„Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. janúar 2023 16:07 Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, sem þekkir sögu skólans manna best. Magnús Hlynur Hreiðarsson Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni. Þau hafa alltaf verið miklar fyrirmyndir fyrir skólann. Skólinn var fyrst og fremst byggður af hugsjónafólki, sem mislíkaði hvernig menntastefna landsins var að þróast. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, þekkir sögu skólans manna best. „Það eru ekki margir, sem vita það að námið hér var tveggja vetra nám í húsmæðrafræðum með mesta áherslu á akademísk fræði. Það var kennd hér íslenska, danska, stærfræði, rekstrarreikningur og bókhald, heilbrigðisfræði, matarefnafræði og bókmenntir og menning. Það var lögð gríðarleg áhersla á að mennta stúlkur en það voru eingöngu stúlkur, sem fengu að koma hingað því þær fengu ekki aðgang að annarri menntun í landinu,“ segir Bryndís. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni.Aðsend Bryndís segir að stúlkurnar hafi oftast komið af fátækum heimilum og áttu kannski ekki mikil tækifæri í lífinu en með skólagöngu á Hallormsstað hafi heimurinn opnast fyrir þeim og tækifærin fyrir þær hafi verið mikil til að skapa sér nýtt líf. Hún segist enn þá hugsa um kennsluna á fyrstu árum skólans og hvað þau Sigrún og Benedikt voru mögnuð í sínu starfi fyrir skólann. „Þau kenndu hér grænmetisræktun og á vorin voru opin námskeið um hvernig á að rækta grænmeti. Þau kenndu súrkálsgerð, þau kenndu fullnýtingu á öllu í tengslum við sláturtíðina en það verk var meira til að lifa af því í dag erum við orðin svo háð kerfinu, við förum bara út í búð og kaupum það sem við viljum. Þau þurftu að skapa sér allt úr því, sem þau höfðu hér,“ segir Bryndís Fiona enn fremur. Í dag eru 15 nemendur í staðarnámi í skólanum en fjöldinn allur sækir allskonar námskeið á vegum skólans á hverri önn. Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni. Þau hafa alltaf verið miklar fyrirmyndir fyrir skólann. Skólinn var fyrst og fremst byggður af hugsjónafólki, sem mislíkaði hvernig menntastefna landsins var að þróast. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla, þekkir sögu skólans manna best. „Það eru ekki margir, sem vita það að námið hér var tveggja vetra nám í húsmæðrafræðum með mesta áherslu á akademísk fræði. Það var kennd hér íslenska, danska, stærfræði, rekstrarreikningur og bókhald, heilbrigðisfræði, matarefnafræði og bókmenntir og menning. Það var lögð gríðarleg áhersla á að mennta stúlkur en það voru eingöngu stúlkur, sem fengu að koma hingað því þær fengu ekki aðgang að annarri menntun í landinu,“ segir Bryndís. Hallormsstaðarskóli var fyrst settur 1. nóvember 1930 en það var Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði skólann, ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Gísla Magnússyni.Aðsend Bryndís segir að stúlkurnar hafi oftast komið af fátækum heimilum og áttu kannski ekki mikil tækifæri í lífinu en með skólagöngu á Hallormsstað hafi heimurinn opnast fyrir þeim og tækifærin fyrir þær hafi verið mikil til að skapa sér nýtt líf. Hún segist enn þá hugsa um kennsluna á fyrstu árum skólans og hvað þau Sigrún og Benedikt voru mögnuð í sínu starfi fyrir skólann. „Þau kenndu hér grænmetisræktun og á vorin voru opin námskeið um hvernig á að rækta grænmeti. Þau kenndu súrkálsgerð, þau kenndu fullnýtingu á öllu í tengslum við sláturtíðina en það verk var meira til að lifa af því í dag erum við orðin svo háð kerfinu, við förum bara út í búð og kaupum það sem við viljum. Þau þurftu að skapa sér allt úr því, sem þau höfðu hér,“ segir Bryndís Fiona enn fremur. Í dag eru 15 nemendur í staðarnámi í skólanum en fjöldinn allur sækir allskonar námskeið á vegum skólans á hverri önn.
Múlaþing Skóla - og menntamál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira