Kvöddu reksturinn úr fjarska og vinna að bjórböðum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. janúar 2023 09:36 Á myndinni eru þrír eigenda Smiðjunnar, Þórey Richardt Úlfarsdóttir, Sveinn Sigurðsson og Vigfús Páll Auðbertsson og á myndina vantar Vigfús Þór Hróbjartsson. Aðsent Veitingastaðurinn Smiðjan Brugghús skellti plássi sínu í mathöllinni á Selfossi í lás nú á dögunum. Eigendur staðarins einbeita sér nú alfarið að rekstri staðarins í Vík. Þau hyggjast stækka staðinn og bjóða upp á bjórböð svo eitthvað sé nefnt. Þegar fréttastofa náði tali af Sveini Sigurðssyni einum eigenda Smiðjunnar Brugghúss var hann staddur á Tenerife að njóta sólarinnar líkt og fjöldi Íslendinga hefur gert yfir jólahátíðina. Aðspurður hver aðal ástæðan að baki lokunar Smiðjunnar á Selfossi hafi verið segir hann að eigendum hafa borist tilboð sem hafi hentað vel. Þeim hafi einnig þótt erfitt að reka Smiðjuna í Selfossi úr fjarlægð en eigendahópurinn rekur veitingastað ásamt brugghúsi í Vík. „Hjartað er í Vík“ Lesendur gætu kannast við brugghúsið Smiðjuna í Vík en það var einmitt það fyrsta til þess að fá leyfi fyrir og selja bjór á framleiðslustað þegar ný áfengislög tóku gildi í sumar. „Hjartað er í Vík, það snýst allt um það sem er í Vík. Við ákváðum bara að prófa, okkur bauðst að vera með í mathöllinni þarna, svo fannst okkur erfitt að vera að fjarstýra þarna og ekki eins mikið að gera og við bjuggumst við. Við ákváðum því bara að taka tilboðinu sem okkur bauðst,“ segir Sveinn. Aðspurður hvort reksturinn hafi verið orðinn þungur í róðri segir Sveinn harðari samkeppni vera á Selfossi en í Vík en að sama skapi séu fleiri ferðamenn á ferðinni í Vík. Reksturinn hafi orðið þyngri á Selfossi. „Ekki hjálpar nú til þegar það er alltaf verið að hækka öll laun og nú er verið að hækka áfengisgjöldin endalaust mikið þannig við sjáum ekkert eftir að hafa tekið þessa ákvörðun held ég,“ segir Sveinn. Ferðast um og prófa bjórböð Hann segir tilfinninguna við það að loka hafa verið skrítna en hann hafi verið kominn út til Tenerife þegar skellt var í lás. Ferðin hafði verið ákveðin á undan lokuninni. Þau hafi þurft að kveðja reksturinn úr fjarska. „Við erum með næg verkefni framundan og viljum frekar bara ná að einbeita okkur frekar að þeim þannig þetta var bara meira léttir.“ Meðal verkefna sem eru framundan í Vík nefnir Sveinn stækkun staðarins en á framtíðaráætlunum sé að bjóða upp á bjórböð. Hann segir opnun bjórbaða þó ekki verða fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. „Við erum bara að gera þetta svona í rólegheitum. Við erum bara að hanna þetta enn þá og erum búin að fara nokkrar ferðir erlendis til þess að prófa ýmis bjórboð,“ segir Sveinn kátur og bætir því við í gríni að það sé voða erfið rannsóknarvinna sem fari fram í fyrrnefndum rannsóknarferðum. Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Árborg Veitingastaðir Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Þegar fréttastofa náði tali af Sveini Sigurðssyni einum eigenda Smiðjunnar Brugghúss var hann staddur á Tenerife að njóta sólarinnar líkt og fjöldi Íslendinga hefur gert yfir jólahátíðina. Aðspurður hver aðal ástæðan að baki lokunar Smiðjunnar á Selfossi hafi verið segir hann að eigendum hafa borist tilboð sem hafi hentað vel. Þeim hafi einnig þótt erfitt að reka Smiðjuna í Selfossi úr fjarlægð en eigendahópurinn rekur veitingastað ásamt brugghúsi í Vík. „Hjartað er í Vík“ Lesendur gætu kannast við brugghúsið Smiðjuna í Vík en það var einmitt það fyrsta til þess að fá leyfi fyrir og selja bjór á framleiðslustað þegar ný áfengislög tóku gildi í sumar. „Hjartað er í Vík, það snýst allt um það sem er í Vík. Við ákváðum bara að prófa, okkur bauðst að vera með í mathöllinni þarna, svo fannst okkur erfitt að vera að fjarstýra þarna og ekki eins mikið að gera og við bjuggumst við. Við ákváðum því bara að taka tilboðinu sem okkur bauðst,“ segir Sveinn. Aðspurður hvort reksturinn hafi verið orðinn þungur í róðri segir Sveinn harðari samkeppni vera á Selfossi en í Vík en að sama skapi séu fleiri ferðamenn á ferðinni í Vík. Reksturinn hafi orðið þyngri á Selfossi. „Ekki hjálpar nú til þegar það er alltaf verið að hækka öll laun og nú er verið að hækka áfengisgjöldin endalaust mikið þannig við sjáum ekkert eftir að hafa tekið þessa ákvörðun held ég,“ segir Sveinn. Ferðast um og prófa bjórböð Hann segir tilfinninguna við það að loka hafa verið skrítna en hann hafi verið kominn út til Tenerife þegar skellt var í lás. Ferðin hafði verið ákveðin á undan lokuninni. Þau hafi þurft að kveðja reksturinn úr fjarska. „Við erum með næg verkefni framundan og viljum frekar bara ná að einbeita okkur frekar að þeim þannig þetta var bara meira léttir.“ Meðal verkefna sem eru framundan í Vík nefnir Sveinn stækkun staðarins en á framtíðaráætlunum sé að bjóða upp á bjórböð. Hann segir opnun bjórbaða þó ekki verða fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. „Við erum bara að gera þetta svona í rólegheitum. Við erum bara að hanna þetta enn þá og erum búin að fara nokkrar ferðir erlendis til þess að prófa ýmis bjórboð,“ segir Sveinn kátur og bætir því við í gríni að það sé voða erfið rannsóknarvinna sem fari fram í fyrrnefndum rannsóknarferðum.
Áfengi og tóbak Mýrdalshreppur Árborg Veitingastaðir Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira