Hugað að setja hjólastólasketsinn í loftið Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 2. janúar 2023 15:13 Hér má sjá mynd sem Haraldur Þorleifsson deildi frá tökum á Áramótaskaupinu (t.v.) og Sigurjón Kjartansson. Twitter/iamharaldur, Atli Geir Grétarsson Sigurjón Kjartansson, einn framleiðenda og handritshöfunda Áramótaskaupsins, segir það hafa verið hugað hjá handritshöfundum að gera grín að stöðu fatlaðra í leikhúsheiminum í hjólastólasketsi í Skaupinu. Hann nefnir sketsinn sem einn af sínum uppáhalds. Þetta kom fram í máli Sigurjóns í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort gerð Áramótaskaupsins sé ein mesta pressa sem sett sé á fólk innan leiklistar- og gríngeirans segir Sigurjón breytingar hafa orðið á geiranum, fleira fólk starfi nú innan hans sem vinni við það að semja grín allan ársins hring. „Ég held að þetta skaup og fleiri sem að hafa verið á undanförnum svona tíu, fimmtán árum beri þess merki að þetta er unnið af fagmönnum,“ segir Sigurjón. Vissi ekki hverju var verið að gera grín að Þá nefnir hann í viðtalinu að hann hafi verið mjög ánægður með Skaupið og spenntur að sjá hvað fólkinu í kringum hann myndi finnast. „Allir voru rosa glaðir líka, maður finnur það þegar fólk er ánægt, þá léttir því því að það þarf ekkert að fara að segja mér að þetta hafi verið lélegt. [...] Ég er að tala um fjölskyldu og nágranna. Það kom nágranni til mín sem var búinn að vera með kvíðahnút í maganum,“ segir Sigurjón. Sigurjón staðfestir að leikarar sem taki þátt í Skaupinu fái almennt ekki að sjá verkið fyrr en þegar það er sýnt á gamlárskvöld. Hann minnist þess þegar hann lék í Skaupi fyrir tveimur áratugum. „Ég man eftir því sjálfur. Ég lék í Skaupi held ég fyrir tuttugu árum þar sem ég hafði ekki hugmynd um að hverju væri verið að gera grín. En þetta heppnaðist ágætlega og mér var sagt þetta eftir á,“ segir Sigurjón hlæjandi. Hjólastólasketsinn á sérstökum stað Aðspurður hvort eitthvað sé í sérstöku uppáhaldi játar hann því að Love-ráðhús sketsinn hafi verið einn af þeim. „Mér finnst hjólastólasketsinn líka, hann er á sérstökum stað sko. Hann var erfiður eða þú veist það var svona dálítið hugað að fara í loftið með hann.“ Sketsinn sem um ræðir snertir á umdeildri umræðu í kringum leikverkið „Sem á himni“ sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Í sketsinum má sjá Harald Þorleifsson sitjandi í hjólastól sínum á miðju sviði eftir að hafa flutt einræðu. Óþægilegar aðstæður skapast þegar áhorfendur á leikhúsbekknum komast að því að Haraldur notar í raun hjólastól og er ekki að leika. Sketsinn má sjá í tístinu hér að neðan. Made my TV acting debut last night on The Spoof (Icelandic: Skaupið). A yearly sketch show shown just before midnight on New Years Eve every year. Already hearing Oscar buzz. pic.twitter.com/3YVeJGSRLp— Halli (@iamharaldur) January 1, 2023 Verkið „Sem á himni“ var til umræðu í september síðastliðnum fyrir þær sakir að karakter í verkinu var sagður able-ískur og gera lítið úr fötluðu fólki. Þar að auki hafi leikarinn sem lék fatlaðan karakter ekki verið fatlaður sjálfur. Sviðshöfundurinn Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir taldi að það hefði verið betra að sleppa karakternum. Þá sagði Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona Tabú, feminískrar fötlunarhreyfingar karakterinn virðast birtast „sem einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. Kynlaus, vandræðalegur, barngerður og óaðlaðandi“. Ekki voru allir sammála þeirri gagnrýni sem kom fram og sagði leikhússtjóri Þjóðleikhúsið ekki krefjast þess að leikarar hafi upplifað þær sögur sem þeir segi á sviðinu. Viðtalið við Sigurjón í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Menning Leikhús Áramótaskaupið Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar. 23. september 2022 11:45 Krefst þess ekki að „allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu“ Sviðshöfundur með fötlun telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Þá sé leikaravalið ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir. 22. september 2022 20:00 „Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“ Leikstjóri verksins Sem á himni segir umræðuna sem hefur skapast um túlkun á fatlaðri persónu í verkinu vera særandi en gagnrýnendur segja persónuna barngerða og niðurlægða. Hún hafi viljað varpa ljósi á stöðu fatlaðra og ekki milda það eða fara með mjúkum höndum en fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu. Samfélagið þurfi að taka umræðuna þrátt fyrir að það sé sárt eða erfitt að horfa upp á. 22. september 2022 14:51 „Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. 21. september 2022 22:16 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þetta kom fram í máli Sigurjóns í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort gerð Áramótaskaupsins sé ein mesta pressa sem sett sé á fólk innan leiklistar- og gríngeirans segir Sigurjón breytingar hafa orðið á geiranum, fleira fólk starfi nú innan hans sem vinni við það að semja grín allan ársins hring. „Ég held að þetta skaup og fleiri sem að hafa verið á undanförnum svona tíu, fimmtán árum beri þess merki að þetta er unnið af fagmönnum,“ segir Sigurjón. Vissi ekki hverju var verið að gera grín að Þá nefnir hann í viðtalinu að hann hafi verið mjög ánægður með Skaupið og spenntur að sjá hvað fólkinu í kringum hann myndi finnast. „Allir voru rosa glaðir líka, maður finnur það þegar fólk er ánægt, þá léttir því því að það þarf ekkert að fara að segja mér að þetta hafi verið lélegt. [...] Ég er að tala um fjölskyldu og nágranna. Það kom nágranni til mín sem var búinn að vera með kvíðahnút í maganum,“ segir Sigurjón. Sigurjón staðfestir að leikarar sem taki þátt í Skaupinu fái almennt ekki að sjá verkið fyrr en þegar það er sýnt á gamlárskvöld. Hann minnist þess þegar hann lék í Skaupi fyrir tveimur áratugum. „Ég man eftir því sjálfur. Ég lék í Skaupi held ég fyrir tuttugu árum þar sem ég hafði ekki hugmynd um að hverju væri verið að gera grín. En þetta heppnaðist ágætlega og mér var sagt þetta eftir á,“ segir Sigurjón hlæjandi. Hjólastólasketsinn á sérstökum stað Aðspurður hvort eitthvað sé í sérstöku uppáhaldi játar hann því að Love-ráðhús sketsinn hafi verið einn af þeim. „Mér finnst hjólastólasketsinn líka, hann er á sérstökum stað sko. Hann var erfiður eða þú veist það var svona dálítið hugað að fara í loftið með hann.“ Sketsinn sem um ræðir snertir á umdeildri umræðu í kringum leikverkið „Sem á himni“ sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Í sketsinum má sjá Harald Þorleifsson sitjandi í hjólastól sínum á miðju sviði eftir að hafa flutt einræðu. Óþægilegar aðstæður skapast þegar áhorfendur á leikhúsbekknum komast að því að Haraldur notar í raun hjólastól og er ekki að leika. Sketsinn má sjá í tístinu hér að neðan. Made my TV acting debut last night on The Spoof (Icelandic: Skaupið). A yearly sketch show shown just before midnight on New Years Eve every year. Already hearing Oscar buzz. pic.twitter.com/3YVeJGSRLp— Halli (@iamharaldur) January 1, 2023 Verkið „Sem á himni“ var til umræðu í september síðastliðnum fyrir þær sakir að karakter í verkinu var sagður able-ískur og gera lítið úr fötluðu fólki. Þar að auki hafi leikarinn sem lék fatlaðan karakter ekki verið fatlaður sjálfur. Sviðshöfundurinn Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir taldi að það hefði verið betra að sleppa karakternum. Þá sagði Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona Tabú, feminískrar fötlunarhreyfingar karakterinn virðast birtast „sem einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. Kynlaus, vandræðalegur, barngerður og óaðlaðandi“. Ekki voru allir sammála þeirri gagnrýni sem kom fram og sagði leikhússtjóri Þjóðleikhúsið ekki krefjast þess að leikarar hafi upplifað þær sögur sem þeir segi á sviðinu. Viðtalið við Sigurjón í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Menning Leikhús Áramótaskaupið Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar. 23. september 2022 11:45 Krefst þess ekki að „allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu“ Sviðshöfundur með fötlun telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Þá sé leikaravalið ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir. 22. september 2022 20:00 „Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“ Leikstjóri verksins Sem á himni segir umræðuna sem hefur skapast um túlkun á fatlaðri persónu í verkinu vera særandi en gagnrýnendur segja persónuna barngerða og niðurlægða. Hún hafi viljað varpa ljósi á stöðu fatlaðra og ekki milda það eða fara með mjúkum höndum en fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu. Samfélagið þurfi að taka umræðuna þrátt fyrir að það sé sárt eða erfitt að horfa upp á. 22. september 2022 14:51 „Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. 21. september 2022 22:16 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar. 23. september 2022 11:45
Krefst þess ekki að „allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu“ Sviðshöfundur með fötlun telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Þá sé leikaravalið ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir. 22. september 2022 20:00
„Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“ Leikstjóri verksins Sem á himni segir umræðuna sem hefur skapast um túlkun á fatlaðri persónu í verkinu vera særandi en gagnrýnendur segja persónuna barngerða og niðurlægða. Hún hafi viljað varpa ljósi á stöðu fatlaðra og ekki milda það eða fara með mjúkum höndum en fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu. Samfélagið þurfi að taka umræðuna þrátt fyrir að það sé sárt eða erfitt að horfa upp á. 22. september 2022 14:51
„Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. 21. september 2022 22:16