Íslenski flugstjórinn birtist óvænt og bar fram bónorð Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2023 11:55 Flugstjórinn Róbert Evensen frá Blönduósi og kærastan Michala Hansen kyssast um borð í Dash 8-vél Air Greenland eftir að hann hafði borið fram bónorðið. Skjáskot/Air Greenland Íslenskur flugstjóri Air Greenland í innanlandsflugi frá Kangerlussuaq til Nuuk kom grænlenskri kærustu sinni sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu. Hún hafði enga hugmynd um að hann væri um borð, hvað þá að hann væri að stýra flugvélinni, þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum, fór í hátalarakerfið og bar fram bónorð. Flugstjórinn og Húnvetningurinn Róbert Lee Evensen og kærasta hans, sem er frá Nuuk, höfðu ákveðið að eyða jólunum saman í höfuðstað Grænlands og vissi hún ekki betur en að hann ætlaði að taka á móti henni á flugvellinum, samkvæmt frásögn grænlenska miðilsins KNR. Kvöldið áður fékk kærastinn hins vegar aðra og stærri hugmynd, eins og sjá má á myndbandi sem Air Greenland birti á facebook-síðu sinni. Dash 8-flugvél Air Greenland á flugvellinum í Nuuk, samskonar og kemur við sögu í fréttinni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Strax um morguninn hóf Róbert að kanna hvort unnt væri að koma þessu í kring og þurfti til þess aðstoð fjölda samtarfsmanna. Síðast en ekki síst þurfti hann að skipta á vakt við félaga sinn svo hann gæti annast flugið. Flugið gekk þó tíðindalaust þar til eftir lendingu í Nuuk þegar verið var að stöðva hreyflana við flugstöðina. Þá heyrðist rödd í hátalarakerfinu: Róbert kominn í hátalarakerfið með jólasveinahúfu á höfði. Kærastan vinstra megin steinhissa að sjá hann um borðSkjáskot/Air Greenland „Þetta er flugstjórinn sem talar. Við erum ekki alveg búin ennþá. Vinsamlegast sitjið aðeins lengur í sætunum.“ Takið svo eftir viðbrögðum konunnar í annarri sætaröð vinstra megin þegar flugstjórinn andartaki síðar kemur út úr klefanum með jólasveinahúfu á höfði og fer í hátalarakerfið: „Kæru gestir. Velkomnir til Nuuk. Ég er með mikilvæga tilkynningu. Það er nefnilega þannig að við erum með mjög sérstakan farþega með okkur. Það er Michala Hansen sem situr í sæti 2B. Við höfum eitt vandamál. Það er þannig að hún er „bara“ kærastan mín, svo við verðum að gera eitthvað í því. Og því vil ég gjarnan spyrja þig, Michala,“ segir hann um leið og hann teygir segir eftir hringnum í vasanum. „Viltu kannski giftast mér?“ „Já, já, það vil ég,“ heyrist hún svara klökk og fagnaðarandvarp fer um farþegarýmið en viðbrögð hennar og annarra flugfarþega má sjá í myndbandinu: Þess má geta að Róbert Evensen er fæddur árið 1981 á Blönduósi þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans eru Þorvaldur Evensen og Charlotta Evensen, sem er færeysk, en þau búa núna í Garðabæ. Róbert tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri og hóf störf hjá Air Greenland eftir atvinnuflugmannspróf. Hann starfaði um tveggja ára skeið hjá Wow Air en þegar það lagði upp laupana færði hann sig aftur yfir til Air Greenland þar sem hann hefur verið flugstjóri síðustu tvö ár. Róbert er búsettur í Kaupmannahöfn, ásamt kærustu sinni, en flýgur reglulega til Grænlands þar sem hann tekur þriggja vikna vinnutarnir, að sögn Þorvaldar föður hans. Fréttir af flugi Brúðkaup Grænland Ástin og lífið WOW Air Húnabyggð Tengdar fréttir Hún sagði „já, já“ við óvæntu bónorði íslenska flugstjórans Íslenskur flugstjóri í innanlandsflugi á Grænlandi kom farþegum sínum sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum og bað einn flugfarþegann um að giftast sér. 2. janúar 2023 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. 28. ágúst 2021 13:13 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
Flugstjórinn og Húnvetningurinn Róbert Lee Evensen og kærasta hans, sem er frá Nuuk, höfðu ákveðið að eyða jólunum saman í höfuðstað Grænlands og vissi hún ekki betur en að hann ætlaði að taka á móti henni á flugvellinum, samkvæmt frásögn grænlenska miðilsins KNR. Kvöldið áður fékk kærastinn hins vegar aðra og stærri hugmynd, eins og sjá má á myndbandi sem Air Greenland birti á facebook-síðu sinni. Dash 8-flugvél Air Greenland á flugvellinum í Nuuk, samskonar og kemur við sögu í fréttinni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Strax um morguninn hóf Róbert að kanna hvort unnt væri að koma þessu í kring og þurfti til þess aðstoð fjölda samtarfsmanna. Síðast en ekki síst þurfti hann að skipta á vakt við félaga sinn svo hann gæti annast flugið. Flugið gekk þó tíðindalaust þar til eftir lendingu í Nuuk þegar verið var að stöðva hreyflana við flugstöðina. Þá heyrðist rödd í hátalarakerfinu: Róbert kominn í hátalarakerfið með jólasveinahúfu á höfði. Kærastan vinstra megin steinhissa að sjá hann um borðSkjáskot/Air Greenland „Þetta er flugstjórinn sem talar. Við erum ekki alveg búin ennþá. Vinsamlegast sitjið aðeins lengur í sætunum.“ Takið svo eftir viðbrögðum konunnar í annarri sætaröð vinstra megin þegar flugstjórinn andartaki síðar kemur út úr klefanum með jólasveinahúfu á höfði og fer í hátalarakerfið: „Kæru gestir. Velkomnir til Nuuk. Ég er með mikilvæga tilkynningu. Það er nefnilega þannig að við erum með mjög sérstakan farþega með okkur. Það er Michala Hansen sem situr í sæti 2B. Við höfum eitt vandamál. Það er þannig að hún er „bara“ kærastan mín, svo við verðum að gera eitthvað í því. Og því vil ég gjarnan spyrja þig, Michala,“ segir hann um leið og hann teygir segir eftir hringnum í vasanum. „Viltu kannski giftast mér?“ „Já, já, það vil ég,“ heyrist hún svara klökk og fagnaðarandvarp fer um farþegarýmið en viðbrögð hennar og annarra flugfarþega má sjá í myndbandinu: Þess má geta að Róbert Evensen er fæddur árið 1981 á Blönduósi þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans eru Þorvaldur Evensen og Charlotta Evensen, sem er færeysk, en þau búa núna í Garðabæ. Róbert tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri og hóf störf hjá Air Greenland eftir atvinnuflugmannspróf. Hann starfaði um tveggja ára skeið hjá Wow Air en þegar það lagði upp laupana færði hann sig aftur yfir til Air Greenland þar sem hann hefur verið flugstjóri síðustu tvö ár. Róbert er búsettur í Kaupmannahöfn, ásamt kærustu sinni, en flýgur reglulega til Grænlands þar sem hann tekur þriggja vikna vinnutarnir, að sögn Þorvaldar föður hans.
Fréttir af flugi Brúðkaup Grænland Ástin og lífið WOW Air Húnabyggð Tengdar fréttir Hún sagði „já, já“ við óvæntu bónorði íslenska flugstjórans Íslenskur flugstjóri í innanlandsflugi á Grænlandi kom farþegum sínum sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum og bað einn flugfarþegann um að giftast sér. 2. janúar 2023 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. 28. ágúst 2021 13:13 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
Hún sagði „já, já“ við óvæntu bónorði íslenska flugstjórans Íslenskur flugstjóri í innanlandsflugi á Grænlandi kom farþegum sínum sannarlega á óvart daginn fyrir Þorláksmessu þegar hann birtist óvænt úr stjórnklefanum og bað einn flugfarþegann um að giftast sér. 2. janúar 2023 21:42
Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50
Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10
Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. 28. ágúst 2021 13:13