Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri maður ársins Telma Tómasson skrifar 31. desember 2022 15:25 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. Ljóst er að Ásgeir hefur með ákvörðunum sínum haft gríðarleg áhrif á daglegt líf Íslendinga á árinu. Í upphafi árs var þrátt fyrir Covid og samkomutakmarkanir gott að vera Íslendingur og landinn virtist hafa úr nægu að moða. En það voru teikn á lofti og smám saman fór verðbólgan - stærsta og líklega erfiðasta viðfangsefni ársins - að keyra fram úr hófi, drifin áfram af einkaneyslu, verðhækkunum á húsnæðismarkað, stríði í útlöndum og öðrum innfluttum vanda. Kryddsíld í heild sinni: Tilkynningar um stýrivaxtahækkun hættu að koma á óvart, stigið var á bremsuna aftur og aftur og eyríki í norðri gefin skýr skilaboð: auka aðhald, spara meira og gæta hófstillingar í kjarasamningum að hausti. Allir þyrftu að leggjast á eitt. Já, á kjarasamningsári var tónninn sleginn. Verkalýðshreyfingunni var ekki skemmt. Og samtökum atvinnulífsins ekki heldur. Talað var um hæstráðandi í Seðlabankanum sem vin auðvaldsins - í bankanum væru fjármálahýenur á fóðrum. Seðlabankinn var orðinn verulega svartsýnn og erlendis óttuðust menn heimskreppu. Umdeildustu orð ársins urðu til í þessu árferði, um tíðar tásumyndir frá Tene sem væri vísbending um kröftuga einkaneyslu sem þyrfti að hemja. Mörgum var strokið öfugt. Skiljanlega. Skórinn kreppir enda víða. En var þarna komin skúrkur ársins eða rödd skynseminnar? Við látum framtíðina um að svara því. Maður ársins er umdeildur, feikna umdeildur, en flestir eru þó sammála um að líklega hafi enginn einn Íslendingur haft jafn afgerandi áhrif á líf landsmanna á þessu ári. Hann setti kúrsinn, meðvitaður um þær óvinsældir sem hann myndi skapa sér, hvikaði ekki þrátt fyrir hávær mótmæli og mikla mótspyrnu, óhræddur við að ýta við neysluglöðum, bjóða ríkisvaldinu, hagsmunasamtökum og verkalýðsforystunni birginn, tala beint til þjóðarinnar á mannamáli. Markmiðið skýrt; að sigla þjóðarskútunni á lygnari sjó, snúa dæminu við, hafa betur í baráttunni við verðbólguna, verja lífskjörin. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Maður ársins er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Fréttir ársins 2022 Seðlabankinn Kryddsíld Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Í upphafi árs var þrátt fyrir Covid og samkomutakmarkanir gott að vera Íslendingur og landinn virtist hafa úr nægu að moða. En það voru teikn á lofti og smám saman fór verðbólgan - stærsta og líklega erfiðasta viðfangsefni ársins - að keyra fram úr hófi, drifin áfram af einkaneyslu, verðhækkunum á húsnæðismarkað, stríði í útlöndum og öðrum innfluttum vanda. Kryddsíld í heild sinni: Tilkynningar um stýrivaxtahækkun hættu að koma á óvart, stigið var á bremsuna aftur og aftur og eyríki í norðri gefin skýr skilaboð: auka aðhald, spara meira og gæta hófstillingar í kjarasamningum að hausti. Allir þyrftu að leggjast á eitt. Já, á kjarasamningsári var tónninn sleginn. Verkalýðshreyfingunni var ekki skemmt. Og samtökum atvinnulífsins ekki heldur. Talað var um hæstráðandi í Seðlabankanum sem vin auðvaldsins - í bankanum væru fjármálahýenur á fóðrum. Seðlabankinn var orðinn verulega svartsýnn og erlendis óttuðust menn heimskreppu. Umdeildustu orð ársins urðu til í þessu árferði, um tíðar tásumyndir frá Tene sem væri vísbending um kröftuga einkaneyslu sem þyrfti að hemja. Mörgum var strokið öfugt. Skiljanlega. Skórinn kreppir enda víða. En var þarna komin skúrkur ársins eða rödd skynseminnar? Við látum framtíðina um að svara því. Maður ársins er umdeildur, feikna umdeildur, en flestir eru þó sammála um að líklega hafi enginn einn Íslendingur haft jafn afgerandi áhrif á líf landsmanna á þessu ári. Hann setti kúrsinn, meðvitaður um þær óvinsældir sem hann myndi skapa sér, hvikaði ekki þrátt fyrir hávær mótmæli og mikla mótspyrnu, óhræddur við að ýta við neysluglöðum, bjóða ríkisvaldinu, hagsmunasamtökum og verkalýðsforystunni birginn, tala beint til þjóðarinnar á mannamáli. Markmiðið skýrt; að sigla þjóðarskútunni á lygnari sjó, snúa dæminu við, hafa betur í baráttunni við verðbólguna, verja lífskjörin. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Maður ársins er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Fréttir ársins 2022 Seðlabankinn Kryddsíld Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira