Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2023 19:40 Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Sigurður Jökull Ólafsson. Vísir/Einar Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. Metár er fram undan í komum skemmtiferðaskipa hingað til lands en um helmingi fleiri komur eru væntanlegar en í fyrra og áttatíu prósent fleiri farþegar. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar segir mikilvægt að reyna að minnka mengun af þeirra völdum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum ráð fyrir því að losun eins skips í siglingu losi margfalt á við árslosun einnar bifreiðar. Það þarf því að leggja áherslu á að láta skipin nota rafmagn í höfnum þar sem það er. Þá þarf að hraða uppbyggingu slíkra lausna. Það skiptir líka miklu máli hvernig eldsneyti er notað. Þá er von á nýrri reglugerð frá Evrópusambandinu varðandi losunarheimildir fyrir skemmtiferðaskip,“ segir Sigrún. Sigrún segir afar mikilvægt að fara vel yfir þessi mál hér á landi. „Ég held að þurfi heildræna stefnumörkun ferðaþjónustunnar og umhverfisyfirvalda í því að draga úr þessari losun og finna bestu leiðirnar. Við erum t.d. að horfa til Alaska. Þar er þjóðgarður sem heitir Glacier Bay þar sem búið er að koma ótrúlega skemmtilegu kerfi á laggirnar sem gengur út á að draga úr umhverfisáhrifum af skemmtiferðaskipum. Þeir sem standa sig best þar eiga mestu möguleika á að komast inn í þjóðgarðinn. Við erum með vísir að þessu á Hornströndum þ.e. þar eru ákveðin fjöldatakmörk á umferð,“ segir Sigrún. Sigrún bendir einnig á að Umhverfisstofnun hafi á síðasta ári ásamt Samgöngustofu og Landhelgisgæslunni gefið út leiðbeiningar á íslensku og ensku fyrir stjórnendur farþegaskipa. Þar séu að finna ákvæði um siglingaöryggi, mengunarvarnir og náttúruvernd. Skemmtiferðaskip þurfa að greiða eftir mengun Faxaflóahafnir taka við langstærstum hluta skemmtiferðaskipa. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri segir að strax í vor verði byrjað að tengja skip við rafmagn við Miðbakka og fleira sé á döfinni. „Við erum fyrsta höfnin í heiminum, fyrir utan norsku hafnirnar sem byrjuðu, til að taka þetta upp. Þetta er umhverfiseinkunnar kerfi sem er tengt gjaldskránni, þannig að skip greiða eftir því hversu mikið eða lítið þau menga,“ segir Sigurður. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar er ánægð með þetta skref. „Þetta er jákvætt þegar kemur losun meðan skipið er í höfninni. Það þarf hins vegar líka að skoða en það losun á siglingaleiðinni, en það er stærsta vandamálið,“ segir hún. Lega landsins, stríðið í Úkraínu og norðurslóðir Sigurður markaðsstjóri Faxaflóahafna segir legu landsins eina ástæðu þess að hingað séu að koma fleiri skemmtiferðaskip. Vegna legunnar komi áttatíu og fimm þúsund mann til landsins sem sé um þrjátíu þúsund fleiri en í fyrra. Þá komi fleira til. „Við fáum fleiri skip vegna stríðsins í Úkraínu en vegna þess er minni umferð um Eystrasalt en áður og svo er mikill áhugi á norðurslóðum. Þessir ferðamenn skilja um þrisvar sinnum meira eftir sig en hefðbundnir farþegar á skemmtiferðaskipum. Því þeir kaupa flug, hópferðir, gistingu og þjónustu í meira mæli,“ segir Sigurður. Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Loftgæði Hafnarmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Metár er fram undan í komum skemmtiferðaskipa hingað til lands en um helmingi fleiri komur eru væntanlegar en í fyrra og áttatíu prósent fleiri farþegar. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar segir mikilvægt að reyna að minnka mengun af þeirra völdum. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum ráð fyrir því að losun eins skips í siglingu losi margfalt á við árslosun einnar bifreiðar. Það þarf því að leggja áherslu á að láta skipin nota rafmagn í höfnum þar sem það er. Þá þarf að hraða uppbyggingu slíkra lausna. Það skiptir líka miklu máli hvernig eldsneyti er notað. Þá er von á nýrri reglugerð frá Evrópusambandinu varðandi losunarheimildir fyrir skemmtiferðaskip,“ segir Sigrún. Sigrún segir afar mikilvægt að fara vel yfir þessi mál hér á landi. „Ég held að þurfi heildræna stefnumörkun ferðaþjónustunnar og umhverfisyfirvalda í því að draga úr þessari losun og finna bestu leiðirnar. Við erum t.d. að horfa til Alaska. Þar er þjóðgarður sem heitir Glacier Bay þar sem búið er að koma ótrúlega skemmtilegu kerfi á laggirnar sem gengur út á að draga úr umhverfisáhrifum af skemmtiferðaskipum. Þeir sem standa sig best þar eiga mestu möguleika á að komast inn í þjóðgarðinn. Við erum með vísir að þessu á Hornströndum þ.e. þar eru ákveðin fjöldatakmörk á umferð,“ segir Sigrún. Sigrún bendir einnig á að Umhverfisstofnun hafi á síðasta ári ásamt Samgöngustofu og Landhelgisgæslunni gefið út leiðbeiningar á íslensku og ensku fyrir stjórnendur farþegaskipa. Þar séu að finna ákvæði um siglingaöryggi, mengunarvarnir og náttúruvernd. Skemmtiferðaskip þurfa að greiða eftir mengun Faxaflóahafnir taka við langstærstum hluta skemmtiferðaskipa. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri segir að strax í vor verði byrjað að tengja skip við rafmagn við Miðbakka og fleira sé á döfinni. „Við erum fyrsta höfnin í heiminum, fyrir utan norsku hafnirnar sem byrjuðu, til að taka þetta upp. Þetta er umhverfiseinkunnar kerfi sem er tengt gjaldskránni, þannig að skip greiða eftir því hversu mikið eða lítið þau menga,“ segir Sigurður. Sigrún Ágústsdóttir forstjóri Umhverfisstofnunar er ánægð með þetta skref. „Þetta er jákvætt þegar kemur losun meðan skipið er í höfninni. Það þarf hins vegar líka að skoða en það losun á siglingaleiðinni, en það er stærsta vandamálið,“ segir hún. Lega landsins, stríðið í Úkraínu og norðurslóðir Sigurður markaðsstjóri Faxaflóahafna segir legu landsins eina ástæðu þess að hingað séu að koma fleiri skemmtiferðaskip. Vegna legunnar komi áttatíu og fimm þúsund mann til landsins sem sé um þrjátíu þúsund fleiri en í fyrra. Þá komi fleira til. „Við fáum fleiri skip vegna stríðsins í Úkraínu en vegna þess er minni umferð um Eystrasalt en áður og svo er mikill áhugi á norðurslóðum. Þessir ferðamenn skilja um þrisvar sinnum meira eftir sig en hefðbundnir farþegar á skemmtiferðaskipum. Því þeir kaupa flug, hópferðir, gistingu og þjónustu í meira mæli,“ segir Sigurður.
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Loftgæði Hafnarmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira