Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2023 07:03 Skotíþróttamenn hafa lengi stundað æfingar á æfingasvæðinu við Álfsnes. AÐSEND/GUÐMUNDUR GÍSLASON Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. Niðurstaða nefndarinnar er að starfsemin sé ekki talin samræmast landnotkun svæðisins samkvæmt gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur. „Er því starfsemi sú sem heimiluð er með hinu kærða starfsleyfi ekki í samræmi við landnotkun umrædds svæðis eins og það er tilgreint í aðalskipulagi“, og er þar vísað í lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Að auki kemur fram að starfsleyfið hafi farið í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka en í þeirri reglugerð sé ekki að finna heimild til að víkja frá gildandi landnotkun samkvæmt skipulagi. Lokað fyrirvaralaust í september 2021 Skotsvæðinu á Álfsnesi var lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá sagði í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, meðal annars vegna hávaðamengunar.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf hins vegar úr nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðuna í júlí 2022. Endurkast frá Esjuklettum Landeigendur í nágrenninu kærðu þá ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins til nefndarinnar þar sem þess var krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Jafnframt var þess krafist að hávaðamælingar heilbrigðiseftirlitsins sem fram komi í starfsleyfinu yrðu ógildar og hljóðmælingar gerðar af óháðum aðila. Kærendur vísuðu til heilsuspillandi hávaðamengun frá skotsvæðinu sem bergmáli við endurkast frá Esjuklettum og þá valdi jarðvegsmengun á skotsvæðinu og mengun í sjó og fjöru því að fuglalíf væri í hættu og náttúru spillt. Umhverfismál Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Tengdar fréttir Fá að skjóta á Álfsnesi á ný Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 5. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Niðurstaða nefndarinnar er að starfsemin sé ekki talin samræmast landnotkun svæðisins samkvæmt gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur. „Er því starfsemi sú sem heimiluð er með hinu kærða starfsleyfi ekki í samræmi við landnotkun umrædds svæðis eins og það er tilgreint í aðalskipulagi“, og er þar vísað í lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Að auki kemur fram að starfsleyfið hafi farið í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka en í þeirri reglugerð sé ekki að finna heimild til að víkja frá gildandi landnotkun samkvæmt skipulagi. Lokað fyrirvaralaust í september 2021 Skotsvæðinu á Álfsnesi var lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá sagði í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, meðal annars vegna hávaðamengunar.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf hins vegar úr nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðuna í júlí 2022. Endurkast frá Esjuklettum Landeigendur í nágrenninu kærðu þá ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins til nefndarinnar þar sem þess var krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Jafnframt var þess krafist að hávaðamælingar heilbrigðiseftirlitsins sem fram komi í starfsleyfinu yrðu ógildar og hljóðmælingar gerðar af óháðum aðila. Kærendur vísuðu til heilsuspillandi hávaðamengun frá skotsvæðinu sem bergmáli við endurkast frá Esjuklettum og þá valdi jarðvegsmengun á skotsvæðinu og mengun í sjó og fjöru því að fuglalíf væri í hættu og náttúru spillt.
Umhverfismál Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Tengdar fréttir Fá að skjóta á Álfsnesi á ný Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 5. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Fá að skjóta á Álfsnesi á ný Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 5. ágúst 2022 07:16