Bíó og sjónvarp

Fyrsta stikla fyrstu myndarinnar sem tekin var upp í geimnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Geimstöðin

Framleiðendur fyrstu kvikmyndarinnar sem tekin var upp í geimnum birtu í gær fyrstu stiklu myndarinnar sem ber heitið Áskorunin, eða The Challenge. Myndin var tekin upp í Alþjóðlegu geimstöðinni í október í fyrra.

Leikkonan Yulia Peresild og leikstjórinn Klim Shipenko fóru til geimstöðvarinnar í október og voru þau á braut um jörðu í tæpar tvær vikur. Þeim var skotið á loft með Soyus-eldflaug en geimskotið er einnig sýnt í kvikmyndinni og stiklunni.

Peresild leikur skurðlækni sem fær það hlutverk að hlúa að fárveikum geimfara sem ekki er hægt að senda til jarðar. Auk hennar eru þau Milos Bikovich, Vladimir Mashkov, Oleg Novitsky og fleiri í aðahlutverkum.

Kvikmyndin verður frumsýnd í Rússlandi þann 12. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×