ESB sektar Meta um sextíu milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2023 14:53 Ný lög innan Evrópusambandsins gætu komið verulega niður á rekstri Meta og annarra tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækja. EPA/JOHN G. MABANGLO Persónverndaryfirvöld innan Evrópusambandsins segja að Meta, eigandi Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, megi ekki byggja það hvaða auglýsingar notendur sjá á upplýsingum um netnotkun þeirra. Þetta var niðurstaða sérstakrar nefndar um vernd persónuupplýsinga á Írlandi sem segir auglýsingarnar brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. Meta var einnig sektað um 390 milljónir evra (um sextíu milljarðar króna) og hafnaði þeim rökum að notendaskilmálar Meta gerðu fyrirtækinu kleift að sniða auglýsingar að persónuupplýsingum notenda. Meta hefur þrjá mánuði til að hætta að byggja auglýsingar á áðurnefndum upplýsingum. Í frétt Wall Street Journal segir að um mikið högg fyrir netauglýsingaiðnaðinn sé að ræða og að forsvarsmenn Facebook hafi þegar tilkynnt að þeir muni áfrýja bæði úrskurði nefndarinnar og sektinni. Réttarhöld gætu staðið yfir um nokkurra ára skeið en verði niðurstaðan ekki Meta í vil þyrfti fyrirtækið að bjóða notendum upp á að sjá ekki auglýsingar sem byggja á netnotkun þeirra. Það gæti haft miklar afleiðingar fyrir Meta og önnur samfélagsmiðla- og netfyrirtæki. Það að safna upplýsingum um notendur samfélagsmiðla Meta og gera auglýsendum kleift að beina auglýsingum að tilteknu fólki með tiltekin áhugasvið er ein af grunnstoðum reksturs fyrirtækisins. ESB í hart gegn tæknifyrirtækjum Evrópusambandið hefur á undanförnum árum farið nokkuð hörðum höndum um stærstu tæknifyrirtæki heims, sem mörg rekja rætur sínar til Silicon-dals í Bandaríkjunum. Fjölmörgum fyrirtækjum hefur verið refsað af Evrópusambandinu á grundvelli samkeppnis- og persónuverndarlaga. Forsvarsmenn Evrópusambandsins vilja þó bretta upp ermar og gera enn meira á þessu ári. Samkvæmt frétt tæknimiðilsins The Next Web byggir áætlun ESB á nýjum lögum sem kallast Digital Markets Act. Þeim er meðal annars ætlað að bæta samkeppnisumhverfi á netinu með því að meina stærstu fyrirtækjunum að hygla eigin vörum umfram vörur annarra fyrirtækja. Goggla mætti til dæmis ekki setja eigin forrit á undan öðrum sambærilegum forvitum í Android-stýrikerfinu. Lögin eiga einnig að gera tæknifyrirtækjum erfiðara um vik með að safna persónuupplýsingum um notendur. Brjóti fyrirtæki gegn þessum lögum gætu þau fengið sektir sem yrðu allt að tíu prósent af ársveltu fyrirtækjanna á heimsvísu. Hlutfallið gæti farið í tuttugu prósent fyrir ítrekuð brot en lögin eiga að taka gildi í maí. Með þessu vilja forsvarsmenn ESB draga úr yfirburðum stóru tæknifyrirtækjanna og gera evrópskum samkeppnisaðilum auðveldara að vaxa. Meta Facebook Evrópusambandið Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira
Meta var einnig sektað um 390 milljónir evra (um sextíu milljarðar króna) og hafnaði þeim rökum að notendaskilmálar Meta gerðu fyrirtækinu kleift að sniða auglýsingar að persónuupplýsingum notenda. Meta hefur þrjá mánuði til að hætta að byggja auglýsingar á áðurnefndum upplýsingum. Í frétt Wall Street Journal segir að um mikið högg fyrir netauglýsingaiðnaðinn sé að ræða og að forsvarsmenn Facebook hafi þegar tilkynnt að þeir muni áfrýja bæði úrskurði nefndarinnar og sektinni. Réttarhöld gætu staðið yfir um nokkurra ára skeið en verði niðurstaðan ekki Meta í vil þyrfti fyrirtækið að bjóða notendum upp á að sjá ekki auglýsingar sem byggja á netnotkun þeirra. Það gæti haft miklar afleiðingar fyrir Meta og önnur samfélagsmiðla- og netfyrirtæki. Það að safna upplýsingum um notendur samfélagsmiðla Meta og gera auglýsendum kleift að beina auglýsingum að tilteknu fólki með tiltekin áhugasvið er ein af grunnstoðum reksturs fyrirtækisins. ESB í hart gegn tæknifyrirtækjum Evrópusambandið hefur á undanförnum árum farið nokkuð hörðum höndum um stærstu tæknifyrirtæki heims, sem mörg rekja rætur sínar til Silicon-dals í Bandaríkjunum. Fjölmörgum fyrirtækjum hefur verið refsað af Evrópusambandinu á grundvelli samkeppnis- og persónuverndarlaga. Forsvarsmenn Evrópusambandsins vilja þó bretta upp ermar og gera enn meira á þessu ári. Samkvæmt frétt tæknimiðilsins The Next Web byggir áætlun ESB á nýjum lögum sem kallast Digital Markets Act. Þeim er meðal annars ætlað að bæta samkeppnisumhverfi á netinu með því að meina stærstu fyrirtækjunum að hygla eigin vörum umfram vörur annarra fyrirtækja. Goggla mætti til dæmis ekki setja eigin forrit á undan öðrum sambærilegum forvitum í Android-stýrikerfinu. Lögin eiga einnig að gera tæknifyrirtækjum erfiðara um vik með að safna persónuupplýsingum um notendur. Brjóti fyrirtæki gegn þessum lögum gætu þau fengið sektir sem yrðu allt að tíu prósent af ársveltu fyrirtækjanna á heimsvísu. Hlutfallið gæti farið í tuttugu prósent fyrir ítrekuð brot en lögin eiga að taka gildi í maí. Með þessu vilja forsvarsmenn ESB draga úr yfirburðum stóru tæknifyrirtækjanna og gera evrópskum samkeppnisaðilum auðveldara að vaxa.
Meta Facebook Evrópusambandið Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Sjá meira