Varamaðurinn Mahrez hetja Englandsmeistaranna í stórleiknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 21:53 Riyad Mahrez reyndist hetja Manchester City í kvöld. Ryan Pierse/Getty Images Riyad Mahrez skoraði eina mark leiksins er Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 0-1 útisigur gegn Chelsea í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Heimamenn í Chelsea hafa ekki átt góðu gengi að fagna undanfarnar vikur og liðið hefur aðeins unnið einn leik af seinustu sex í öllum keppnum. Það var því ljóst að verkefnið gegn Englandsmeisturunum í kvöld yrði erfitt, en leikurinn var þó í nokkuð góðu jafnvægi framan af. Bæði lið sköpuðu sér nokkur hálffæri til að taka forystuna í fyrri hálfleik, en inn vildi boltinn ekki og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af fyrstu mínútum síðari hálfleiks, en gestirnir frá Manchester voru þó ógnandi. Eftir klukkutíma leik kom Riyad Mahrez inn af varamannabekknum fyrir Bernardo Silva og aðeins þremur mínútum síðar var Alsíringurinn búinn að brjóta ísinn fyrir City þegar hann skoraði eftir stoðsendingu frá Jack Grealish. Þetta reyndist eina mark leiksins og niðurstaðan því 0-1 sigur Manchester City sem er nú með 39 stig í öðru sæti deildarinnar eftir 17 leiki, fimm stigum á eftir toppliði Arsenal. Chelsea situr hins vegar í tíunda sæti deildarinnar með 25 stig og margir sem velta fyrir sér hvort nýi stjórinn, Graham Potter, þurfi að fara áhyggjur af starfi sínu strax. Enski boltinn Fótbolti
Riyad Mahrez skoraði eina mark leiksins er Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 0-1 útisigur gegn Chelsea í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Heimamenn í Chelsea hafa ekki átt góðu gengi að fagna undanfarnar vikur og liðið hefur aðeins unnið einn leik af seinustu sex í öllum keppnum. Það var því ljóst að verkefnið gegn Englandsmeisturunum í kvöld yrði erfitt, en leikurinn var þó í nokkuð góðu jafnvægi framan af. Bæði lið sköpuðu sér nokkur hálffæri til að taka forystuna í fyrri hálfleik, en inn vildi boltinn ekki og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af fyrstu mínútum síðari hálfleiks, en gestirnir frá Manchester voru þó ógnandi. Eftir klukkutíma leik kom Riyad Mahrez inn af varamannabekknum fyrir Bernardo Silva og aðeins þremur mínútum síðar var Alsíringurinn búinn að brjóta ísinn fyrir City þegar hann skoraði eftir stoðsendingu frá Jack Grealish. Þetta reyndist eina mark leiksins og niðurstaðan því 0-1 sigur Manchester City sem er nú með 39 stig í öðru sæti deildarinnar eftir 17 leiki, fimm stigum á eftir toppliði Arsenal. Chelsea situr hins vegar í tíunda sæti deildarinnar með 25 stig og margir sem velta fyrir sér hvort nýi stjórinn, Graham Potter, þurfi að fara áhyggjur af starfi sínu strax.