Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 17:29 Til þess gæti komið að Reykjanesbrautinni verði lokað á morgun. Vísir/Vilhelm Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. Veðurstofa Íslands uppfærði viðvaranakort sitt fyrir skömmu. Nú er búist við snjókomu og skafrenningi víða á sunnan og vestanverðu landinu á morgun og éljum norðantil á nýársmorgunn. „Vegna hátíðanna er margt fólk á ferli og má því ætla að samfélagsleg áhrif veðursins verði mikil. Við bendum fólki á að fylgjast vel með veðurspá, viðvörunum og færð,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á Suðurlandi verður appelsínugul viðvörun í gildi á milli 07 og 15 á morgun með austan hvassviðri og talsverðri eða mikilli snjókomu. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 02 í nótt á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði og gildir fram á hádegi á nýársdag. Klukkan 03 í nótt tekur gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum vegna austan hvassviðri eða hríð og gildir til klukkan 17. Þá verður gul viðvörun í gildi milli klukkan 09 og 19 á morgun á Suðausturlandi vegna allhvassrar austanáttar með talsverðri eða mikilli snjókomu. Reiðubúnir að selflytja flugfarþega Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur og þeir sem eiga pantað flug að morgni gamlársdags hvattir til að fylgjast vel með færð á vefnum umferdin.is og flugáætlunum flugfélaga. þar segir að færð verði víða þung á Suður- og Suðausturlandi og mögulega komi til þess að vegum verði lokað. „Vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut er Vegagerðin í viðbragðsstöðu og keppst verður við að halda Reykjanesbraut opinni eins mikið og kostur er. Ef til lokunar kemur er líklegt að skoðaður verði fylgdarakstur á rútum milli höfuðborgarsvæðis og flugstöðvar í samráði við Isavia,“ segir í tilkynningu Þá segir að til þess gæti komið að Hellisheiði og Þrengslavegi verði lokað milli 06 og 09. Líklega muni lægja að morgni gamlársdags en þó megi búast við því að færð geti spillst aðfaranótt nýársdags og fram eftir degi á nýársdag. Veður Umferð Færð á vegum Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Veðurstofa Íslands uppfærði viðvaranakort sitt fyrir skömmu. Nú er búist við snjókomu og skafrenningi víða á sunnan og vestanverðu landinu á morgun og éljum norðantil á nýársmorgunn. „Vegna hátíðanna er margt fólk á ferli og má því ætla að samfélagsleg áhrif veðursins verði mikil. Við bendum fólki á að fylgjast vel með veðurspá, viðvörunum og færð,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Á Suðurlandi verður appelsínugul viðvörun í gildi á milli 07 og 15 á morgun með austan hvassviðri og talsverðri eða mikilli snjókomu. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 02 í nótt á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði og gildir fram á hádegi á nýársdag. Klukkan 03 í nótt tekur gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum vegna austan hvassviðri eða hríð og gildir til klukkan 17. Þá verður gul viðvörun í gildi milli klukkan 09 og 19 á morgun á Suðausturlandi vegna allhvassrar austanáttar með talsverðri eða mikilli snjókomu. Reiðubúnir að selflytja flugfarþega Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur og þeir sem eiga pantað flug að morgni gamlársdags hvattir til að fylgjast vel með færð á vefnum umferdin.is og flugáætlunum flugfélaga. þar segir að færð verði víða þung á Suður- og Suðausturlandi og mögulega komi til þess að vegum verði lokað. „Vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut er Vegagerðin í viðbragðsstöðu og keppst verður við að halda Reykjanesbraut opinni eins mikið og kostur er. Ef til lokunar kemur er líklegt að skoðaður verði fylgdarakstur á rútum milli höfuðborgarsvæðis og flugstöðvar í samráði við Isavia,“ segir í tilkynningu Þá segir að til þess gæti komið að Hellisheiði og Þrengslavegi verði lokað milli 06 og 09. Líklega muni lægja að morgni gamlársdags en þó megi búast við því að færð geti spillst aðfaranótt nýársdags og fram eftir degi á nýársdag.
Veður Umferð Færð á vegum Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira