Útlit fyrir talsverða ófærð suðvestantil á gamlársdag Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 14:24 Það hefur verið nóg að gera í snjómokstri í Reykjavík undanfarnar tvær vikur. Enn á að bæta í snjóinn á gamlársmorgun. Vísir/Vilhelm Talsverð ófærð gæti orðið suðvestanlands snemma á gamlársdag þegar snjókomubakki fer yfir landið, að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Nú sér þó fyrir enda á nokkurra vikna kuldakasti. Veðurspár benda til þess að á undan lægð sem er að myndast á Grænlandshafi komi myndarlegur snjókomubakki snemma morguns á gamlársdag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Vegagerðinni, segir að bakkinn valdi hríðaveðri í nokkra klukkutíma, líklega frá klukkan fimm um morguninn. „Hann gæti ef fer sem horfir valdið talsvert mikilli ófærð hér suðvestanlands en hann stendur ekki lengi,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Spurður að því hvort að þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta ættu að gera það á morgun frekar en gamlársdag sagði Einar að þó að ófærð verði almenn snemma á laugardag lagist veðrið. Vegagerðin sé dugleg að hreinsa og opna vegi þegar tækifæri gefst en ökumenn ættu þó ekki að aka inn í blinduna á meðan veðrið gengur yfir. „Þeir sem vilja vera alveg öruggir ef þeir eru að fara austur fyrir fjall eða norður í land eða vestur á firði nota auðvitað morgundaginn til þess en ég ætla ekkert að útiloka að það geti orðið samgöngur Reykjavík-Selfoss um miðjan daginn en það er ekki tryggt,“ sagði Einar. Lægðarmiðjan yfir suðvesturhornið Éljagangur eða snjómugga verður um nær allt land þegar nær dregur gamlárskvöldi. Einar sagði að útlit væri fyrir að lægðarmiðjan gengi yfir Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðið og Suðurland um kvöldið og undir miðnætti. Því fylgdi einhver éljagangur og mögulega vestan- eða norðanvindur. Of snemmt væri þó að segja til um atburðarásina nákvæmlega. „Það eina sem er nokkuð tryggt er að við fáum snjókomubakka á undan [lægðinni] og það verður snemma á gamlársdag,“ sagði veðurfræðingurinn. Á sama tíma verði veður með ágætasta móti á Norður- og Austurlandi. Hitinn rétt yfir frostmark á gamlárskvöld Samfellt frost hefur verið í höfuðborginni frá 7. desember en nú hillir undir lok kuldatíðarinnar. Einar sagði að draga taki úr kulda strax á morgun og að á gamlárskvöld gæti hitinn í borginni náð rétt upp fyrir frostmark. Svo kólni aftur á nýársdag en ekki hrollkalt eins og verið hefur upp á síðkastið. Upp úr þrettándanum sýni langtímaspár myndarlega lægð sem gæti tekið upp eitthvað af þeim snjó sem hefur safnast saman. Einar sló þó varnagla við slíkum spám. Allt frá því að kuldakastið hófst hafi spár gert ráð fryir hlýnandi veðrið með lægðum en ekkert hafi orðið úr því til þessa. Veður Áramót Tengdar fréttir Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Veðurspár benda til þess að á undan lægð sem er að myndast á Grænlandshafi komi myndarlegur snjókomubakki snemma morguns á gamlársdag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Vegagerðinni, segir að bakkinn valdi hríðaveðri í nokkra klukkutíma, líklega frá klukkan fimm um morguninn. „Hann gæti ef fer sem horfir valdið talsvert mikilli ófærð hér suðvestanlands en hann stendur ekki lengi,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Spurður að því hvort að þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta ættu að gera það á morgun frekar en gamlársdag sagði Einar að þó að ófærð verði almenn snemma á laugardag lagist veðrið. Vegagerðin sé dugleg að hreinsa og opna vegi þegar tækifæri gefst en ökumenn ættu þó ekki að aka inn í blinduna á meðan veðrið gengur yfir. „Þeir sem vilja vera alveg öruggir ef þeir eru að fara austur fyrir fjall eða norður í land eða vestur á firði nota auðvitað morgundaginn til þess en ég ætla ekkert að útiloka að það geti orðið samgöngur Reykjavík-Selfoss um miðjan daginn en það er ekki tryggt,“ sagði Einar. Lægðarmiðjan yfir suðvesturhornið Éljagangur eða snjómugga verður um nær allt land þegar nær dregur gamlárskvöldi. Einar sagði að útlit væri fyrir að lægðarmiðjan gengi yfir Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðið og Suðurland um kvöldið og undir miðnætti. Því fylgdi einhver éljagangur og mögulega vestan- eða norðanvindur. Of snemmt væri þó að segja til um atburðarásina nákvæmlega. „Það eina sem er nokkuð tryggt er að við fáum snjókomubakka á undan [lægðinni] og það verður snemma á gamlársdag,“ sagði veðurfræðingurinn. Á sama tíma verði veður með ágætasta móti á Norður- og Austurlandi. Hitinn rétt yfir frostmark á gamlárskvöld Samfellt frost hefur verið í höfuðborginni frá 7. desember en nú hillir undir lok kuldatíðarinnar. Einar sagði að draga taki úr kulda strax á morgun og að á gamlárskvöld gæti hitinn í borginni náð rétt upp fyrir frostmark. Svo kólni aftur á nýársdag en ekki hrollkalt eins og verið hefur upp á síðkastið. Upp úr þrettándanum sýni langtímaspár myndarlega lægð sem gæti tekið upp eitthvað af þeim snjó sem hefur safnast saman. Einar sló þó varnagla við slíkum spám. Allt frá því að kuldakastið hófst hafi spár gert ráð fryir hlýnandi veðrið með lægðum en ekkert hafi orðið úr því til þessa.
Veður Áramót Tengdar fréttir Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Sjá meira
Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15