Ekki skjóta sendiboðann Valgerður Árnadóttir skrifar 1. janúar 2023 17:31 Biskup Íslands vildi meina í nýlegu jólaávarpi sínu að þöggun ríki um Guð og Jesú. Það er ýmislegt hægt að segja um óvinsældir kirkjunnar og ástæður þess að fólk segir sig í hrönnum úr þjóðkirkjunni en biskupinn hefur eitthvað ruglast í hugtökum hvað það varðar. Sú þöggun sem hefur ríkt er þöggun kirkjunnar sjálfrar hvað varðar presta sem uppvísir hafa að verið að kyndbundnu- og kynferðisofbeldi gagnvart sóknarbörnum sínum. Með tilkomu internetsins hafa öll í samfélaginu rödd og margir kjósa að nota hana. En það má ekki ein manneskja koma fram og segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir án þess að þúsund annarra véfengja frásögn hennar og drusluskamma hana, jafnvel í tilvikum þar sem vitni eru að atburðum og gerendur biðjast afsökunar eru aðilar sem kjósa að trúa ekki þeim sem segja frá og saka þau jafnvel um að hafa átt ofbeldið skilið. Fólk sem stígur fram og segir frá ofbeldi er hugrakkt, það þarf mikinn styrk til að þola þá rætnu og ljótu umræðu sem þau verða fyrir í kjölfar þess og það tekur á andlega. Þetta vita þau sem kjósa að segja frá en gera það samt, þau gera það ekki bara fyrir sig heldur líka fyrir aðra, til að vara aðra við ofbeldismönnum, til að skila skömminni og til að uppræta þá þöggun sem hefur ríkt um ofbeldi gegn konum og kvárum í gegnum aldirnar. Sagan segir okkur að siðferðislegar breytingar og byltingar hafa tekið tíma, það eru alltaf háværar raddir sem vilja halda sínum forréttindum og verja sína hagsmuni með því að mótmæla, gera lítið úr eða þagga niður raddir þeirra sem brotið er á. Það sorglegasta er þó að mörg þeirra sem gera lítið úr þeim sem varpa ljósi á upplifanir sínar hafa sjálf orðið fyrir óréttlæti og ofbeldi en ekki þorað að segja frá. Fólk sem triggerast af umræðunni og finnst jafnvel fyrst að þau þögðu að þá eigi aðrir að gera slíkt hið sama. Það er í eðli mannsins að verja sig og sínar hefðir og venjur jafnvel þegar þær gagnast okkur í raun ekki neitt nema til þess eins að viðhalda óbreyttu ástandi og þægindaramma. Nú um jólin var á RÚV sýnd hugljúf heimildamynd um Árna, einstæðing sem varð sameinaður stórfjölskyldu sem hann vissi ekki af fyrr en á áttræðisaldri, við fylgdum þessu einstaka ljúfmenni sem þrátt fyrir aldur sýndi það hugrekki að breyta lífi sínu, rífa sig upp og ferðast til vesturstrandar Bandaríkjanna til að opna hjarta sitt fyrir nýrri fjölskyldu og upplifunum. Ekki var annað hægt en að hrífast með og veitti saga hans von um að það sé aldrei of seint að ögra sér, að stíga út fyrir þægindarammann og breyta til, það getur jafnvel veitt hamingju og gleði sem man vissi ekki að man færi á mis við. Við lifum á tímum mikilla breytinga. Þöggun og afneitun er ein stærsta andstaða við þær nauðsynlegu breytingar sem við þurfum sem mannkyn að gera til að lifa af sem tegund. Við sem höfum tileinkað okkur að varpa ljósi á þær ógnir sem steðja að verðum fyrir stöðugu aðkasti. Hvort sem við tölum um loftslagsbreytingar, fyrir réttindum jaðarsettra, gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, fyrir vernd dýra og náttúru eða jöfnuði manna þá mætum við andstöðu kverúlanta sem hæðast að okkur og kallar okkur „góða fólkið”, svona eins og það sé slæmt að reyna sitt besta að vera góð manneskja!? Margt baráttufólk brennur út og gefst upp til að fá frið. En það er hættulegt, því í skjóli þöggunar og ógagnsæis er td. hægt að selja ríkisbanka til útvalinna aðilla, fjársvelta heilbrigðiskerfi til að einkavæða það, spilling, kúgun og frændhygli grasserar og ójöfnuður eykst. Mengandi stóriðja rís og eyðileggur náttúru okkar og auðlindir. Hin valdamiklu gefa almenningi ekki réttindi eða bætt kjör á silfurfati, við höfum alltaf þurft berjast fyrir betrumbótum. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og krefjumst þess að stjórnvöld taki ábyrgð, fari vel með sameiginlegar auðlindir okkar, tryggi velferð manna, dýra og náttúru og að við gerum það sem þarf til að sporna við loftslagbreytingum. Að kúldrast í eigin þægindaramma og vera á móti öllum breytingum, jafnvel lífsnauðsynlegum breytingum, er merki um stöðnun og óbreytt ástand mun ganga af okkur dauðum. Í upphafi árs ættum við öll að líta í eigin barm og hugsa okkur hvað við getum gert til að hafa áhrif til góðs og hvernig við notum rödd okkar. Verum meira eins og Árni í „Velkominn Árni” og tökum breytingum fagnandi því án þeirra þróumst við ekkert og upplifum ekkert nýtt. Gleðilegt nýtt ár! Höfunduur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og talskona átaksins Veganúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Biskup Íslands vildi meina í nýlegu jólaávarpi sínu að þöggun ríki um Guð og Jesú. Það er ýmislegt hægt að segja um óvinsældir kirkjunnar og ástæður þess að fólk segir sig í hrönnum úr þjóðkirkjunni en biskupinn hefur eitthvað ruglast í hugtökum hvað það varðar. Sú þöggun sem hefur ríkt er þöggun kirkjunnar sjálfrar hvað varðar presta sem uppvísir hafa að verið að kyndbundnu- og kynferðisofbeldi gagnvart sóknarbörnum sínum. Með tilkomu internetsins hafa öll í samfélaginu rödd og margir kjósa að nota hana. En það má ekki ein manneskja koma fram og segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir án þess að þúsund annarra véfengja frásögn hennar og drusluskamma hana, jafnvel í tilvikum þar sem vitni eru að atburðum og gerendur biðjast afsökunar eru aðilar sem kjósa að trúa ekki þeim sem segja frá og saka þau jafnvel um að hafa átt ofbeldið skilið. Fólk sem stígur fram og segir frá ofbeldi er hugrakkt, það þarf mikinn styrk til að þola þá rætnu og ljótu umræðu sem þau verða fyrir í kjölfar þess og það tekur á andlega. Þetta vita þau sem kjósa að segja frá en gera það samt, þau gera það ekki bara fyrir sig heldur líka fyrir aðra, til að vara aðra við ofbeldismönnum, til að skila skömminni og til að uppræta þá þöggun sem hefur ríkt um ofbeldi gegn konum og kvárum í gegnum aldirnar. Sagan segir okkur að siðferðislegar breytingar og byltingar hafa tekið tíma, það eru alltaf háværar raddir sem vilja halda sínum forréttindum og verja sína hagsmuni með því að mótmæla, gera lítið úr eða þagga niður raddir þeirra sem brotið er á. Það sorglegasta er þó að mörg þeirra sem gera lítið úr þeim sem varpa ljósi á upplifanir sínar hafa sjálf orðið fyrir óréttlæti og ofbeldi en ekki þorað að segja frá. Fólk sem triggerast af umræðunni og finnst jafnvel fyrst að þau þögðu að þá eigi aðrir að gera slíkt hið sama. Það er í eðli mannsins að verja sig og sínar hefðir og venjur jafnvel þegar þær gagnast okkur í raun ekki neitt nema til þess eins að viðhalda óbreyttu ástandi og þægindaramma. Nú um jólin var á RÚV sýnd hugljúf heimildamynd um Árna, einstæðing sem varð sameinaður stórfjölskyldu sem hann vissi ekki af fyrr en á áttræðisaldri, við fylgdum þessu einstaka ljúfmenni sem þrátt fyrir aldur sýndi það hugrekki að breyta lífi sínu, rífa sig upp og ferðast til vesturstrandar Bandaríkjanna til að opna hjarta sitt fyrir nýrri fjölskyldu og upplifunum. Ekki var annað hægt en að hrífast með og veitti saga hans von um að það sé aldrei of seint að ögra sér, að stíga út fyrir þægindarammann og breyta til, það getur jafnvel veitt hamingju og gleði sem man vissi ekki að man færi á mis við. Við lifum á tímum mikilla breytinga. Þöggun og afneitun er ein stærsta andstaða við þær nauðsynlegu breytingar sem við þurfum sem mannkyn að gera til að lifa af sem tegund. Við sem höfum tileinkað okkur að varpa ljósi á þær ógnir sem steðja að verðum fyrir stöðugu aðkasti. Hvort sem við tölum um loftslagsbreytingar, fyrir réttindum jaðarsettra, gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, fyrir vernd dýra og náttúru eða jöfnuði manna þá mætum við andstöðu kverúlanta sem hæðast að okkur og kallar okkur „góða fólkið”, svona eins og það sé slæmt að reyna sitt besta að vera góð manneskja!? Margt baráttufólk brennur út og gefst upp til að fá frið. En það er hættulegt, því í skjóli þöggunar og ógagnsæis er td. hægt að selja ríkisbanka til útvalinna aðilla, fjársvelta heilbrigðiskerfi til að einkavæða það, spilling, kúgun og frændhygli grasserar og ójöfnuður eykst. Mengandi stóriðja rís og eyðileggur náttúru okkar og auðlindir. Hin valdamiklu gefa almenningi ekki réttindi eða bætt kjör á silfurfati, við höfum alltaf þurft berjast fyrir betrumbótum. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og krefjumst þess að stjórnvöld taki ábyrgð, fari vel með sameiginlegar auðlindir okkar, tryggi velferð manna, dýra og náttúru og að við gerum það sem þarf til að sporna við loftslagbreytingum. Að kúldrast í eigin þægindaramma og vera á móti öllum breytingum, jafnvel lífsnauðsynlegum breytingum, er merki um stöðnun og óbreytt ástand mun ganga af okkur dauðum. Í upphafi árs ættum við öll að líta í eigin barm og hugsa okkur hvað við getum gert til að hafa áhrif til góðs og hvernig við notum rödd okkar. Verum meira eins og Árni í „Velkominn Árni” og tökum breytingum fagnandi því án þeirra þróumst við ekkert og upplifum ekkert nýtt. Gleðilegt nýtt ár! Höfunduur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og talskona átaksins Veganúar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun