Ekki skjóta sendiboðann Valgerður Árnadóttir skrifar 1. janúar 2023 17:31 Biskup Íslands vildi meina í nýlegu jólaávarpi sínu að þöggun ríki um Guð og Jesú. Það er ýmislegt hægt að segja um óvinsældir kirkjunnar og ástæður þess að fólk segir sig í hrönnum úr þjóðkirkjunni en biskupinn hefur eitthvað ruglast í hugtökum hvað það varðar. Sú þöggun sem hefur ríkt er þöggun kirkjunnar sjálfrar hvað varðar presta sem uppvísir hafa að verið að kyndbundnu- og kynferðisofbeldi gagnvart sóknarbörnum sínum. Með tilkomu internetsins hafa öll í samfélaginu rödd og margir kjósa að nota hana. En það má ekki ein manneskja koma fram og segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir án þess að þúsund annarra véfengja frásögn hennar og drusluskamma hana, jafnvel í tilvikum þar sem vitni eru að atburðum og gerendur biðjast afsökunar eru aðilar sem kjósa að trúa ekki þeim sem segja frá og saka þau jafnvel um að hafa átt ofbeldið skilið. Fólk sem stígur fram og segir frá ofbeldi er hugrakkt, það þarf mikinn styrk til að þola þá rætnu og ljótu umræðu sem þau verða fyrir í kjölfar þess og það tekur á andlega. Þetta vita þau sem kjósa að segja frá en gera það samt, þau gera það ekki bara fyrir sig heldur líka fyrir aðra, til að vara aðra við ofbeldismönnum, til að skila skömminni og til að uppræta þá þöggun sem hefur ríkt um ofbeldi gegn konum og kvárum í gegnum aldirnar. Sagan segir okkur að siðferðislegar breytingar og byltingar hafa tekið tíma, það eru alltaf háværar raddir sem vilja halda sínum forréttindum og verja sína hagsmuni með því að mótmæla, gera lítið úr eða þagga niður raddir þeirra sem brotið er á. Það sorglegasta er þó að mörg þeirra sem gera lítið úr þeim sem varpa ljósi á upplifanir sínar hafa sjálf orðið fyrir óréttlæti og ofbeldi en ekki þorað að segja frá. Fólk sem triggerast af umræðunni og finnst jafnvel fyrst að þau þögðu að þá eigi aðrir að gera slíkt hið sama. Það er í eðli mannsins að verja sig og sínar hefðir og venjur jafnvel þegar þær gagnast okkur í raun ekki neitt nema til þess eins að viðhalda óbreyttu ástandi og þægindaramma. Nú um jólin var á RÚV sýnd hugljúf heimildamynd um Árna, einstæðing sem varð sameinaður stórfjölskyldu sem hann vissi ekki af fyrr en á áttræðisaldri, við fylgdum þessu einstaka ljúfmenni sem þrátt fyrir aldur sýndi það hugrekki að breyta lífi sínu, rífa sig upp og ferðast til vesturstrandar Bandaríkjanna til að opna hjarta sitt fyrir nýrri fjölskyldu og upplifunum. Ekki var annað hægt en að hrífast með og veitti saga hans von um að það sé aldrei of seint að ögra sér, að stíga út fyrir þægindarammann og breyta til, það getur jafnvel veitt hamingju og gleði sem man vissi ekki að man færi á mis við. Við lifum á tímum mikilla breytinga. Þöggun og afneitun er ein stærsta andstaða við þær nauðsynlegu breytingar sem við þurfum sem mannkyn að gera til að lifa af sem tegund. Við sem höfum tileinkað okkur að varpa ljósi á þær ógnir sem steðja að verðum fyrir stöðugu aðkasti. Hvort sem við tölum um loftslagsbreytingar, fyrir réttindum jaðarsettra, gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, fyrir vernd dýra og náttúru eða jöfnuði manna þá mætum við andstöðu kverúlanta sem hæðast að okkur og kallar okkur „góða fólkið”, svona eins og það sé slæmt að reyna sitt besta að vera góð manneskja!? Margt baráttufólk brennur út og gefst upp til að fá frið. En það er hættulegt, því í skjóli þöggunar og ógagnsæis er td. hægt að selja ríkisbanka til útvalinna aðilla, fjársvelta heilbrigðiskerfi til að einkavæða það, spilling, kúgun og frændhygli grasserar og ójöfnuður eykst. Mengandi stóriðja rís og eyðileggur náttúru okkar og auðlindir. Hin valdamiklu gefa almenningi ekki réttindi eða bætt kjör á silfurfati, við höfum alltaf þurft berjast fyrir betrumbótum. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og krefjumst þess að stjórnvöld taki ábyrgð, fari vel með sameiginlegar auðlindir okkar, tryggi velferð manna, dýra og náttúru og að við gerum það sem þarf til að sporna við loftslagbreytingum. Að kúldrast í eigin þægindaramma og vera á móti öllum breytingum, jafnvel lífsnauðsynlegum breytingum, er merki um stöðnun og óbreytt ástand mun ganga af okkur dauðum. Í upphafi árs ættum við öll að líta í eigin barm og hugsa okkur hvað við getum gert til að hafa áhrif til góðs og hvernig við notum rödd okkar. Verum meira eins og Árni í „Velkominn Árni” og tökum breytingum fagnandi því án þeirra þróumst við ekkert og upplifum ekkert nýtt. Gleðilegt nýtt ár! Höfunduur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og talskona átaksins Veganúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Biskup Íslands vildi meina í nýlegu jólaávarpi sínu að þöggun ríki um Guð og Jesú. Það er ýmislegt hægt að segja um óvinsældir kirkjunnar og ástæður þess að fólk segir sig í hrönnum úr þjóðkirkjunni en biskupinn hefur eitthvað ruglast í hugtökum hvað það varðar. Sú þöggun sem hefur ríkt er þöggun kirkjunnar sjálfrar hvað varðar presta sem uppvísir hafa að verið að kyndbundnu- og kynferðisofbeldi gagnvart sóknarbörnum sínum. Með tilkomu internetsins hafa öll í samfélaginu rödd og margir kjósa að nota hana. En það má ekki ein manneskja koma fram og segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir án þess að þúsund annarra véfengja frásögn hennar og drusluskamma hana, jafnvel í tilvikum þar sem vitni eru að atburðum og gerendur biðjast afsökunar eru aðilar sem kjósa að trúa ekki þeim sem segja frá og saka þau jafnvel um að hafa átt ofbeldið skilið. Fólk sem stígur fram og segir frá ofbeldi er hugrakkt, það þarf mikinn styrk til að þola þá rætnu og ljótu umræðu sem þau verða fyrir í kjölfar þess og það tekur á andlega. Þetta vita þau sem kjósa að segja frá en gera það samt, þau gera það ekki bara fyrir sig heldur líka fyrir aðra, til að vara aðra við ofbeldismönnum, til að skila skömminni og til að uppræta þá þöggun sem hefur ríkt um ofbeldi gegn konum og kvárum í gegnum aldirnar. Sagan segir okkur að siðferðislegar breytingar og byltingar hafa tekið tíma, það eru alltaf háværar raddir sem vilja halda sínum forréttindum og verja sína hagsmuni með því að mótmæla, gera lítið úr eða þagga niður raddir þeirra sem brotið er á. Það sorglegasta er þó að mörg þeirra sem gera lítið úr þeim sem varpa ljósi á upplifanir sínar hafa sjálf orðið fyrir óréttlæti og ofbeldi en ekki þorað að segja frá. Fólk sem triggerast af umræðunni og finnst jafnvel fyrst að þau þögðu að þá eigi aðrir að gera slíkt hið sama. Það er í eðli mannsins að verja sig og sínar hefðir og venjur jafnvel þegar þær gagnast okkur í raun ekki neitt nema til þess eins að viðhalda óbreyttu ástandi og þægindaramma. Nú um jólin var á RÚV sýnd hugljúf heimildamynd um Árna, einstæðing sem varð sameinaður stórfjölskyldu sem hann vissi ekki af fyrr en á áttræðisaldri, við fylgdum þessu einstaka ljúfmenni sem þrátt fyrir aldur sýndi það hugrekki að breyta lífi sínu, rífa sig upp og ferðast til vesturstrandar Bandaríkjanna til að opna hjarta sitt fyrir nýrri fjölskyldu og upplifunum. Ekki var annað hægt en að hrífast með og veitti saga hans von um að það sé aldrei of seint að ögra sér, að stíga út fyrir þægindarammann og breyta til, það getur jafnvel veitt hamingju og gleði sem man vissi ekki að man færi á mis við. Við lifum á tímum mikilla breytinga. Þöggun og afneitun er ein stærsta andstaða við þær nauðsynlegu breytingar sem við þurfum sem mannkyn að gera til að lifa af sem tegund. Við sem höfum tileinkað okkur að varpa ljósi á þær ógnir sem steðja að verðum fyrir stöðugu aðkasti. Hvort sem við tölum um loftslagsbreytingar, fyrir réttindum jaðarsettra, gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, fyrir vernd dýra og náttúru eða jöfnuði manna þá mætum við andstöðu kverúlanta sem hæðast að okkur og kallar okkur „góða fólkið”, svona eins og það sé slæmt að reyna sitt besta að vera góð manneskja!? Margt baráttufólk brennur út og gefst upp til að fá frið. En það er hættulegt, því í skjóli þöggunar og ógagnsæis er td. hægt að selja ríkisbanka til útvalinna aðilla, fjársvelta heilbrigðiskerfi til að einkavæða það, spilling, kúgun og frændhygli grasserar og ójöfnuður eykst. Mengandi stóriðja rís og eyðileggur náttúru okkar og auðlindir. Hin valdamiklu gefa almenningi ekki réttindi eða bætt kjör á silfurfati, við höfum alltaf þurft berjast fyrir betrumbótum. Það er mikilvægt að við sýnum samstöðu og krefjumst þess að stjórnvöld taki ábyrgð, fari vel með sameiginlegar auðlindir okkar, tryggi velferð manna, dýra og náttúru og að við gerum það sem þarf til að sporna við loftslagbreytingum. Að kúldrast í eigin þægindaramma og vera á móti öllum breytingum, jafnvel lífsnauðsynlegum breytingum, er merki um stöðnun og óbreytt ástand mun ganga af okkur dauðum. Í upphafi árs ættum við öll að líta í eigin barm og hugsa okkur hvað við getum gert til að hafa áhrif til góðs og hvernig við notum rödd okkar. Verum meira eins og Árni í „Velkominn Árni” og tökum breytingum fagnandi því án þeirra þróumst við ekkert og upplifum ekkert nýtt. Gleðilegt nýtt ár! Höfunduur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi og talskona átaksins Veganúar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun