Ísak Bergmann þurfti að fara í aðgerð: „Átti erfitt með að anda með nefinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. janúar 2023 07:00 Ísak Bergmann í leik gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Dave Howarth/Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, gekkst undir aðgerð á nefi nú á dögunum. Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl eins og fram hefur komið á Vísi en hann greindi einnig frá því að hann hefði nýtt fríið hér á landi til að lagfæra nefið á sér. Ekki var þó um hefðbundna lýtaaðgerð að ræða og er Ísak Bergmann að öllum líkindum mjög ánægður með hvernig nefið á sér lítur út. Hann þurfti hins vegar að láta laga það þar sem það var farið að hafa áhrif á atvinnu hans, að spila fótbolta. „Ég er allur að koma til,“ segir Ísak Bergmann er hann var spurður út í aðgerðina sem hann var í. „Þetta var sem sagt nefaðgerð þar sem ég hef átt í erfiðleikum með að anda með nefinu. Var að sofa illa, er líklegast með kæfisvefn líka. Endurheimtan var ekki nægilega góð hjá mér og mikilvægt að klára þetta,“ bætti þessi 19 ára gamli fótboltamaður við. Ísak Bergmann er á sínu öðru ári hjá FCK eftir að hafa verið keyptur frá Norrköping í Svíþjóð á dágóða summu. Liðið er ríkjandi meistari og er að koma til eftir slæma byrjun. Ísak segir ekkert annað koma til greina en að verja titilinn. Hann hefur æfingar með liðinu skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl eins og fram hefur komið á Vísi en hann greindi einnig frá því að hann hefði nýtt fríið hér á landi til að lagfæra nefið á sér. Ekki var þó um hefðbundna lýtaaðgerð að ræða og er Ísak Bergmann að öllum líkindum mjög ánægður með hvernig nefið á sér lítur út. Hann þurfti hins vegar að láta laga það þar sem það var farið að hafa áhrif á atvinnu hans, að spila fótbolta. „Ég er allur að koma til,“ segir Ísak Bergmann er hann var spurður út í aðgerðina sem hann var í. „Þetta var sem sagt nefaðgerð þar sem ég hef átt í erfiðleikum með að anda með nefinu. Var að sofa illa, er líklegast með kæfisvefn líka. Endurheimtan var ekki nægilega góð hjá mér og mikilvægt að klára þetta,“ bætti þessi 19 ára gamli fótboltamaður við. Ísak Bergmann er á sínu öðru ári hjá FCK eftir að hafa verið keyptur frá Norrköping í Svíþjóð á dágóða summu. Liðið er ríkjandi meistari og er að koma til eftir slæma byrjun. Ísak segir ekkert annað koma til greina en að verja titilinn. Hann hefur æfingar með liðinu skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira