Leggja til úrbætur á mótvægisaðgerðum vegna Teigsskógar Sigurður Orri Kristjánsson og Kjartan Kjartansson skrifa 29. desember 2022 11:36 Byrjað var að ryðja Teigsskóg við Þorskafjörð undir vegaframkvæmdir í sumar. Lengi hafði verið deilt um leiðarvalið. Vísir/Arnar Fastanefnd Bernarsamningsins svokallaða vill að íslensk stjórnvöld bæti áætlanir um mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa vegaframkvæmda í Teigsskógi. Framkvæmdastjóri Landverndar segir vinnubrögð stjórnvalda ekki hafa verið fagleg. Ísland gerðist aðili að Bernarsamningnum árið 1993 en samningurinn fjallar um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í Evrópu og hvernig megi finna leiðir til þess að vernda bæði dýrategundir innan álfunar sem og vistkerfin sem þau þrífast í. Deilt hefur verið um leiðarval við endurnýjun Vestfjarðar um tveggja áratuga skeið. Á endanum var leið um Teigsskóg við Þorskafjörð valin og var byrjað að ryðja skóginn undir veginn í sumar. Landvernd og Fuglavernd kvörtuðu undan framkvæmdinni til fastanefndarinnar árið 2017 en fulltrúar hennar skoðuðu málið fyrr en nú í haust. Niðurstaða úttektarinnar var meðal annars að þó að gripið hafi verið til ýmis konar mótvægisaðgerða vegna framkvæmdanna, þar á meðal vegna forminja og gróðurs, þá lægi hvorki ítarleg áætlun um þær fyrir né áhættumat eða varaáætlun. Það hafi verið meiriháttar áhætta að hefja framkvæmdirnar í sumar án þess að slíkar áætlanir væru til staðar, sérstaklega þar sem mat hafi ekki verið lagt á verndunarstöðu dýrategunda og búsvæða við Breiðafjörð. Tækifæri fyrir stjórnvöld til að gera betur Fastanefndin beindi tilmælum til úrbóta í níu liðum til íslenskra stjórnvalda á grundvelli úttektarinnar í byrjun þessa mánaðar. Tilmælin snúast flest um að stjórnvöld taki mótvægisaðgerðir og vöktun fastari tökum að höfðu samráði við alla hagsmunaaðila. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stjórnvöld eiga að fara að tilmælum samningsins. Þau séu tækifæri fyrir stjórnvöld, sérstaklega Vegagerðina og umhverfisráðuneytið, að gera hlutina betur. Þau hafi ekki haft fagleg vinnubrögð, langtímahugsjón eða hagsmuni náttúrunnar að leiðarljósi. „Það eru þarna tilmæli sem sýna að náttúra Íslands hefur ekki verið stórt atriði við ákvarðanatöku um veglagningu á Íslandi og þarna er Bernarsamningurinn að leggja til leiðir til þess að bæta úr því. Þannig að við lendum ekki í því aftur að það taki sautján ár að leggja ákveðinn veg og það snúist einfaldlega bara eins og okkur virðist um einhverja þrjósku að það verði að fara ákveðna leið en leiðir sem hafa minni áhrif á umhverfið eru ekki upp á borðinu,“ segir hún. Auk mótvægisaðgerðanna í Teigsskógi beindi fastanefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að styrkja vernd Breiðafjarðarsvæðisins jafnvel þó að það verði ekki fyrir beinum áhrifum af vegaframkvæmdunum, þar á meðal með því að efla lög um friðun fjarðarins frá árinu 1995. „Þetta er núna friðað með sérlögum en Bernarsamningurinn beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau efli þá friðun mjög mikið,“ segir Auður. Teigsskógur Umhverfismál Reykhólahreppur Vegagerð Skipulag Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Ísland gerðist aðili að Bernarsamningnum árið 1993 en samningurinn fjallar um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í Evrópu og hvernig megi finna leiðir til þess að vernda bæði dýrategundir innan álfunar sem og vistkerfin sem þau þrífast í. Deilt hefur verið um leiðarval við endurnýjun Vestfjarðar um tveggja áratuga skeið. Á endanum var leið um Teigsskóg við Þorskafjörð valin og var byrjað að ryðja skóginn undir veginn í sumar. Landvernd og Fuglavernd kvörtuðu undan framkvæmdinni til fastanefndarinnar árið 2017 en fulltrúar hennar skoðuðu málið fyrr en nú í haust. Niðurstaða úttektarinnar var meðal annars að þó að gripið hafi verið til ýmis konar mótvægisaðgerða vegna framkvæmdanna, þar á meðal vegna forminja og gróðurs, þá lægi hvorki ítarleg áætlun um þær fyrir né áhættumat eða varaáætlun. Það hafi verið meiriháttar áhætta að hefja framkvæmdirnar í sumar án þess að slíkar áætlanir væru til staðar, sérstaklega þar sem mat hafi ekki verið lagt á verndunarstöðu dýrategunda og búsvæða við Breiðafjörð. Tækifæri fyrir stjórnvöld til að gera betur Fastanefndin beindi tilmælum til úrbóta í níu liðum til íslenskra stjórnvalda á grundvelli úttektarinnar í byrjun þessa mánaðar. Tilmælin snúast flest um að stjórnvöld taki mótvægisaðgerðir og vöktun fastari tökum að höfðu samráði við alla hagsmunaaðila. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stjórnvöld eiga að fara að tilmælum samningsins. Þau séu tækifæri fyrir stjórnvöld, sérstaklega Vegagerðina og umhverfisráðuneytið, að gera hlutina betur. Þau hafi ekki haft fagleg vinnubrögð, langtímahugsjón eða hagsmuni náttúrunnar að leiðarljósi. „Það eru þarna tilmæli sem sýna að náttúra Íslands hefur ekki verið stórt atriði við ákvarðanatöku um veglagningu á Íslandi og þarna er Bernarsamningurinn að leggja til leiðir til þess að bæta úr því. Þannig að við lendum ekki í því aftur að það taki sautján ár að leggja ákveðinn veg og það snúist einfaldlega bara eins og okkur virðist um einhverja þrjósku að það verði að fara ákveðna leið en leiðir sem hafa minni áhrif á umhverfið eru ekki upp á borðinu,“ segir hún. Auk mótvægisaðgerðanna í Teigsskógi beindi fastanefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að styrkja vernd Breiðafjarðarsvæðisins jafnvel þó að það verði ekki fyrir beinum áhrifum af vegaframkvæmdunum, þar á meðal með því að efla lög um friðun fjarðarins frá árinu 1995. „Þetta er núna friðað með sérlögum en Bernarsamningurinn beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau efli þá friðun mjög mikið,“ segir Auður.
Teigsskógur Umhverfismál Reykhólahreppur Vegagerð Skipulag Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira