Sport

Anníe Mist og Katrín Tanja mældu vöðvana sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir mæla hér upphandleggsvöðvana.
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir mæla hér upphandleggsvöðvana. Instagram/@anniethorisdottir

Vöðvafeimni íþróttakvenna heyrir nú sem betur fer að mestu leyti sögunni til. Tvær af þeim sem hafa hjálpað að breyta hugarfari kvenna og karla til vöðva íþróttakvenna eru íslensku CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir.

Katrín Tanja flaug heim til Íslands fyrir áramótin til að leggja línurnar með Anníe Mist áður en þær keppa saman í liðakeppninni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami.

Mótið í Miami hefst á fimmtudaginn kemur og stendur yfir í fjóra daga. Liðakeppnin fer þó fram á laugardag og sunnudag.

Katrín Tanja og Anníe Mist hafa því náð nokkrum æfingum saman fyrir brottför þeirra til Bandaríkjanna. Þær eru þar í liði með CrossFit prinsessunni Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti í einstaklingskeppninni á síðustu heimsleikum.

Eins og vanalega eru það eru bara krafturinn og dugnaðurinn sem fær að njóta sín á æfingum Anníe og Katrínar heldur er alltaf mjög stutt í fjör og gamnið líka hjá þessum lífsglöðu og ofurhressu íþróttakonum.

Anníe Mist setti þannig inn myndband á samfélagsmiðla af henni og Katrínu Tönju að mæta vöðvana sína.

Mældu þær upphandleggsvöðvann sinn og þar kom í ljós að Katrín er með stærri vöðva en Anníe. Upphandleggsvöðvi Karínar Tönju var 33 sentimetrar en hann var 31 sentimetri hjá Anníe.

Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×