Allt um Kryddsíld 2022: Gestir í sal, húsband á staðnum og ólíkur hópur frá því í fyrra Snorri Másson skrifar 30. desember 2022 09:08 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri, Snorri Másson fréttamaður og Telma Tómasson gestgjafi hafa umsjón með Kryddsíld ársins 2022. Stöð 2/Vilhelm Kryddsíld Stöðvar 2 verður á sínum stað í beinni útsendingu klukkan tvö á síðasta degi ársins, 31. desember. Þar koma saman leiðtogar allra stjórnmálaflokka á Alþingi og gera upp árið 2022 hvort tveggja á sviði stjórnmálanna og í hinu persónulega lífi. Hér má sjá stiklu fyrir þáttinn, sem hefur í meira en þrjátíu ár verið fastur liður í hátíðarhöldum fólks vítt og breitt um landið. Breytt samsetning þáttargesta Það dregur til tíðinda að sá hópur stjórnmálamanna sem Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri, Snorri Másson fréttamaður og Telma Tómasson gestgjafi þáttarins taka á móti að þessu sinni er að fernu leyti ólíkur samsetningunni sem mætti á Hótel Borg í fyrra. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kemur í ár en vegna covid-sýkingar hans kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í hans stað í fyrra. Inga Sæland mætir hress til leiks en í fyrra forfallaðist hún, einmitt vegna þess sem var að hennar mati vafasöm viðvera Þórdísar Kolbrúnar í þættinum, sem var nýkomin úr einangrun. Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar sest í stól Loga Einarssonar, sem er hættur sem formaður flokksins. Loks verður Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fulltrúi Pírata í stað Halldóru Mogensen í fyrra. Ákavítið hlífði engum frekar en fyrri daginn í útsendingunni í fyrra, sem var sú síðasta sem Logi Einarsson þáverandi formaður Samfylkingarinnar tók þátt í í bili.Vísir/Vilhelm Húsband og áhorfendur í sal Til viðbótar við líflegar umræður sem vænta má um innlend stjórnmál er í Kryddsíldinni vaninn að svipta hulunni af vali fréttastofunnar á manni ársins. Á því er engin undantekning í ár. Tekið verður á móti stjórnmálaleiðtogum í sérlega skrautlegu og hátíðlegu myndveri á Suðurlandsbraut við undirleik húsbands og í félagsskap gesta í sal, en gestirnir eru nýjung í þættinum. Þá er skemmtiatriðis að vænta undir lok þáttar eins og hefðin býður. Kryddsíld hefur verið fastur liður í áramótahefðum fjölda Íslendinga í meira en 30 ár.Vísir/Vilhelm Kryddsíld opin áskrifendum Kryddsíld hefst klukkan 14 og stendur til 16. Útsendingin er opin áskrifendum Stöðvar 2 í sjónvarpi og á www.sjonvarp.stod2.is. Þeir sem ekki hafa áskrift að stöðinni eru hvattir til að tryggja sér hana í tæka tíð á þessari vefslóð hér eða í þjónustuveri okkar í síma 1817. Tryggðu þér áskrift hér: https://kaup.stod2.is/order?productId=41319 . Hafa má samband við þjónustuver okkar í síma 1817 eða á netspjallinu hér. Kryddsíld Áramót Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hér má sjá stiklu fyrir þáttinn, sem hefur í meira en þrjátíu ár verið fastur liður í hátíðarhöldum fólks vítt og breitt um landið. Breytt samsetning þáttargesta Það dregur til tíðinda að sá hópur stjórnmálamanna sem Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri, Snorri Másson fréttamaður og Telma Tómasson gestgjafi þáttarins taka á móti að þessu sinni er að fernu leyti ólíkur samsetningunni sem mætti á Hótel Borg í fyrra. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kemur í ár en vegna covid-sýkingar hans kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í hans stað í fyrra. Inga Sæland mætir hress til leiks en í fyrra forfallaðist hún, einmitt vegna þess sem var að hennar mati vafasöm viðvera Þórdísar Kolbrúnar í þættinum, sem var nýkomin úr einangrun. Kristrún Frostadóttir nýr formaður Samfylkingarinnar sest í stól Loga Einarssonar, sem er hættur sem formaður flokksins. Loks verður Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fulltrúi Pírata í stað Halldóru Mogensen í fyrra. Ákavítið hlífði engum frekar en fyrri daginn í útsendingunni í fyrra, sem var sú síðasta sem Logi Einarsson þáverandi formaður Samfylkingarinnar tók þátt í í bili.Vísir/Vilhelm Húsband og áhorfendur í sal Til viðbótar við líflegar umræður sem vænta má um innlend stjórnmál er í Kryddsíldinni vaninn að svipta hulunni af vali fréttastofunnar á manni ársins. Á því er engin undantekning í ár. Tekið verður á móti stjórnmálaleiðtogum í sérlega skrautlegu og hátíðlegu myndveri á Suðurlandsbraut við undirleik húsbands og í félagsskap gesta í sal, en gestirnir eru nýjung í þættinum. Þá er skemmtiatriðis að vænta undir lok þáttar eins og hefðin býður. Kryddsíld hefur verið fastur liður í áramótahefðum fjölda Íslendinga í meira en 30 ár.Vísir/Vilhelm Kryddsíld opin áskrifendum Kryddsíld hefst klukkan 14 og stendur til 16. Útsendingin er opin áskrifendum Stöðvar 2 í sjónvarpi og á www.sjonvarp.stod2.is. Þeir sem ekki hafa áskrift að stöðinni eru hvattir til að tryggja sér hana í tæka tíð á þessari vefslóð hér eða í þjónustuveri okkar í síma 1817. Tryggðu þér áskrift hér: https://kaup.stod2.is/order?productId=41319 . Hafa má samband við þjónustuver okkar í síma 1817 eða á netspjallinu hér.
Kryddsíld Áramót Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira