Sundhöll Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. janúar 2023 21:31 Útisvæði Sundhallar Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku ef allt gengur eftir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingar eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir að útilaugin og heitu pottarnir í Sundhöll Selfoss opni aftur en þar hefur verið lokað í að verða mánuði vegna skorts á heitu vatni. Verði áfram frosthörkur eða einhverjar bilanir komi upp gæti þurft að loka íþróttahúsunum og skólum líka í bæjarfélaginu. Ástandið hefur verið mjög sérstakt hjá Selfossveitum síðustu vikurnar vegna skorts á heitu vatni enda er unnið eftir sérstakri viðbragðsáætlun. Hiti var lækkaður í öllum skólum og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu, skrúfað var að mestu fyrir bræðsluna á gervigrasvellinum og íbúar hvattir til að spara heita vatnið eins mikið og kostur er. „Þetta er náttúrulega fordæmalaus staða að vera með svona mikið frost í langan tíma, ásamt mikilli vindkælingu, sem hefur verið slæmt fyrir veituna,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar aðspurður um ástandið á heita vatninu. Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útilaug Sundhallar Selfoss og heitu pottarnir og annað, sem er á útisvæðinu hefur nú verið lokað í að vera einn mánuð. Innilaugin er hins vegar opin. Hvenær reiknar Sveinn Ægir að útisvæðið verði opnað? „Ég myndi hugsa í fyrsta lagi í byrjun næstu viku ef að færi gefst. Við erum bara bundnir veðurspám og álagi á kerfinu.“ Það hefur verið rætt um þann möguleika að loka líka íþróttahúsunum á Selfossi en það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um það enn þá. „En það er næsti fasi í viðbragðsáætluninni ef að upp kæmi stór bilun eða einhver skaði á veitunni,“ segir Sveinn Ægir. En hvernig eru skrefin í viðbragðsáætlun Selfossveitna? „Fyrsta viðbragð er að hvetja íbúa til að spara heitt vatn og að lækka í snjóbræðslum og þess háttar. Annað viðbragð er svo að lækka í sundlauginni eða loka sundlauginni eins og við höfum þurft að gera og svo eru það íþróttahúsin og ef að allt færi á versta veg þá væri það að lækka í skólum eða loka skólum. Það er mjög langt í að það muni gerast,“ segir Sveinn Ægir enn fremur. Mikið álag hefur verið síðustu vikur á kerfi Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru margir orðnir óþreyjufullir að komast aftur í sund, meðal annars hún Sirrý, Sigríður Guðmundsdóttir á Selfossi, sem er einn af fastagestum laugarinnar klukkan 06:30 alla morgna. „Já, ég er búin að stunda Sundhöll Selfoss síðan rétt fyrir tvö þúsund og núna bara allt í einu fyrir jól, þá var bara ekkert vatn og bara tómt vesen og maður fær ekki að hitta félaga sína, það finnst mér alveg synd, ég sakna þeirra mest,” segir Sirrý. Sigríður S. Guðmundsdóttir, Sirrý á Selfossi, sem saknar þess mikið að komast ekki í sund á morgnanna og hitta sundfélaga sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veður Sundlaugar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ástandið hefur verið mjög sérstakt hjá Selfossveitum síðustu vikurnar vegna skorts á heitu vatni enda er unnið eftir sérstakri viðbragðsáætlun. Hiti var lækkaður í öllum skólum og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu, skrúfað var að mestu fyrir bræðsluna á gervigrasvellinum og íbúar hvattir til að spara heita vatnið eins mikið og kostur er. „Þetta er náttúrulega fordæmalaus staða að vera með svona mikið frost í langan tíma, ásamt mikilli vindkælingu, sem hefur verið slæmt fyrir veituna,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar aðspurður um ástandið á heita vatninu. Sveinn Ægir Birgisson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Útilaug Sundhallar Selfoss og heitu pottarnir og annað, sem er á útisvæðinu hefur nú verið lokað í að vera einn mánuð. Innilaugin er hins vegar opin. Hvenær reiknar Sveinn Ægir að útisvæðið verði opnað? „Ég myndi hugsa í fyrsta lagi í byrjun næstu viku ef að færi gefst. Við erum bara bundnir veðurspám og álagi á kerfinu.“ Það hefur verið rætt um þann möguleika að loka líka íþróttahúsunum á Selfossi en það hefur þó engin ákvörðun verið tekin um það enn þá. „En það er næsti fasi í viðbragðsáætluninni ef að upp kæmi stór bilun eða einhver skaði á veitunni,“ segir Sveinn Ægir. En hvernig eru skrefin í viðbragðsáætlun Selfossveitna? „Fyrsta viðbragð er að hvetja íbúa til að spara heitt vatn og að lækka í snjóbræðslum og þess háttar. Annað viðbragð er svo að lækka í sundlauginni eða loka sundlauginni eins og við höfum þurft að gera og svo eru það íþróttahúsin og ef að allt færi á versta veg þá væri það að lækka í skólum eða loka skólum. Það er mjög langt í að það muni gerast,“ segir Sveinn Ægir enn fremur. Mikið álag hefur verið síðustu vikur á kerfi Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það eru margir orðnir óþreyjufullir að komast aftur í sund, meðal annars hún Sirrý, Sigríður Guðmundsdóttir á Selfossi, sem er einn af fastagestum laugarinnar klukkan 06:30 alla morgna. „Já, ég er búin að stunda Sundhöll Selfoss síðan rétt fyrir tvö þúsund og núna bara allt í einu fyrir jól, þá var bara ekkert vatn og bara tómt vesen og maður fær ekki að hitta félaga sína, það finnst mér alveg synd, ég sakna þeirra mest,” segir Sirrý. Sigríður S. Guðmundsdóttir, Sirrý á Selfossi, sem saknar þess mikið að komast ekki í sund á morgnanna og hitta sundfélaga sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veður Sundlaugar Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira