„Þetta er ekki huglægt mat“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. janúar 2023 20:32 Vísir/Steingrímur Dúi Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hversu hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við, og það hratt. Því hafi farið betur en á horfðist. Gamla árið rann sitt skeið á enda í gær í flugeldabjarma eins og endranær en blíðskaparveður var í höfuðborginni á miðnætti. Veðrið var reyndar með besta móti allan gamlársdag þrátt fyrir að gular og appelsínugular viðvaranir hafi gefnar út fyrir vestur og suðurland. Í kjölfarið felldu ferðaskipuleggjendur niður næstum allar ferðir og voru að vonum svekktir þegar kom svo í ljós að lægðin hefði skundað framhjá landinu. Í hádegisfréttum á Bylgjunni sagði Jóhann Már Valdimarsson hjá Tröllaferðum til að mynda að svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. „Já, við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands, segir lægðamiðjuna hafa verið nokkru sunnar en búist var við. „Nei, það svona fór betur en á horfðist. Spárnar gerður ráð fyrir að lægð sem myndaðist hérna fyrir vestan land kæmi hérna yfir og færi þvert yfir rallt landið með tilheyrandi úrkomu og skilum og svona en hún fór svo suður fyrir land og þar af leiðandi sluppum við svona rosalega vel.“ Lægðir geti verið fljótar að breytast. „Þessar litlu lægðir sem bara koma svona þær bara hreyfa sig hratt og þá er orðinn mjög skammur fyrirvari fyrir okkur.“ Eiríkur Örn segir ákvarðanir um viðvaranir vera teknar með tilliti til þeirra gagna sem liggja fyrir. „Þetta er ekki huglægt mat og þetta er ekki einstaklingsákvörðun þegar er farið að koma upp í appelsínuglar eða hvað þá rauðar viðvaranir. Almannavarnir eru almennt með í ákvarðanatöku þegar það eru komnir þessir sterkari litir og fleiri veðurfræðingar en einn.“ Einnig var leitað var eftir svörum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem gáfu ekki kost á viðtali í dag. Veður Áramót Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Gamla árið rann sitt skeið á enda í gær í flugeldabjarma eins og endranær en blíðskaparveður var í höfuðborginni á miðnætti. Veðrið var reyndar með besta móti allan gamlársdag þrátt fyrir að gular og appelsínugular viðvaranir hafi gefnar út fyrir vestur og suðurland. Í kjölfarið felldu ferðaskipuleggjendur niður næstum allar ferðir og voru að vonum svekktir þegar kom svo í ljós að lægðin hefði skundað framhjá landinu. Í hádegisfréttum á Bylgjunni sagði Jóhann Már Valdimarsson hjá Tröllaferðum til að mynda að svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. „Já, við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands, segir lægðamiðjuna hafa verið nokkru sunnar en búist var við. „Nei, það svona fór betur en á horfðist. Spárnar gerður ráð fyrir að lægð sem myndaðist hérna fyrir vestan land kæmi hérna yfir og færi þvert yfir rallt landið með tilheyrandi úrkomu og skilum og svona en hún fór svo suður fyrir land og þar af leiðandi sluppum við svona rosalega vel.“ Lægðir geti verið fljótar að breytast. „Þessar litlu lægðir sem bara koma svona þær bara hreyfa sig hratt og þá er orðinn mjög skammur fyrirvari fyrir okkur.“ Eiríkur Örn segir ákvarðanir um viðvaranir vera teknar með tilliti til þeirra gagna sem liggja fyrir. „Þetta er ekki huglægt mat og þetta er ekki einstaklingsákvörðun þegar er farið að koma upp í appelsínuglar eða hvað þá rauðar viðvaranir. Almannavarnir eru almennt með í ákvarðanatöku þegar það eru komnir þessir sterkari litir og fleiri veðurfræðingar en einn.“ Einnig var leitað var eftir svörum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem gáfu ekki kost á viðtali í dag.
Veður Áramót Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira