Við tökum púlsinn á snarvitlausu veðri á norðan- og vestanverðu landinu og ræðum við sérfræðing í tálbeitum sem segir karlmann, sem hefur lokkað meinta barnaníðinga í gildru og ljóstrað upp um þá á samfélagsmiðlum, ganga of langt í sínum aðgerðum.
Þá segjum við frá því að það vantar mikinn mannskap í vinnu á Egilsstöðum en ekki er nægt húsnæði til að hýsa fólk. Þetta og ýmislegt meira í fréttum okkar klukkan hálf sjö, í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni og hér á Vísi.