Ísak Bergmann þurfti að fara í aðgerð: „Átti erfitt með að anda með nefinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. janúar 2023 07:00 Ísak Bergmann í leik gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Dave Howarth/Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, gekkst undir aðgerð á nefi nú á dögunum. Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl eins og fram hefur komið á Vísi en hann greindi einnig frá því að hann hefði nýtt fríið hér á landi til að lagfæra nefið á sér. Ekki var þó um hefðbundna lýtaaðgerð að ræða og er Ísak Bergmann að öllum líkindum mjög ánægður með hvernig nefið á sér lítur út. Hann þurfti hins vegar að láta laga það þar sem það var farið að hafa áhrif á atvinnu hans, að spila fótbolta. „Ég er allur að koma til,“ segir Ísak Bergmann er hann var spurður út í aðgerðina sem hann var í. „Þetta var sem sagt nefaðgerð þar sem ég hef átt í erfiðleikum með að anda með nefinu. Var að sofa illa, er líklegast með kæfisvefn líka. Endurheimtan var ekki nægilega góð hjá mér og mikilvægt að klára þetta,“ bætti þessi 19 ára gamli fótboltamaður við. Ísak Bergmann er á sínu öðru ári hjá FCK eftir að hafa verið keyptur frá Norrköping í Svíþjóð á dágóða summu. Liðið er ríkjandi meistari og er að koma til eftir slæma byrjun. Ísak segir ekkert annað koma til greina en að verja titilinn. Hann hefur æfingar með liðinu skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Ísak Bergmann var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir víðan völl eins og fram hefur komið á Vísi en hann greindi einnig frá því að hann hefði nýtt fríið hér á landi til að lagfæra nefið á sér. Ekki var þó um hefðbundna lýtaaðgerð að ræða og er Ísak Bergmann að öllum líkindum mjög ánægður með hvernig nefið á sér lítur út. Hann þurfti hins vegar að láta laga það þar sem það var farið að hafa áhrif á atvinnu hans, að spila fótbolta. „Ég er allur að koma til,“ segir Ísak Bergmann er hann var spurður út í aðgerðina sem hann var í. „Þetta var sem sagt nefaðgerð þar sem ég hef átt í erfiðleikum með að anda með nefinu. Var að sofa illa, er líklegast með kæfisvefn líka. Endurheimtan var ekki nægilega góð hjá mér og mikilvægt að klára þetta,“ bætti þessi 19 ára gamli fótboltamaður við. Ísak Bergmann er á sínu öðru ári hjá FCK eftir að hafa verið keyptur frá Norrköping í Svíþjóð á dágóða summu. Liðið er ríkjandi meistari og er að koma til eftir slæma byrjun. Ísak segir ekkert annað koma til greina en að verja titilinn. Hann hefur æfingar með liðinu skömmu eftir áramót en danska úrvalsdeildin fer ekki af stað á nýjan leik fyrr en 17. febrúar næstkomandi. Viðtalið við Ísak Bergmann má hlusta á hér að neðan.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira