Annálar ársins 2022: Stríð, dauði drottningar, mygla, mistök og tásumyndir Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 31. desember 2022 09:22 Annálar ársins eru fjölbreyttir. Fréttastofa rifjaði í desember upp það helsta á fréttaárinu sem er að líða. Stöð 2 Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjaði í desember upp það helsta sem gerðist á árinu sem er að líða í formi tuttugu annála sem birtir voru alla virka daga. Hér að neðan má finna alla annála ársins. Við byrjuðum á jákvæðu nótunum, sigrum og sigurvegurum ársins. Sigrarnir voru fjölbreyttir og náðu allt frá stjórn- og kjaramálum yfir í björgunaraðgerðir, löng skegg og hetjudáðir sem ættu frekar heima í kvikmyndum en raunheimum. Árið var ekki jafn laust við kórónaveiruna og jákvæðustu menn þorðu að vona. Harðar sóttvarnaraðgerðir tóku gildi í byrjun árs, samstaðan minnkaði og þolinmæði þjóðarinnar virtist að þrotum komin. Samkomutakmarkanirnar heyrðu þó fljótt sögunni til og var afléttingu þeirra fagnað verulega. Allt var svo sannarlega „látið gossa“. Á meðan allt var „látið gossa“ fór svo að gjósa. Eldgos hófst í Meradölum og íbúar í Grindavík fögnuðu langþráðum svefni eftir andvökunæturnar vegna jarðskjálfta á svæðinu. Ferðalangar grétu og hlógu til skiptis þegar þeir sáu gosið í fyrsta sinn og björgunarsveitir áttu fullt í fangi með það að bjarga illa búnum gestum. Hústökuleikskóli, tóm loforð, mygla og mannekla voru einkennandi fyrir skólamál ársins sem er að líða. Foreldrar sem fengu ekki pláss fyrir börnin sín á leikskólum borgarinnar mættu í ráðhús Reykjavíkur með börnin sín og kröfðust svara. Á sama tíma mætti segja að myglufaraldur hafi komið upp í skólum landsins. Þjóðargersemin Magnús Hlynur Hreiðarsson stóð fyrir sínu á árinu og færði landsmönnum öllum gleðitíðindi í gegnum sjónvarpsskjáinn. Magnús Hlynur ferðaðist víða og sýndi okkur það skemmtilega sem íslenskt mann- og dýralíf hafði upp á að bjóða. Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar og standa átökin enn yfir. Heimurinn fylgdist skelkaður með gangi mála, Úkraína sótti um aðild í NATO og Evrópusambandinu og Íslendingar, sem og aðrar þjóðir, mótmæltu innrásinni. Pútín setti herkvaðningu af stað og Zelenskiy stóð staðfastur og kallaði eftir aðstoð frá öðrum þjóðum. Sveitarstjórnarkosningarnar tóku stórt pláss á skjám landsmanna í vor. Mörgum borgarbúum þótti greinilega bara best að kjósa Framsókn og skiptu Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson með sér borgarstjórasætinu að lokum. Akureyringar kusu um framgang útikatta og oddviti Fjarðarlistans eignaðist barn í miðjum meirihlutaviðræðum. Mikið hefur gengið á utan landsteinanna þetta árið. Söguleg átök hófust í Íran þegar ung kona að nafni Mahsa Jina Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Mótmæli í kjölfar andláts hennar standa enn yfir og hafa þúsundir tekið þátt. Elísabet II Bretlandsdrottning lést, Bretum til mikils ama og Karl Bretaprins, eða öllu heldur Bretlandskonungur tók við. Þar að auki hafa þrír sinnt embætti forsætisráðherra Bretlands á árinu og í fyrsta sinn í sögu Ítalíu tók kona við embætti forsætisráðherra. Mikið rót var innan verkalýðshreyfingarinnar. Nýtt fólk tók við, samskipti voru sögð ganga erfiðlega, vináttur héngu á bláþræði, samvinna virtist fjarlæg og nýja verkalýðsforystan klofnaði. Þá voru vöfflur á endanum bakaðar í Karphúsinu undir lok árs. Djammþyrstir Íslendingar tóku gleði sína á ný eftir erfiðar samkomutakmarkanir og partýlaus ár. Faðmlög voru ekki lengur á bannlista og virtist kórónuveirufaraldurinn horfinn úr hugum margra. Það varð aftur gott að vera til. Já, djammið vaknaði af værum svefni og Íslendingar fóru aftur að færa sig út fyrir landsteinanna. Við slógum ferðamet og flykktumst til Tenerife en á meðan hafði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri verulegar áhyggjur af tásumyndum. Verðbólgan steig upp úr öllu valdi, stýrivextir hækkuðu og bensínlítrinn dýrari en áður. Dýraannállinn þetta árið var ansi myrkur. Heimiliskisan Nóra týndist þegar hún var í haldi yfirvalda eftir að nágranni kvartaði yfir kattarskít í beðum sínum. Svanur með beyglaðan háls olli áhyggjum hjá borgarbúum og greint var frá meintu dýraníði í Borgarfirði. Ljósu punktar fréttastofu voru gæfir hrafnar, aldraður hundur og ánægðir íbúar dýragarða hjá Félagsstofnun stúdenta. Mikil aukning varð á alvarlegum ofbeldisbrotum í ár. Menn voru handteknir fyrir meint skipulag hryðjuverks, eggvopnum virtist beitt í meiri mæli og lögreglan lagði hald á gífurlegt magn fíkniefna. Þá beindi lögreglan spjótum sínum að blaðamönnum eða forðaðist að veita blaðamönnum upplýsingar á víxl. Pólitíkin komst aftur í eðlilegt horf eftir kórónaveirufaraldurinn og mátti ef til vill sjá það á skandölum ársins. Mál flóttafólks tóku mikið pláss, þjóðin hneykslaðist yfir valdbeitingu lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns og tekist var á um sölu Íslandsbanka svo fátt eitt sé nefnt. Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson tókust á um formannssæti og plan Bjarni sigraði á endanum. Þá tók Kristrún Frostadóttir við embætti formanns Samfylkingarinnar. Veðurfræðingarnir fengu engan frið í ár en veðuröfgarnar sýndu sig svo sannarlega. Skógareldar og hörmungar vegna hamfarahlýnunar voru víða um heim. Snjóflóð á Vestfjörðum og ekta íslenskt rok lék fólk grátt. Hamarshöllin fauk í burt og veglokanir voru fólki til mikils ama. Ferðamennirnir fengu að upplifa almennilegt vont veður og aldrei hafa verið gefnar út fleiri rauðar veðurviðvaranir. Ár stjarnanna var svo sannarlega viðburðaríkt. Hljóðið frá öflugum kinnhesti Will Smith á Óskarsverðlaunahátíðinni ómaði vel og lengi inn í árið eftir umdeildan brandara Chris Rock. Nýju íslensku raunveruleikaþættirnir LXS litu dagsins ljós, hulunni var svipt af tónlistarmanninum Húgó og Bachelor tárin streymdu um Hörpuna. Johnny Depp og Amber Heard tókust á í dómssal, Britney Spears gifti sig, Taylor Swift missteig sig í miðasölu og Lindsay Lohan sneri aftur á skjáinn. Slaufanir og afslaufanir voru til umræðu eins og síðustu ár. Slaufun var líkt við mannorðsmorð en sumir sem sagðir voru hafa orðið fyrir slaufun sneru til baka eftir að hafa dregið sig í hlé. Menntaskólanemar skiluðu skömminni og börðust fyrir því að staða þolenda yrði bætt. Kórónaveirufaraldurinn setti strik í reikninginn í byrjun íþróttaársins, grímur voru enn uppi, leikmenn vantaði og stórmót í handbolta á næsrta leyti. Valsmenn sópuðu að sér titlum sama hvort litið var til handbolta, fótbolta eða körfubolta. Talandi um körfubolta, þá varð kvennalið Njarðvíkur Íslandsmeistari sem nýliði í efstu deild. Kvennalandsliðið í fótbolta var hársbreidd frá heimsmeistaramótinu og Aron Pálmason fór aftur heim til FH. Þetta og margt fleira frá íþróttaárinu 2022 má sjá hér að neðan. Á eftir framúrskarandi framistöðu íþróttafólks fórum við yfir mistök ársins. Þar má nefna fall vindmylla, snjómokstur, strætóvesen og rofnar lagnir. Það var stundum allt í rusli á árinu. Svo má ekki gleyma Mission Impossible innbrotinu í Prinsinn Árbæ. Fall er þó vonandi fararheill fyrir nýtt ár. Við lukum yfirferð ársins á léttu nótunum og gáfum landsmönnum innsýn inn í daglegt líf fréttamannsins, sem er heldur betur ófullkomið og fullt af hrakförum og hlátursköstum á mis heppilegum stundum. Hrossaflugur hrelldu Fanndísi, Stefán Pálsson kastaði upp eftir viðtal með Óttari og Bebbí sýndi heiðursskjöld fyrir formlega afhjúpun. Þá spurði Sindri Hallgerði hvort hún væri skotin í viðmælanda dagsins og Snorri var spurður af leikskólabarni hvort hann væri prestur. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þakkar landsmönnum öllum fyrir árið sem er að líða. Við sjáumst hress og kát á skjánum á nýju ári. Fréttamenn höfðu umsjón með annálum ársins, Ingibjörg Sólrún Sigmarsdóttir klippti, Ragnar Visage og Salti Jóns sáu um grafík og Aníta Guðlaug Axelsdóttir sá um myndöflun. Annáll 2022 Fréttir ársins 2022 Tengdar fréttir Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu á árinu 2022 sem senn líður undir lok. 30. desember 2022 10:00 Frægir fjölguðu sér árið 2022 Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2022 og Vísir greindi frá. 29. desember 2022 07:00 Sigrar og sorg í sportinu á árinu Stórir sigrar, sorg og spilling er á meðal þess sem bregður fyrir í mest lesnu fréttum íþróttavefs Vísis á árinu. 29. desember 2022 10:00 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2022 Árið 2022 var að nokkru leyti árið sem kvikmyndirnar sneru aftur. Það er að segja árið sem fólkið sneri aftur í kvikmyndahúsin. Nokkuð var um kvikmyndir sem öfluðu mikilla tekna á árinu en eins og alltaf voru einnig myndir sem gerðu það ekki og voru jafnvel lélegar. 27. desember 2022 08:00 Þau kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2022 10:01 Fréttamyndbönd ársins 2022: Rós í ruslið, ráðherra á flótta og stórmeistari í karókí Nú þegar árið 2022 er senn á enda er rétt að líta yfir nokkur af þeim ótrúlegu myndböndum sem birst hafa í fjölmiðlum. Það var jú margt sem gekk á í ár, óveður, eldgos og kosningar til sveitarstjórnar. 24. desember 2022 07:00 Frægir fundu ástina árið 2022 Á hverju ári greinir Vísir reglulega frá nýjum pörum og þá sérstaklega kemur að þekktum Íslendingum. 23. desember 2022 14:01 Brúðkaup ársins 2022 Á hverju ári greinum við á Vísi frá brúðkaupum og hér fyrir neðan má sjá yfirferð yfir þekkta Íslendinga sem gengu í hnappelduna á árinu 2021. 22. desember 2022 14:00 Bestu leikir ársins: Nokkrir gullmolar á annars fátæklegu ári Við fyrstu sýn virðist leikjaárið 2022 ekki hafa verið upp á marga fiska. En, þegar það er skoðað nánar sést að það er eiginlega bara rétt, fyrir utan örfáa gullmola var leikjaárið nokkuð lélegt. 21. desember 2022 08:00 Íþróttaárið 2022 í gegnum linsu ljósmyndara Vísis Íþróttaárið 2022 á innlendum vettvangi var viðburðarríkt og þar skiptust á skin og skúrir. 30. desember 2022 10:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Við byrjuðum á jákvæðu nótunum, sigrum og sigurvegurum ársins. Sigrarnir voru fjölbreyttir og náðu allt frá stjórn- og kjaramálum yfir í björgunaraðgerðir, löng skegg og hetjudáðir sem ættu frekar heima í kvikmyndum en raunheimum. Árið var ekki jafn laust við kórónaveiruna og jákvæðustu menn þorðu að vona. Harðar sóttvarnaraðgerðir tóku gildi í byrjun árs, samstaðan minnkaði og þolinmæði þjóðarinnar virtist að þrotum komin. Samkomutakmarkanirnar heyrðu þó fljótt sögunni til og var afléttingu þeirra fagnað verulega. Allt var svo sannarlega „látið gossa“. Á meðan allt var „látið gossa“ fór svo að gjósa. Eldgos hófst í Meradölum og íbúar í Grindavík fögnuðu langþráðum svefni eftir andvökunæturnar vegna jarðskjálfta á svæðinu. Ferðalangar grétu og hlógu til skiptis þegar þeir sáu gosið í fyrsta sinn og björgunarsveitir áttu fullt í fangi með það að bjarga illa búnum gestum. Hústökuleikskóli, tóm loforð, mygla og mannekla voru einkennandi fyrir skólamál ársins sem er að líða. Foreldrar sem fengu ekki pláss fyrir börnin sín á leikskólum borgarinnar mættu í ráðhús Reykjavíkur með börnin sín og kröfðust svara. Á sama tíma mætti segja að myglufaraldur hafi komið upp í skólum landsins. Þjóðargersemin Magnús Hlynur Hreiðarsson stóð fyrir sínu á árinu og færði landsmönnum öllum gleðitíðindi í gegnum sjónvarpsskjáinn. Magnús Hlynur ferðaðist víða og sýndi okkur það skemmtilega sem íslenskt mann- og dýralíf hafði upp á að bjóða. Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar og standa átökin enn yfir. Heimurinn fylgdist skelkaður með gangi mála, Úkraína sótti um aðild í NATO og Evrópusambandinu og Íslendingar, sem og aðrar þjóðir, mótmæltu innrásinni. Pútín setti herkvaðningu af stað og Zelenskiy stóð staðfastur og kallaði eftir aðstoð frá öðrum þjóðum. Sveitarstjórnarkosningarnar tóku stórt pláss á skjám landsmanna í vor. Mörgum borgarbúum þótti greinilega bara best að kjósa Framsókn og skiptu Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson með sér borgarstjórasætinu að lokum. Akureyringar kusu um framgang útikatta og oddviti Fjarðarlistans eignaðist barn í miðjum meirihlutaviðræðum. Mikið hefur gengið á utan landsteinanna þetta árið. Söguleg átök hófust í Íran þegar ung kona að nafni Mahsa Jina Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Mótmæli í kjölfar andláts hennar standa enn yfir og hafa þúsundir tekið þátt. Elísabet II Bretlandsdrottning lést, Bretum til mikils ama og Karl Bretaprins, eða öllu heldur Bretlandskonungur tók við. Þar að auki hafa þrír sinnt embætti forsætisráðherra Bretlands á árinu og í fyrsta sinn í sögu Ítalíu tók kona við embætti forsætisráðherra. Mikið rót var innan verkalýðshreyfingarinnar. Nýtt fólk tók við, samskipti voru sögð ganga erfiðlega, vináttur héngu á bláþræði, samvinna virtist fjarlæg og nýja verkalýðsforystan klofnaði. Þá voru vöfflur á endanum bakaðar í Karphúsinu undir lok árs. Djammþyrstir Íslendingar tóku gleði sína á ný eftir erfiðar samkomutakmarkanir og partýlaus ár. Faðmlög voru ekki lengur á bannlista og virtist kórónuveirufaraldurinn horfinn úr hugum margra. Það varð aftur gott að vera til. Já, djammið vaknaði af værum svefni og Íslendingar fóru aftur að færa sig út fyrir landsteinanna. Við slógum ferðamet og flykktumst til Tenerife en á meðan hafði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri verulegar áhyggjur af tásumyndum. Verðbólgan steig upp úr öllu valdi, stýrivextir hækkuðu og bensínlítrinn dýrari en áður. Dýraannállinn þetta árið var ansi myrkur. Heimiliskisan Nóra týndist þegar hún var í haldi yfirvalda eftir að nágranni kvartaði yfir kattarskít í beðum sínum. Svanur með beyglaðan háls olli áhyggjum hjá borgarbúum og greint var frá meintu dýraníði í Borgarfirði. Ljósu punktar fréttastofu voru gæfir hrafnar, aldraður hundur og ánægðir íbúar dýragarða hjá Félagsstofnun stúdenta. Mikil aukning varð á alvarlegum ofbeldisbrotum í ár. Menn voru handteknir fyrir meint skipulag hryðjuverks, eggvopnum virtist beitt í meiri mæli og lögreglan lagði hald á gífurlegt magn fíkniefna. Þá beindi lögreglan spjótum sínum að blaðamönnum eða forðaðist að veita blaðamönnum upplýsingar á víxl. Pólitíkin komst aftur í eðlilegt horf eftir kórónaveirufaraldurinn og mátti ef til vill sjá það á skandölum ársins. Mál flóttafólks tóku mikið pláss, þjóðin hneykslaðist yfir valdbeitingu lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns og tekist var á um sölu Íslandsbanka svo fátt eitt sé nefnt. Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson tókust á um formannssæti og plan Bjarni sigraði á endanum. Þá tók Kristrún Frostadóttir við embætti formanns Samfylkingarinnar. Veðurfræðingarnir fengu engan frið í ár en veðuröfgarnar sýndu sig svo sannarlega. Skógareldar og hörmungar vegna hamfarahlýnunar voru víða um heim. Snjóflóð á Vestfjörðum og ekta íslenskt rok lék fólk grátt. Hamarshöllin fauk í burt og veglokanir voru fólki til mikils ama. Ferðamennirnir fengu að upplifa almennilegt vont veður og aldrei hafa verið gefnar út fleiri rauðar veðurviðvaranir. Ár stjarnanna var svo sannarlega viðburðaríkt. Hljóðið frá öflugum kinnhesti Will Smith á Óskarsverðlaunahátíðinni ómaði vel og lengi inn í árið eftir umdeildan brandara Chris Rock. Nýju íslensku raunveruleikaþættirnir LXS litu dagsins ljós, hulunni var svipt af tónlistarmanninum Húgó og Bachelor tárin streymdu um Hörpuna. Johnny Depp og Amber Heard tókust á í dómssal, Britney Spears gifti sig, Taylor Swift missteig sig í miðasölu og Lindsay Lohan sneri aftur á skjáinn. Slaufanir og afslaufanir voru til umræðu eins og síðustu ár. Slaufun var líkt við mannorðsmorð en sumir sem sagðir voru hafa orðið fyrir slaufun sneru til baka eftir að hafa dregið sig í hlé. Menntaskólanemar skiluðu skömminni og börðust fyrir því að staða þolenda yrði bætt. Kórónaveirufaraldurinn setti strik í reikninginn í byrjun íþróttaársins, grímur voru enn uppi, leikmenn vantaði og stórmót í handbolta á næsrta leyti. Valsmenn sópuðu að sér titlum sama hvort litið var til handbolta, fótbolta eða körfubolta. Talandi um körfubolta, þá varð kvennalið Njarðvíkur Íslandsmeistari sem nýliði í efstu deild. Kvennalandsliðið í fótbolta var hársbreidd frá heimsmeistaramótinu og Aron Pálmason fór aftur heim til FH. Þetta og margt fleira frá íþróttaárinu 2022 má sjá hér að neðan. Á eftir framúrskarandi framistöðu íþróttafólks fórum við yfir mistök ársins. Þar má nefna fall vindmylla, snjómokstur, strætóvesen og rofnar lagnir. Það var stundum allt í rusli á árinu. Svo má ekki gleyma Mission Impossible innbrotinu í Prinsinn Árbæ. Fall er þó vonandi fararheill fyrir nýtt ár. Við lukum yfirferð ársins á léttu nótunum og gáfum landsmönnum innsýn inn í daglegt líf fréttamannsins, sem er heldur betur ófullkomið og fullt af hrakförum og hlátursköstum á mis heppilegum stundum. Hrossaflugur hrelldu Fanndísi, Stefán Pálsson kastaði upp eftir viðtal með Óttari og Bebbí sýndi heiðursskjöld fyrir formlega afhjúpun. Þá spurði Sindri Hallgerði hvort hún væri skotin í viðmælanda dagsins og Snorri var spurður af leikskólabarni hvort hann væri prestur. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þakkar landsmönnum öllum fyrir árið sem er að líða. Við sjáumst hress og kát á skjánum á nýju ári. Fréttamenn höfðu umsjón með annálum ársins, Ingibjörg Sólrún Sigmarsdóttir klippti, Ragnar Visage og Salti Jóns sáu um grafík og Aníta Guðlaug Axelsdóttir sá um myndöflun.
Annáll 2022 Fréttir ársins 2022 Tengdar fréttir Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu á árinu 2022 sem senn líður undir lok. 30. desember 2022 10:00 Frægir fjölguðu sér árið 2022 Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2022 og Vísir greindi frá. 29. desember 2022 07:00 Sigrar og sorg í sportinu á árinu Stórir sigrar, sorg og spilling er á meðal þess sem bregður fyrir í mest lesnu fréttum íþróttavefs Vísis á árinu. 29. desember 2022 10:00 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2022 Árið 2022 var að nokkru leyti árið sem kvikmyndirnar sneru aftur. Það er að segja árið sem fólkið sneri aftur í kvikmyndahúsin. Nokkuð var um kvikmyndir sem öfluðu mikilla tekna á árinu en eins og alltaf voru einnig myndir sem gerðu það ekki og voru jafnvel lélegar. 27. desember 2022 08:00 Þau kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2022 10:01 Fréttamyndbönd ársins 2022: Rós í ruslið, ráðherra á flótta og stórmeistari í karókí Nú þegar árið 2022 er senn á enda er rétt að líta yfir nokkur af þeim ótrúlegu myndböndum sem birst hafa í fjölmiðlum. Það var jú margt sem gekk á í ár, óveður, eldgos og kosningar til sveitarstjórnar. 24. desember 2022 07:00 Frægir fundu ástina árið 2022 Á hverju ári greinir Vísir reglulega frá nýjum pörum og þá sérstaklega kemur að þekktum Íslendingum. 23. desember 2022 14:01 Brúðkaup ársins 2022 Á hverju ári greinum við á Vísi frá brúðkaupum og hér fyrir neðan má sjá yfirferð yfir þekkta Íslendinga sem gengu í hnappelduna á árinu 2021. 22. desember 2022 14:00 Bestu leikir ársins: Nokkrir gullmolar á annars fátæklegu ári Við fyrstu sýn virðist leikjaárið 2022 ekki hafa verið upp á marga fiska. En, þegar það er skoðað nánar sést að það er eiginlega bara rétt, fyrir utan örfáa gullmola var leikjaárið nokkuð lélegt. 21. desember 2022 08:00 Íþróttaárið 2022 í gegnum linsu ljósmyndara Vísis Íþróttaárið 2022 á innlendum vettvangi var viðburðarríkt og þar skiptust á skin og skúrir. 30. desember 2022 10:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu á árinu 2022 sem senn líður undir lok. 30. desember 2022 10:00
Frægir fjölguðu sér árið 2022 Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2022 og Vísir greindi frá. 29. desember 2022 07:00
Sigrar og sorg í sportinu á árinu Stórir sigrar, sorg og spilling er á meðal þess sem bregður fyrir í mest lesnu fréttum íþróttavefs Vísis á árinu. 29. desember 2022 10:00
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2022 Árið 2022 var að nokkru leyti árið sem kvikmyndirnar sneru aftur. Það er að segja árið sem fólkið sneri aftur í kvikmyndahúsin. Nokkuð var um kvikmyndir sem öfluðu mikilla tekna á árinu en eins og alltaf voru einnig myndir sem gerðu það ekki og voru jafnvel lélegar. 27. desember 2022 08:00
Þau kvöddu á árinu 2022 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2022 10:01
Fréttamyndbönd ársins 2022: Rós í ruslið, ráðherra á flótta og stórmeistari í karókí Nú þegar árið 2022 er senn á enda er rétt að líta yfir nokkur af þeim ótrúlegu myndböndum sem birst hafa í fjölmiðlum. Það var jú margt sem gekk á í ár, óveður, eldgos og kosningar til sveitarstjórnar. 24. desember 2022 07:00
Frægir fundu ástina árið 2022 Á hverju ári greinir Vísir reglulega frá nýjum pörum og þá sérstaklega kemur að þekktum Íslendingum. 23. desember 2022 14:01
Brúðkaup ársins 2022 Á hverju ári greinum við á Vísi frá brúðkaupum og hér fyrir neðan má sjá yfirferð yfir þekkta Íslendinga sem gengu í hnappelduna á árinu 2021. 22. desember 2022 14:00
Bestu leikir ársins: Nokkrir gullmolar á annars fátæklegu ári Við fyrstu sýn virðist leikjaárið 2022 ekki hafa verið upp á marga fiska. En, þegar það er skoðað nánar sést að það er eiginlega bara rétt, fyrir utan örfáa gullmola var leikjaárið nokkuð lélegt. 21. desember 2022 08:00
Íþróttaárið 2022 í gegnum linsu ljósmyndara Vísis Íþróttaárið 2022 á innlendum vettvangi var viðburðarríkt og þar skiptust á skin og skúrir. 30. desember 2022 10:00