„Eina áramótaheitið sem ég hef staðið við“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2023 11:43 Valgerður Árnadóttir, formaður félags grænkera. Sístækkandi átakið Veganúar hefst formlega í kvöld með upphafsfundi í Bíó Paradís. Formaður félags grænkera telur alla geta sneitt hjá dýraafurðum í einn mánuð og segir átakið oft leiða til betri neysluvenja til frambúðar Blásið verður formlega til Veganúar átaksins í sjöunda sinn með upphafsfundi í Bíó Paradís klukkan átta í kvöld þar sem sérfræðingar munu fara yfir hugmyndafræði veganisma og mögulegan ávinning þess að taka upp grænkeralífstíl. Íslenski viðburðurinn er hluti af átaki á heimsvísu og sífellt fleiri um allan heim hafa verið að skrá sig til leiks, að sögn Valgerðar Árnadóttur formanns félags grænkera. „Samkvæmt alþjóðatölum frá Veganuary-samtökunum eru þetta alltaf fleiri og fleiri. Ég held að það hafi verið um 630 þúsund sem tóku þátt nú síðast.“ Líkt og margt annað hefur átakið verðið heldur lágstemmt síðustu tvö ár vegna faraldursins en Valgerður segir að um tvö hundruð hafi þó skráð sig hér á landi í fyrra og sótt ýmsa rafræna viðburði. Nú horfir til betri tíðar og allan mánuðinn verða ýmsir viðburðir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Veganúar. Valgerður segir ótal kosti við að sneiða hjá dýraafurðum. Það sé gott fyrir umhverfið vegna kolefnisspors kjötframleiðslu og heilsuna. Hún hvetur alla til að prófa. „Þetta er til dæmis eina áramótaheitið sem ég hef staðið við frá því að ég prófaði. Ég hef verið vegan frá 1. janúar 2016 þegar ég tók þátt í Veganúar og það eru mjög margir sem annað hvort halda áfram og eru vegan eftir að þeir prófa mánuð, eða breyta neysluvenjum til hins betra og minnka neyslu á dýraafurðum,“ segir Valgerður. „Það ættu allir að geta prófað að borða ekki dýr í einn mánuð og kannski sjá hvort þeir verði einhvers vísari.“ Vegan Umhverfismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Blásið verður formlega til Veganúar átaksins í sjöunda sinn með upphafsfundi í Bíó Paradís klukkan átta í kvöld þar sem sérfræðingar munu fara yfir hugmyndafræði veganisma og mögulegan ávinning þess að taka upp grænkeralífstíl. Íslenski viðburðurinn er hluti af átaki á heimsvísu og sífellt fleiri um allan heim hafa verið að skrá sig til leiks, að sögn Valgerðar Árnadóttur formanns félags grænkera. „Samkvæmt alþjóðatölum frá Veganuary-samtökunum eru þetta alltaf fleiri og fleiri. Ég held að það hafi verið um 630 þúsund sem tóku þátt nú síðast.“ Líkt og margt annað hefur átakið verðið heldur lágstemmt síðustu tvö ár vegna faraldursins en Valgerður segir að um tvö hundruð hafi þó skráð sig hér á landi í fyrra og sótt ýmsa rafræna viðburði. Nú horfir til betri tíðar og allan mánuðinn verða ýmsir viðburðir sem hægt er að kynna sér á heimasíðu Veganúar. Valgerður segir ótal kosti við að sneiða hjá dýraafurðum. Það sé gott fyrir umhverfið vegna kolefnisspors kjötframleiðslu og heilsuna. Hún hvetur alla til að prófa. „Þetta er til dæmis eina áramótaheitið sem ég hef staðið við frá því að ég prófaði. Ég hef verið vegan frá 1. janúar 2016 þegar ég tók þátt í Veganúar og það eru mjög margir sem annað hvort halda áfram og eru vegan eftir að þeir prófa mánuð, eða breyta neysluvenjum til hins betra og minnka neyslu á dýraafurðum,“ segir Valgerður. „Það ættu allir að geta prófað að borða ekki dýr í einn mánuð og kannski sjá hvort þeir verði einhvers vísari.“
Vegan Umhverfismál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira