Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 09:10 Hess rukkaði aðstandendur látinna fyrir að brenna lík en seldi svo líkamshluta eins og handleggi, fótleggi, búk og höfuð á laun. Vísir/Getty Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. Bæði Megan Hess, 46 ára gamall eigandi útfararstofunnar, og Shirley Koch, 69 ára gömul móðir hennar, játuðu sig sekar um að hafa blekkt aðstandendur þeirra látnu. Þær voru sakaðar um að kryfja 560 lík og selja líkamshluta. Hess rak bæði útfararstofu og líffærasölu í sömu byggingu í bænum Montrose. Hún laug því að líkin hefðu verið brennd og rukkaði aðstandendur fyrir. Saksóknarinn í málinu var harðorður í garð mæðgnanna. Þær hefðu í raun stolið líkamshlutum með því að falsa eyðublöð um líffæragjafir. Gjörðir þeirra hafi valdið fjölskyldum þeirra látnu miklum þjáningum. Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á útfararstofunni skömmu eftir að Reuters-fréttastofan fjallaði um sölu á líkamshlutum í Bandaríkjunum og hvernig nær engar reglur giltu um þann iðnað. Dómurinn sem Hess hlaut var sá þyngsti sem hún gat fengið samkvæmt lögum. Móðir hennar hlaut fimmtán ára dóm fyrir sinn þátt í svikunum. Lögmaður Hess hélt því fram að hún væri ekki sú „norn“ eða „skrímsli“ sem hún hefði verið kölluð vegna málsins. Framferði hennar mætti rekja til heilaáverka sem hún hlaut þegar hún var átján ára gömul. Fyrir henni hafi vakað að liðka fyrir læknisfræðirannsóknum. Ólöglegt er að selja líffæri eins og hjörtu, nýru og sinar í Bandaríkjunum. Engin alríkislög gilda aftur á móti um sölu á líkamshlutum eins og höfðum, handleggjum, mænum til rannsókna eða fræðslu líkt og Hess gerði. Líkamshlutana seldi hún meðal annars til fyrirtækja sem þjálfa skurðlækna. Þau eru sögð hafa verið grunlaus um að líkamshlutarnir væru illa fengnir. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Bæði Megan Hess, 46 ára gamall eigandi útfararstofunnar, og Shirley Koch, 69 ára gömul móðir hennar, játuðu sig sekar um að hafa blekkt aðstandendur þeirra látnu. Þær voru sakaðar um að kryfja 560 lík og selja líkamshluta. Hess rak bæði útfararstofu og líffærasölu í sömu byggingu í bænum Montrose. Hún laug því að líkin hefðu verið brennd og rukkaði aðstandendur fyrir. Saksóknarinn í málinu var harðorður í garð mæðgnanna. Þær hefðu í raun stolið líkamshlutum með því að falsa eyðublöð um líffæragjafir. Gjörðir þeirra hafi valdið fjölskyldum þeirra látnu miklum þjáningum. Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði húsleit á útfararstofunni skömmu eftir að Reuters-fréttastofan fjallaði um sölu á líkamshlutum í Bandaríkjunum og hvernig nær engar reglur giltu um þann iðnað. Dómurinn sem Hess hlaut var sá þyngsti sem hún gat fengið samkvæmt lögum. Móðir hennar hlaut fimmtán ára dóm fyrir sinn þátt í svikunum. Lögmaður Hess hélt því fram að hún væri ekki sú „norn“ eða „skrímsli“ sem hún hefði verið kölluð vegna málsins. Framferði hennar mætti rekja til heilaáverka sem hún hlaut þegar hún var átján ára gömul. Fyrir henni hafi vakað að liðka fyrir læknisfræðirannsóknum. Ólöglegt er að selja líffæri eins og hjörtu, nýru og sinar í Bandaríkjunum. Engin alríkislög gilda aftur á móti um sölu á líkamshlutum eins og höfðum, handleggjum, mænum til rannsókna eða fræðslu líkt og Hess gerði. Líkamshlutana seldi hún meðal annars til fyrirtækja sem þjálfa skurðlækna. Þau eru sögð hafa verið grunlaus um að líkamshlutarnir væru illa fengnir.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira