Heitustu trendin fyrir 2023 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. janúar 2023 07:01 Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa úr ólíkum áttum um heitustu trend ársins 2023. Á ári hverju koma inn nýjar tískubylgjur á ólíkum sviðum og nýir TikTok dansar sem eru fólki mis auðveldir að læra. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend ársins 2023 verða. Sindri Snær Einarsson, tískufrík og lífskúnstner, um tískuna: Sindri Snær hefur brennandi áhuga á tísku.Instagram @sindrisnaereinars „Sko ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en hef verið að sjá að silfur/metallics, cargo buxur, föt með mikið af vösum, grunge, cut out kjólar, cobalt blár, magenta litir og gegnsæ föt séu málið fyrir 2023. Svo heldur Y2K að sjálfsögðu áfram.“ Margot Robbie er með puttann á púlsinum þegar það kemur að tískunni. Hér klæðist hún glæsilegum silfurkjól á frumsýningu Babylon í Ástralíu fyrir nokkrum dögum síðan.Lisa Maree Williams/Getty Images Hildur Gunnlaugsdóttir, arkítekt, umhverfisfræðingur og áhrifavaldur, um heimili og hönnun: Hildur Gunnlaugsdóttir arkítekt heldur uppi Instagram reikningnum hvasso_heima.Stella Andrea Guðmundsdóttir „Fleiri litir inn á heimilum, djúpir gimsteina litir (e. jewel colors), áframhaldandi mjúk form, húsgögn sem eru eins og skúlptúr, 70’s húsgögn og mikil áhersla á umhverfisvæna framleiðslu, sjálfbær efni og endurnýtingu. Persónulegur stíll verður svo aðalatriðið. Þú átt að sjá hver býr þarna og hvernig týpa einstaklingurinn er.“ Litrík heimili verða vinsælli.Getty Álfgrímur, leikaranemi og áhrifavaldur, um samfélagsmiðla og tísku: Álfgrímur hefur notið vinsælda á TikTok en hann telur að miðillinn verði ekki eins stór á þessu ári og áður.Instagram @elfgrime „TikTok er smá að deyja á þessu ári og gorpcore tískan tekur sér enn meiri rótfestu. Ég held líka bara að oversized verði heitasta trendið, baggy buxur, stórar töskur, allt oversized.“ Katya Tolstova rokkar Gorpcore tískuna í Mílanó á dögunum.Claudio Lavenia/Getty Images Birgitta Líf, áhrifavaldur og markaðsstjóri World Class, um ræktina: Birgitta Líf segir bardagaíþróttir koma sterkar inn á árinu.Helgi Ómarsson „Allt sem er í infrared sölunum okkar er mjög vinsælt og virðist ekkert lát þar á inn í nýja árið. Svo eru bardagaíþróttir að koma sterkar inn, bæði keppnis og commercial, fyrir almenning og öll kyn.“ Bardagaíþróttir á borð við box njóta sívaxandi vinsælda.Getty Ásdís Þula, eigandi Gallerí Þulu, um listheiminn: Ásdís Þula rekur Gallerí Þulu í Hjartagarðinum.Aðsend „Það er alltaf mjög erfitt að segja til um hvað muni standa upp úr í listum á komandi ári. Mér sýnist þó að abstrakt verkin haldi áfram að sækja í sig veðrið og mögulegt er að súríalisminn, sem hefur verið að koma mjög sterkur inn vestan hafs, færist hingað yfir. Ég leyfi mér líka að segja að það verði lögð meiri áhersla á að vera með stór „statement“ verk á veggjum frekar en mörg minni. Mjúka pastel palletan verður áfram yfirráðandi en dýpri og sterkari litir fara einnig að ryðja sér rúms. Stafræn list kemur sterk inn, bæði VR (sýndarveruleiki) og AR (gerviveruleiki). Ásdís Þula Þorláksdóttir stendur fyrir fjölbreyttum sýningum í Gallery Þulu. Í bakgrunni eru verk Melanie Ubaldo.Anna Maggý Fólk heldur þó sennilega að sér höndunum í kaupum á NFT (Non Fungable Tokens) vegna breytinga á gengi rafmynta og falls rafmyntarisans FTX í lok 2022, en stafræn list í öðru formi verður svo sannarlega uppi á teningnum. Stórir og smáir skúlptúrar verða einnig fyrirferðamiklir og síðast en ekki síst nýjar narratívur í verkum. Ferskir vindar blása til litlu eyjunnar okkar sem kalla á að fólk skoði hvaðan listaverk koma og hverjir sköpuðu þau. Fókus á rödd kvenna, fólk af erlendum uppruna, lgbtq+ og aðra hópa sem ekki hefur borið mikið á í listinni á Íslandi er loksins farin að eiga upp á pallborðið eftir að hafa verið lengi í kastljósinu erlendis, svo ég trúi ekki öðru en að þetta verði mjög spennandi og skemmtilegt ár.“ Rúnar Pierre, yfirkokkur á ÓX og Kokkur ársins 2022, um matargerð: Rúnar Pierre hreppti titilinn Kokkur ársins 2022.Aðsend „Hér heima held ég að heitasta trendið 2023 verði klárlega „Beint frá býli“. Íslenskir matgæðingar og veitingamenn eru búnir að vera frábærir frá því í Covid að kynna sér okkar eigin gæðavörur. Mér finnst sturlað flott hvað fólk er duglegt að leita frekar í nýjar íslenskar vörur, bæði á veitingastöðum og í eldamennsku heima. Enn þá skemmtilegra að sjá magnið af bændum sem eru að rækta nýtt hráefni.“ Beint frá býli verður heitasta trend ársins í matseldinni að mati Rúnars.Getty Birkir Már, förðunarfræðingur, um förðun: Birkir Már Hafberg er með puttann á púlsinum þegar það kemur að heitustu förðunartrendunum.Instagram @birkirhafberg Djarfar varir „Djarfar varir eru sífellt að verða vinsælli. Leyfðu vörunum að vera í sviðsljósinu með því að para þeim við létt skyggð augu og snyrtar augabrúnir. Ég hef líka séð að dekkri varablýantur með varalitnum er svo sannarlega að koma til baka. Með því að nota dökkan varablýant þá bæði stækkar það varirnar og gefur varalitnum meiri dýpt. Ef þú ert mikið fyrir rauða varaliti þá finnst mér einstaklega töff að grípa dekkri varablýant og fara jafnvel út í fjólubláan lit til að skyggja ytri kantinn á vörunum. Bættu við glærum glossi til að fá „glass effect“ á varirnar.“ Selena Gomez er óhrædd við djarfa varaliti.Instagram @selenagomez „Rosy“ kinnar „Þetta trend var stórt árið 2022 og ég er ekki frá því að það muni fylgja okkur inn í 2023. Kremaðir og ljómandi kinnalitir eru fullkomnir til að endurheimta smá ferskleika í húðinni. Ef þú átt ekki kremaðan kinnalit er klárlega málið að skella smá af þínum uppáhalds bleika varalit á kinnarnar. Dreifðu kinnalitnum á efstu punktum andlitsins, t.d. kinnbein og nefbrú með svampi eða kinnalitabursta.“ Rosie kinnar verða vinsælar í förðuninni í ár.Aðsend „Metallic“ augu „Undanfarin ár höfum við séð rosa mikla „metallic“ tísku í fatnaði og ég held að þetta trend sé að fara lauma sér inn í förðunarheiminn líka. Notum „pressed pigment“, lausa augnskugga eða jafnvel highlighter á augun til að fá „futuristic glow“. Mér finnst best að bera svona augnskugga á augun með puttunum eða nota þéttan og flatan bursta. Oftast bleyti ég burstann með smá „setting spray“ til að tryggja að skugginn verði eins þéttur og hægt er. Við viljum alveg „bring the drama“ með þessu lúkki.“ „Metallic“ augnskuggar eru skemmtilegir.Aðsend „Clean Girl Makeup“ „Hefurðu einhvern tímann horft á einhvern og hugsað: Það er örugglega góð lykt af henni/honum/hán? Sú manneskja var örugglega með „Clean Girl Makeup“. Þetta trend blómstraði á liðnu ári og er enn mjög vinsælt. Það einkennist af léttri og ljómandi förðun, létt skyggðum augum og greiddum augabrúnum. Ég elska hvað þessi förðun er einföld og falleg. Gríptu í létt meik, kremaðan bronzer, augnbrúnagel og brúnan maskara og þú ert klár.“ Hailey Bieber rokkar Clean Girl Make Up-ið.Getty Íris Lóa, hársnyrtir stjarnanna, um hárgreiðslur: Íris Lóa Eskin hefur meðal annars séð um hárið á Bríeti fyrir ýmsa viðburði og er með puttann á púlsinum þegar það kemur að hártískunni.Aðsend „Það er gaman að pæla í hár trendum því það er oftast svo ótrúlega margt í gangi í hárheiminum. Á síðasta ári var mjög mikið comeback á 90’s blowout hári og curtain bangs. Stelpur vildu frekar hafa stórt og mikið hár með volume og liðum heldur en alveg slétt hár og strákar voru æstir í mullettinn, bæði old school mullett og nýtísku útfærslu af honum. Það er eiginlega ekki hægt að nefna eitthvað eitt trend því það er svo margt og mikið í boði. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar það kom einhver ein ákveðin klipping í tísku og allir fengu sér hana, þó svo það færi ekki endilega hverjum sem er. Við erum nú að sjá margar klippingar sem voru í tísku á 70’s , 80’s og 90’s tímabilinu með nútímalegum stíl eins og pixie, shag og bob klippingar. Bob klippingar með nútímalegu ívafi eru sívinsælar.CoffeeAndMilk/Getty Ég hugsa að við munum sjá mikið af klippingum sem fela í sér styttur og hreyfingu í hárinu. Einnig meira af stuttum og milli síðum klippingum frekar en extra síðum hjá stelpum. Margar útfærslur af toppum munu halda áfram. Stráka klippingarnar eru líka skemmtilegar og búið að vera mikið í gangi þar. Þetta klassíska fade verður held ég alltaf eitthvað sem margir munu vera með. Svo hugsa ég að við munum líka sjá mikið af loðnum herraklippingum s.s. hvorki rakað né hár niður á bak frekar smá lubbi með gott texture til að leika sér með, sem mér finnst persónulega lang flottast. Litalega séð eru hlýir tónar búnir að vera mikið inn og held að það muni líklegast halda aðeins áfram, sérstaklega rauðbrúnir, gylltir og karamellu fílingur. Rautt er að koma sterkt inn í öllum tónum, bæði í dökku og ljósu hári, hvort sem það er kopar eða auburn tónn bæði í heillitun eða strípum. Svo eru alltaf nokkrar skítkaldar icequeens sem er frekar nett. Allskonar form af strípum verða enn í gangi hvort sem það eru partastrípur, full on strípur eða balayage. Það fíla flestir eitthvað sem vex fallega úr og eitthvað sem er ekki high maintenance. Svo eru alltaf nokkrar týpur sem þora að fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað öðruvisi eins og lita sig með andstæðum eða æpandi litum. Hárgreiðslur eru líka mikið inn, bæði allskonar form af liðum, krullum, fléttum og bylgjum. Íris Lóa greiðir Bríeti fyrir áramótaskaupið.Aðsend Nú hef ég mikið verið að gera hárið á Bríeti og við reynum alltaf að hugsa út fyrir kassann og gera eitthvað öðruvísi sem heldur manni á tánum. Hún er alltaf til í rugl hugmyndir sem er lang skemmtilegast, maður fær að vera skapandi og höfum við gert allskonar greiðslur í flestum formum, nema fléttur. Ég mun aldrei fá að gera fléttur í hana. Fyrir mér er trend eitthvað sem er persónulegt á sinn hátt, ég get ekki sagt eitthvað eitt sem er aðal trendið. Klipping getur verið svo ótrúlega persónuleg og hún þarf að meika sens á sinn hátt og fara höfuðlagi, andlitsfalli og manneskjunni, sama gengur með litanir. Í hárheiminum eru endalausar hugmyndir og útfærslur af hári sem er svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta er eitt af þessum fögum sem maður hættir aldrei að læra og þú ert aldrei loksins komin með þetta, því það kemur alltaf eitthvað nýtt og spennandi.“ Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og verslunareigandi, um tískuna: Andrea Magnúsdóttir, hönnuður og verslunareigandi.Aldís Pálsdóttir „Jakkaföt hafa vera áberandi og verða það áfram. Þó kemur eitt nýtt twist, það verður hægt að fá jakkafötin og dragtir meira sem jakka og stutt pils. Pils verða með endurkomu en við munum sjá meira af pilsum í alls konar útgáfum, bæði stutt og síð og þar af leiðandi munum við sjá miklu meira af stígvélum. Rauði liturinn verður líka vinsæll. Ég held að við munum sjá mikið af rauðu ásamt fleiri björtum litum. Eins held ég að Cargo buxur verði áberandi, bæði við strigaskó og hæla. Berar axlir eða snið út af öxlum, bæði í bolum, kjólum og peysum. Annað sem verður vinsælt eru ljósir tónar dressaðir saman sem búa þannig til outfit sem er ljóst frá toppi til táar, í mismunandi afbrigðum af ljósum tónum. Svo perlur, perlur og aftur perlur sem skart og fylgihlutir, því meira því betra.“ Rauði liturinn verður vinsæll í ár samkvæmt Andreu.Andrew Hobbs/Getty Matur Tíska og hönnun Tónlist Menning Förðun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Sindri Snær Einarsson, tískufrík og lífskúnstner, um tískuna: Sindri Snær hefur brennandi áhuga á tísku.Instagram @sindrisnaereinars „Sko ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en hef verið að sjá að silfur/metallics, cargo buxur, föt með mikið af vösum, grunge, cut out kjólar, cobalt blár, magenta litir og gegnsæ föt séu málið fyrir 2023. Svo heldur Y2K að sjálfsögðu áfram.“ Margot Robbie er með puttann á púlsinum þegar það kemur að tískunni. Hér klæðist hún glæsilegum silfurkjól á frumsýningu Babylon í Ástralíu fyrir nokkrum dögum síðan.Lisa Maree Williams/Getty Images Hildur Gunnlaugsdóttir, arkítekt, umhverfisfræðingur og áhrifavaldur, um heimili og hönnun: Hildur Gunnlaugsdóttir arkítekt heldur uppi Instagram reikningnum hvasso_heima.Stella Andrea Guðmundsdóttir „Fleiri litir inn á heimilum, djúpir gimsteina litir (e. jewel colors), áframhaldandi mjúk form, húsgögn sem eru eins og skúlptúr, 70’s húsgögn og mikil áhersla á umhverfisvæna framleiðslu, sjálfbær efni og endurnýtingu. Persónulegur stíll verður svo aðalatriðið. Þú átt að sjá hver býr þarna og hvernig týpa einstaklingurinn er.“ Litrík heimili verða vinsælli.Getty Álfgrímur, leikaranemi og áhrifavaldur, um samfélagsmiðla og tísku: Álfgrímur hefur notið vinsælda á TikTok en hann telur að miðillinn verði ekki eins stór á þessu ári og áður.Instagram @elfgrime „TikTok er smá að deyja á þessu ári og gorpcore tískan tekur sér enn meiri rótfestu. Ég held líka bara að oversized verði heitasta trendið, baggy buxur, stórar töskur, allt oversized.“ Katya Tolstova rokkar Gorpcore tískuna í Mílanó á dögunum.Claudio Lavenia/Getty Images Birgitta Líf, áhrifavaldur og markaðsstjóri World Class, um ræktina: Birgitta Líf segir bardagaíþróttir koma sterkar inn á árinu.Helgi Ómarsson „Allt sem er í infrared sölunum okkar er mjög vinsælt og virðist ekkert lát þar á inn í nýja árið. Svo eru bardagaíþróttir að koma sterkar inn, bæði keppnis og commercial, fyrir almenning og öll kyn.“ Bardagaíþróttir á borð við box njóta sívaxandi vinsælda.Getty Ásdís Þula, eigandi Gallerí Þulu, um listheiminn: Ásdís Þula rekur Gallerí Þulu í Hjartagarðinum.Aðsend „Það er alltaf mjög erfitt að segja til um hvað muni standa upp úr í listum á komandi ári. Mér sýnist þó að abstrakt verkin haldi áfram að sækja í sig veðrið og mögulegt er að súríalisminn, sem hefur verið að koma mjög sterkur inn vestan hafs, færist hingað yfir. Ég leyfi mér líka að segja að það verði lögð meiri áhersla á að vera með stór „statement“ verk á veggjum frekar en mörg minni. Mjúka pastel palletan verður áfram yfirráðandi en dýpri og sterkari litir fara einnig að ryðja sér rúms. Stafræn list kemur sterk inn, bæði VR (sýndarveruleiki) og AR (gerviveruleiki). Ásdís Þula Þorláksdóttir stendur fyrir fjölbreyttum sýningum í Gallery Þulu. Í bakgrunni eru verk Melanie Ubaldo.Anna Maggý Fólk heldur þó sennilega að sér höndunum í kaupum á NFT (Non Fungable Tokens) vegna breytinga á gengi rafmynta og falls rafmyntarisans FTX í lok 2022, en stafræn list í öðru formi verður svo sannarlega uppi á teningnum. Stórir og smáir skúlptúrar verða einnig fyrirferðamiklir og síðast en ekki síst nýjar narratívur í verkum. Ferskir vindar blása til litlu eyjunnar okkar sem kalla á að fólk skoði hvaðan listaverk koma og hverjir sköpuðu þau. Fókus á rödd kvenna, fólk af erlendum uppruna, lgbtq+ og aðra hópa sem ekki hefur borið mikið á í listinni á Íslandi er loksins farin að eiga upp á pallborðið eftir að hafa verið lengi í kastljósinu erlendis, svo ég trúi ekki öðru en að þetta verði mjög spennandi og skemmtilegt ár.“ Rúnar Pierre, yfirkokkur á ÓX og Kokkur ársins 2022, um matargerð: Rúnar Pierre hreppti titilinn Kokkur ársins 2022.Aðsend „Hér heima held ég að heitasta trendið 2023 verði klárlega „Beint frá býli“. Íslenskir matgæðingar og veitingamenn eru búnir að vera frábærir frá því í Covid að kynna sér okkar eigin gæðavörur. Mér finnst sturlað flott hvað fólk er duglegt að leita frekar í nýjar íslenskar vörur, bæði á veitingastöðum og í eldamennsku heima. Enn þá skemmtilegra að sjá magnið af bændum sem eru að rækta nýtt hráefni.“ Beint frá býli verður heitasta trend ársins í matseldinni að mati Rúnars.Getty Birkir Már, förðunarfræðingur, um förðun: Birkir Már Hafberg er með puttann á púlsinum þegar það kemur að heitustu förðunartrendunum.Instagram @birkirhafberg Djarfar varir „Djarfar varir eru sífellt að verða vinsælli. Leyfðu vörunum að vera í sviðsljósinu með því að para þeim við létt skyggð augu og snyrtar augabrúnir. Ég hef líka séð að dekkri varablýantur með varalitnum er svo sannarlega að koma til baka. Með því að nota dökkan varablýant þá bæði stækkar það varirnar og gefur varalitnum meiri dýpt. Ef þú ert mikið fyrir rauða varaliti þá finnst mér einstaklega töff að grípa dekkri varablýant og fara jafnvel út í fjólubláan lit til að skyggja ytri kantinn á vörunum. Bættu við glærum glossi til að fá „glass effect“ á varirnar.“ Selena Gomez er óhrædd við djarfa varaliti.Instagram @selenagomez „Rosy“ kinnar „Þetta trend var stórt árið 2022 og ég er ekki frá því að það muni fylgja okkur inn í 2023. Kremaðir og ljómandi kinnalitir eru fullkomnir til að endurheimta smá ferskleika í húðinni. Ef þú átt ekki kremaðan kinnalit er klárlega málið að skella smá af þínum uppáhalds bleika varalit á kinnarnar. Dreifðu kinnalitnum á efstu punktum andlitsins, t.d. kinnbein og nefbrú með svampi eða kinnalitabursta.“ Rosie kinnar verða vinsælar í förðuninni í ár.Aðsend „Metallic“ augu „Undanfarin ár höfum við séð rosa mikla „metallic“ tísku í fatnaði og ég held að þetta trend sé að fara lauma sér inn í förðunarheiminn líka. Notum „pressed pigment“, lausa augnskugga eða jafnvel highlighter á augun til að fá „futuristic glow“. Mér finnst best að bera svona augnskugga á augun með puttunum eða nota þéttan og flatan bursta. Oftast bleyti ég burstann með smá „setting spray“ til að tryggja að skugginn verði eins þéttur og hægt er. Við viljum alveg „bring the drama“ með þessu lúkki.“ „Metallic“ augnskuggar eru skemmtilegir.Aðsend „Clean Girl Makeup“ „Hefurðu einhvern tímann horft á einhvern og hugsað: Það er örugglega góð lykt af henni/honum/hán? Sú manneskja var örugglega með „Clean Girl Makeup“. Þetta trend blómstraði á liðnu ári og er enn mjög vinsælt. Það einkennist af léttri og ljómandi förðun, létt skyggðum augum og greiddum augabrúnum. Ég elska hvað þessi förðun er einföld og falleg. Gríptu í létt meik, kremaðan bronzer, augnbrúnagel og brúnan maskara og þú ert klár.“ Hailey Bieber rokkar Clean Girl Make Up-ið.Getty Íris Lóa, hársnyrtir stjarnanna, um hárgreiðslur: Íris Lóa Eskin hefur meðal annars séð um hárið á Bríeti fyrir ýmsa viðburði og er með puttann á púlsinum þegar það kemur að hártískunni.Aðsend „Það er gaman að pæla í hár trendum því það er oftast svo ótrúlega margt í gangi í hárheiminum. Á síðasta ári var mjög mikið comeback á 90’s blowout hári og curtain bangs. Stelpur vildu frekar hafa stórt og mikið hár með volume og liðum heldur en alveg slétt hár og strákar voru æstir í mullettinn, bæði old school mullett og nýtísku útfærslu af honum. Það er eiginlega ekki hægt að nefna eitthvað eitt trend því það er svo margt og mikið í boði. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar það kom einhver ein ákveðin klipping í tísku og allir fengu sér hana, þó svo það færi ekki endilega hverjum sem er. Við erum nú að sjá margar klippingar sem voru í tísku á 70’s , 80’s og 90’s tímabilinu með nútímalegum stíl eins og pixie, shag og bob klippingar. Bob klippingar með nútímalegu ívafi eru sívinsælar.CoffeeAndMilk/Getty Ég hugsa að við munum sjá mikið af klippingum sem fela í sér styttur og hreyfingu í hárinu. Einnig meira af stuttum og milli síðum klippingum frekar en extra síðum hjá stelpum. Margar útfærslur af toppum munu halda áfram. Stráka klippingarnar eru líka skemmtilegar og búið að vera mikið í gangi þar. Þetta klassíska fade verður held ég alltaf eitthvað sem margir munu vera með. Svo hugsa ég að við munum líka sjá mikið af loðnum herraklippingum s.s. hvorki rakað né hár niður á bak frekar smá lubbi með gott texture til að leika sér með, sem mér finnst persónulega lang flottast. Litalega séð eru hlýir tónar búnir að vera mikið inn og held að það muni líklegast halda aðeins áfram, sérstaklega rauðbrúnir, gylltir og karamellu fílingur. Rautt er að koma sterkt inn í öllum tónum, bæði í dökku og ljósu hári, hvort sem það er kopar eða auburn tónn bæði í heillitun eða strípum. Svo eru alltaf nokkrar skítkaldar icequeens sem er frekar nett. Allskonar form af strípum verða enn í gangi hvort sem það eru partastrípur, full on strípur eða balayage. Það fíla flestir eitthvað sem vex fallega úr og eitthvað sem er ekki high maintenance. Svo eru alltaf nokkrar týpur sem þora að fara út fyrir þægindarammann og gera eitthvað öðruvisi eins og lita sig með andstæðum eða æpandi litum. Hárgreiðslur eru líka mikið inn, bæði allskonar form af liðum, krullum, fléttum og bylgjum. Íris Lóa greiðir Bríeti fyrir áramótaskaupið.Aðsend Nú hef ég mikið verið að gera hárið á Bríeti og við reynum alltaf að hugsa út fyrir kassann og gera eitthvað öðruvísi sem heldur manni á tánum. Hún er alltaf til í rugl hugmyndir sem er lang skemmtilegast, maður fær að vera skapandi og höfum við gert allskonar greiðslur í flestum formum, nema fléttur. Ég mun aldrei fá að gera fléttur í hana. Fyrir mér er trend eitthvað sem er persónulegt á sinn hátt, ég get ekki sagt eitthvað eitt sem er aðal trendið. Klipping getur verið svo ótrúlega persónuleg og hún þarf að meika sens á sinn hátt og fara höfuðlagi, andlitsfalli og manneskjunni, sama gengur með litanir. Í hárheiminum eru endalausar hugmyndir og útfærslur af hári sem er svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta er eitt af þessum fögum sem maður hættir aldrei að læra og þú ert aldrei loksins komin með þetta, því það kemur alltaf eitthvað nýtt og spennandi.“ Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og verslunareigandi, um tískuna: Andrea Magnúsdóttir, hönnuður og verslunareigandi.Aldís Pálsdóttir „Jakkaföt hafa vera áberandi og verða það áfram. Þó kemur eitt nýtt twist, það verður hægt að fá jakkafötin og dragtir meira sem jakka og stutt pils. Pils verða með endurkomu en við munum sjá meira af pilsum í alls konar útgáfum, bæði stutt og síð og þar af leiðandi munum við sjá miklu meira af stígvélum. Rauði liturinn verður líka vinsæll. Ég held að við munum sjá mikið af rauðu ásamt fleiri björtum litum. Eins held ég að Cargo buxur verði áberandi, bæði við strigaskó og hæla. Berar axlir eða snið út af öxlum, bæði í bolum, kjólum og peysum. Annað sem verður vinsælt eru ljósir tónar dressaðir saman sem búa þannig til outfit sem er ljóst frá toppi til táar, í mismunandi afbrigðum af ljósum tónum. Svo perlur, perlur og aftur perlur sem skart og fylgihlutir, því meira því betra.“ Rauði liturinn verður vinsæll í ár samkvæmt Andreu.Andrew Hobbs/Getty
Matur Tíska og hönnun Tónlist Menning Förðun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00