Mikil tilhlökkun fyrir nýjum miðbæ á Höfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2022 21:05 Nýi miðbærinn á Höfn verður glæsilegur í alla staði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirvænting er hjá íbúum á Höfn í Hornafirði fyrir nýjum miðbæ, sem er nú búið að teikna upp og er verið að undirbúa að byggja. Nýi miðbærinn verður í gömlum stíl líkt og miðbærinn á Selfossi. Fyrstu drög og teikningar af nýja miðbænum liggja nú fyrir en það er Skinney Þinganes, sem stendur á baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta en sú stofa hannaði meðal annars nýja miðbæinn á Selfossi. „Já, hann verður glæsilegur og að mörgu leyti svipar honum til nýja miðbæjarins á Selfossi. Að vísu erum við ekki að endurgera gömul hús en húsin verða mjög fjölbreytt og brotin upp bæði með litum og formi, þannig að við erum mjög spennt hérna fyrir næstu árum,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um nýja miðbæinn. En hvenær gætu framkvæmdir hafist við nýja miðbæinn? „Ætli björtustu vonir geri ekki ráð fyrir því að fyrsti hluti verði tekin í gagnið eftir tvö til þrjú ár.Þetta er mjög mikil framkvæmd, sem kostar mikið. Þetta er stórt svæði, sem á að taka undir öll þessi nýju hús en við erum svo heppin að við eigum öflug fyrirtæki, sem eru tilbúin að fjárfesta hér í heimabyggð í innviðum og við fögnum því,“ bætir Sigurjón við. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í nýja miðbænum verða íbúðir, verslanir og mathöll svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélagið þarf ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem miðbærinn mun rísa, því flestar bygginganna eru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið er á þeirra athafnasvæði. Einhver hús eins og gamlir braggar munu fá að standa. Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Fyrstu drög og teikningar af nýja miðbænum liggja nú fyrir en það er Skinney Þinganes, sem stendur á baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta en sú stofa hannaði meðal annars nýja miðbæinn á Selfossi. „Já, hann verður glæsilegur og að mörgu leyti svipar honum til nýja miðbæjarins á Selfossi. Að vísu erum við ekki að endurgera gömul hús en húsin verða mjög fjölbreytt og brotin upp bæði með litum og formi, þannig að við erum mjög spennt hérna fyrir næstu árum,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um nýja miðbæinn. En hvenær gætu framkvæmdir hafist við nýja miðbæinn? „Ætli björtustu vonir geri ekki ráð fyrir því að fyrsti hluti verði tekin í gagnið eftir tvö til þrjú ár.Þetta er mjög mikil framkvæmd, sem kostar mikið. Þetta er stórt svæði, sem á að taka undir öll þessi nýju hús en við erum svo heppin að við eigum öflug fyrirtæki, sem eru tilbúin að fjárfesta hér í heimabyggð í innviðum og við fögnum því,“ bætir Sigurjón við. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í nýja miðbænum verða íbúðir, verslanir og mathöll svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélagið þarf ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem miðbærinn mun rísa, því flestar bygginganna eru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið er á þeirra athafnasvæði. Einhver hús eins og gamlir braggar munu fá að standa.
Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira