Sigurður maðurinn á bak við Auglýsingahléð Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. janúar 2023 15:48 Sigurður Ámundason fyrir miðju ásamt valnefnd á Auglýsingahléi Billboard í ár, þeim Elísabetu Stefánsdóttur, Jóni Felixi Sigurðssyni, Sigurði Atla Sigurðssyni og Björk Hrafnsdóttur. Aðsend Myndlistarmaðurinn Sigurður Ámundason er maðurinn á bak við myndlistarverkin sem hafa síðastliðna daga yfirtekið auglýsingaskilti víða um borgina. Sýningin, sem ber heitið Rétthermi, birtist á hundruðum skjáa og hefur líklega náð til yfir 80% höfuðborgarbúa. Yfir 450 stafrænir fletir Frá 1. janúar hefur verið svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 stafrænum flötum Billboard víða um höfuðborgarsvæðið en sýningunni lýkur í kvöld og hefur eflaust vakið forvitni margra. Í haust efndi Billboard í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými. Sigurður Ámundason var valinn úr hópi yfir 40 umsækjenda og var þessi tími því helgaður sýningu á nýju verki eftir hann. Er þetta í annað sinn sem Auglýsingahlé fer fram á stafrænum flötum Billboard, en í fyrra var það Hrafnkell Sigurðsson sem bar sigur úr býtum. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Ámundason (@sigurduramundason) Lýsa upp skammdegið og auka aðgengi á list „Reikna má með að yfir 80% höfuðborgarbúa muni sjá verk Sigurðar dag hvern og er verkefnið frábær vettvangur fyrir myndlist í almenningsrými. Því er ætlað að lýsa upp skammdegið og gefa borgarbúum tækifæri á að njóta listar um alla borgina,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Ámundason (@sigurduramundason) Stefnt er að því að verkið verði áfram sýnilegt í almenningsrými í borginni að loknu Auglýsingahléi Billboard. Óræðni og efi Á Facebook viðburðinum Auglýsingahlé 2023: Sigurður Ámundason segir að Sigurður lýsi verkinu Rétthermi á þennan hátt: „Póst-strúktúralismi, óræðni og efi eru undirstöður verkanna. Merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert en líta stórt á sig, bera númer og íslenska stafi í handahófskenndri röð. Tákn sem tákna tákn, sem snúast um sjálf sig, leiðarvísar sem í raun leiða ekki neitt.“ Myndlist Menning Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. 26. september 2022 17:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Yfir 450 stafrænir fletir Frá 1. janúar hefur verið svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 stafrænum flötum Billboard víða um höfuðborgarsvæðið en sýningunni lýkur í kvöld og hefur eflaust vakið forvitni margra. Í haust efndi Billboard í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými. Sigurður Ámundason var valinn úr hópi yfir 40 umsækjenda og var þessi tími því helgaður sýningu á nýju verki eftir hann. Er þetta í annað sinn sem Auglýsingahlé fer fram á stafrænum flötum Billboard, en í fyrra var það Hrafnkell Sigurðsson sem bar sigur úr býtum. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Ámundason (@sigurduramundason) Lýsa upp skammdegið og auka aðgengi á list „Reikna má með að yfir 80% höfuðborgarbúa muni sjá verk Sigurðar dag hvern og er verkefnið frábær vettvangur fyrir myndlist í almenningsrými. Því er ætlað að lýsa upp skammdegið og gefa borgarbúum tækifæri á að njóta listar um alla borgina,“ segir í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Ámundason (@sigurduramundason) Stefnt er að því að verkið verði áfram sýnilegt í almenningsrými í borginni að loknu Auglýsingahléi Billboard. Óræðni og efi Á Facebook viðburðinum Auglýsingahlé 2023: Sigurður Ámundason segir að Sigurður lýsi verkinu Rétthermi á þennan hátt: „Póst-strúktúralismi, óræðni og efi eru undirstöður verkanna. Merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert en líta stórt á sig, bera númer og íslenska stafi í handahófskenndri röð. Tákn sem tákna tákn, sem snúast um sjálf sig, leiðarvísar sem í raun leiða ekki neitt.“
Myndlist Menning Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. 26. september 2022 17:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Opin samkeppni um myndlistarverk fyrir Auglýsingahlé Billboard Dagana fyrsta til þriðja janúar 2023 verður svokallað Auglýsingahlé á yfir 450 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg en Billboard efnir nú til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. 26. september 2022 17:00