„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. janúar 2023 21:22 Sirrý Arnardóttir hefur fengið mikil viðbrögð við færslu þar sem hún furðar sig á því að algjörlega vanhæfir bílstjórar fái að leigja bíl hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ spyr Sirrý Arnardóttir, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst, sem sat heillengi föst fyrir aftan bílaleigubíl sem kínverskur ferðamaður hafði leigt ásamt fjölskyldu sinni. Sá virtist ekki kunna að skipta um gír, aka út í kant eða keyra í hringtorgi. „Það myndaðist þarna löng röð þar sem bíllinn stóð stopp á leiðinni frá Leifsstöð að Reykjanesbrautinni. Þar er langur einbreiður kafli og ekki hægt að keyra fram úr enda bílar sem keyra stöðugt í gagnstæða átt,“ segir Sirrý í samtali við fréttastofu. Algjörlega vanhæfur bílstjóri Þegar þau höfðu setið þar föst fyrir aftan bílinn í einhverja stund ákvað eiginmaður Sirrýar, Kristján Franklín Magnús að kanna hvað væri að í bílnum fyrir framan þau. Sirrý Arnardóttir.aðsend „Hann bankar á rúðuna og kemst að því að bílstjórinn, sem var kínverskur ferðamaður, kunni bara ekkert á bílinn.“ „Hvað kanntu á bíl ef þú kannt ekki að starta honum, kannt ekki á gírana, ekki á handbremsu eða viðvörunarljós og kannt ekki að keyra út í kant til að vera ekki í fyrir?“ Kristján hafi þá kennt bílstjóranum á grunnatriðin sem skipta máli þegar keyra á bíl, bíllinn verði að vera í fyrsta gír þegar koma á honum í gang, sem dæmi. „Þá fer maðurinn af stað og við á eftir með þessa löngu bílalest á eftir okkur. Þá kemur í ljós að hann kann ekki að fara úr fyrsta gír. Hann var bara í fyrsta gír allan tímann sem við keyrðum á eftir honum, þar til við fórum loks fram úr. Í millitíðinni keyrðum við einhver hringtorg og þá sést líka alveg að maðurinn kann ekki að aka um hringtorg,“ segir Sirrý sem sagði frá atvikinu í færslu á Facebook og fengið mikil viðbrögð. Mikil hætta fyrir aðra bílstjóra Hún er hugsi yfir því hversu algengt sé að vanhæfir bílstjórar leigi bíla hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Er þetta einsdæmi eða gerist þetta oft? Eigum við á hættu að mæta fólki sem hefur enga grunnþjálfun í að keyra bíl?,“ spyr hún. „Margir hafa skammast í okkur fyrir að hafa ekki hringt strax í lögregluna en ég hugsaði ekki út í það fyrr en eftir á. Ég fór strax að hugsa um bílaleiguna, hver leigir einhverjum bíl á Íslandi í janúar sem kann ekki að keyra? Þetta er annað en að vera á þýskri hraðbraut,“ bætir hún við. Umræddur bílaleigubíll var að gerðinni Dacia duster sem hefur lengi verið vinsæll meðal ferðamanna hérlendis. „Reyndar var maður sem gerði athugasemd við færsluna mína sem sagðist hafa séð hvítan Dacia duster sem hafði keyrt út af á Reykjanesbrautinni, það hlýtur að hafa verið sami bíll,“ segir Sirrý. Umræður um vanhæfi kínverskra bílstjóra spunnust árið 2016 þegar í ljós kom að Kínverjar væru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands, sagði þá í samtali við fréttastofu að lagt væri meira upp úr bóklega ökunáminu en því verklega þar í landi. Vandamál sé að ökunemar fari sjaldan út á götu í raunverulegar aðstæður. Samgöngur Kína Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
„Það myndaðist þarna löng röð þar sem bíllinn stóð stopp á leiðinni frá Leifsstöð að Reykjanesbrautinni. Þar er langur einbreiður kafli og ekki hægt að keyra fram úr enda bílar sem keyra stöðugt í gagnstæða átt,“ segir Sirrý í samtali við fréttastofu. Algjörlega vanhæfur bílstjóri Þegar þau höfðu setið þar föst fyrir aftan bílinn í einhverja stund ákvað eiginmaður Sirrýar, Kristján Franklín Magnús að kanna hvað væri að í bílnum fyrir framan þau. Sirrý Arnardóttir.aðsend „Hann bankar á rúðuna og kemst að því að bílstjórinn, sem var kínverskur ferðamaður, kunni bara ekkert á bílinn.“ „Hvað kanntu á bíl ef þú kannt ekki að starta honum, kannt ekki á gírana, ekki á handbremsu eða viðvörunarljós og kannt ekki að keyra út í kant til að vera ekki í fyrir?“ Kristján hafi þá kennt bílstjóranum á grunnatriðin sem skipta máli þegar keyra á bíl, bíllinn verði að vera í fyrsta gír þegar koma á honum í gang, sem dæmi. „Þá fer maðurinn af stað og við á eftir með þessa löngu bílalest á eftir okkur. Þá kemur í ljós að hann kann ekki að fara úr fyrsta gír. Hann var bara í fyrsta gír allan tímann sem við keyrðum á eftir honum, þar til við fórum loks fram úr. Í millitíðinni keyrðum við einhver hringtorg og þá sést líka alveg að maðurinn kann ekki að aka um hringtorg,“ segir Sirrý sem sagði frá atvikinu í færslu á Facebook og fengið mikil viðbrögð. Mikil hætta fyrir aðra bílstjóra Hún er hugsi yfir því hversu algengt sé að vanhæfir bílstjórar leigi bíla hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Er þetta einsdæmi eða gerist þetta oft? Eigum við á hættu að mæta fólki sem hefur enga grunnþjálfun í að keyra bíl?,“ spyr hún. „Margir hafa skammast í okkur fyrir að hafa ekki hringt strax í lögregluna en ég hugsaði ekki út í það fyrr en eftir á. Ég fór strax að hugsa um bílaleiguna, hver leigir einhverjum bíl á Íslandi í janúar sem kann ekki að keyra? Þetta er annað en að vera á þýskri hraðbraut,“ bætir hún við. Umræddur bílaleigubíll var að gerðinni Dacia duster sem hefur lengi verið vinsæll meðal ferðamanna hérlendis. „Reyndar var maður sem gerði athugasemd við færsluna mína sem sagðist hafa séð hvítan Dacia duster sem hafði keyrt út af á Reykjanesbrautinni, það hlýtur að hafa verið sami bíll,“ segir Sirrý. Umræður um vanhæfi kínverskra bílstjóra spunnust árið 2016 þegar í ljós kom að Kínverjar væru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands, sagði þá í samtali við fréttastofu að lagt væri meira upp úr bóklega ökunáminu en því verklega þar í landi. Vandamál sé að ökunemar fari sjaldan út á götu í raunverulegar aðstæður.
Samgöngur Kína Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent