. Skotnýting Arnars er 75 prósent.
Landslið karla í handbolta Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira