Guðrún gerir ráð fyrir að verða dómsmálaráðherra í mars Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 06:37 Guðrún er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist gera ráð fyrir að hún muni taka við embætti dómsmálaráðherra í mars næstkomandi. Hún segist ekki gera ráð fyrir að vera sett í annað ráðherraembætti en það. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu í Dagmálum. Greint var frá í Morgunblaðinu. Í Dagmálum, þar sem Guðrún var gestur ásamt Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, nefndi Bergþór að hann vonaðist til þess að Guðrún yrði frekar fjármálaráðherra en dómsmálaráðherra, líkt og til stæði í sumar. Guðrún svaraði því þá til að hún vonaðist til að það gerðist fyrr og þá spurði Bergþór hvort það yrði fyrir þinglok. „Loforðið var 18 mánuðum frá kosningum, það er í mars,“ svaraði Guðrún. Hún var þá spurð að því hvort það yrði endilega dómsmálaráðuneytið sem félli henni í skaut. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir síðustu kosningar að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra myndi hætta á kjörtímabilinu og Guðrún taka við. Eftir að Jón gaf til kynna fyrr í vetur að breytingar kynnu að verða á þessari tilhögun var Bjarni spurður út í málið í Pallborðinu á Vísi. „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni. Honum hefði hins vegar fundist Jón „í miðri á“ og með mörg verkefni á sinni könnu. „Hann er að leggja fram á þinginu stór frumvörp, meðal annars um málefni flóttamanna eða hælisleitenda. Stendur í umræðu líka um breytingar á sýslumannsembættum og hefur fleiri stór verkefni á sinni könnu; er mikið í eldlínunni núna og stendur sig vel. Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Þegar spurningin var ítrekuð, hvort Guðrún væri sannarlega að fara að taka við dómsmálunum, þá sagði Bjarni það standa til. Hann neitaði því að Jón yrði mögulega færður í annað ráðherraembætti. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu í Dagmálum. Greint var frá í Morgunblaðinu. Í Dagmálum, þar sem Guðrún var gestur ásamt Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, nefndi Bergþór að hann vonaðist til þess að Guðrún yrði frekar fjármálaráðherra en dómsmálaráðherra, líkt og til stæði í sumar. Guðrún svaraði því þá til að hún vonaðist til að það gerðist fyrr og þá spurði Bergþór hvort það yrði fyrir þinglok. „Loforðið var 18 mánuðum frá kosningum, það er í mars,“ svaraði Guðrún. Hún var þá spurð að því hvort það yrði endilega dómsmálaráðuneytið sem félli henni í skaut. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir síðustu kosningar að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra myndi hætta á kjörtímabilinu og Guðrún taka við. Eftir að Jón gaf til kynna fyrr í vetur að breytingar kynnu að verða á þessari tilhögun var Bjarni spurður út í málið í Pallborðinu á Vísi. „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni. Honum hefði hins vegar fundist Jón „í miðri á“ og með mörg verkefni á sinni könnu. „Hann er að leggja fram á þinginu stór frumvörp, meðal annars um málefni flóttamanna eða hælisleitenda. Stendur í umræðu líka um breytingar á sýslumannsembættum og hefur fleiri stór verkefni á sinni könnu; er mikið í eldlínunni núna og stendur sig vel. Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Þegar spurningin var ítrekuð, hvort Guðrún væri sannarlega að fara að taka við dómsmálunum, þá sagði Bjarni það standa til. Hann neitaði því að Jón yrði mögulega færður í annað ráðherraembætti.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira