Håland heitur eftir HM pásuna og Man City eltir Skytturnar eins og skugginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 22:00 Erling Braut Håland skoraði tvö mörk í kvöld. Jan Kruger/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City unnu 3-1 útisigur á Leeds United í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Erling Braut Håland skoraði tvö af þremur mörkum Man City. Englandsmeistarar Manchester City voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en gekk bölvanlega að koma boltanum í netið. Jack Grealish fór sérstaklega illa með færin sín en hann hefði getað skorað tvo ef ekki þrjú mörk í fyrri hálfleik. Rodri í leik kvöldsins.Tim Goode/Getty Images Það stefndi allt í að staðan yrði markalaus í hálfleik en spænski miðjumaðurinn Rodri kom gestunum til bjargar þegar hann renndi boltanum yfir línuna eftir að Illan Meslier hafði varið vel frá Riyad Mahrez. Eitt mark varð fljótlega að tveimur í síðari hálfleik Varnarmenn Leeds voru að gera eitthvað sem þeir réðu ekki við og Grealish var allt í einu orðinn svo gott sem einn á einn gegn Meslier. Grealish gerði það sem allir góðir leikmenn gera og renndi boltanum á norsku markamaskínuna Erling Braut Håland sem var fyrir opnu marki. Hans 25. mark í aðeins 20 leikjum fyrir City. 25 - Erling Haaland has scored 25 goals in 20 appearances under Pep Guardiola; this is the quickest that any player has reached 25 goals under Guardiola with top-flight clubs:20 - Erling Haaland28 - Lionel Messi30 - Samuel Eto'o35 - Sergio Agüero41 - Thierry HenryGreats. pic.twitter.com/zXaNazJbmE— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2022 Þeir tveir gerðu svo endanlega út um leikinn á 65. mínútu en þá skoraði Håland sitt 20. deildarmark í 14 leikjum eftir sendingu Grealish. Norðmaðurinn fékk sendingu út í teiginn og átti skot í fyrsta. Meslier var í boltanum en það dugði ekki til og staðan orðin 0-3. 20 - Erling Haaland has become the fastest player to score 20 goals in the Premier League, doing so in 14 appearances:14 - Erling Haaland21 - Kevin Phillips23 - Andrew Cole26 - Ruud van Nistelrooy26 - Diego Costa26 - Tony Yeboah Supreme. pic.twitter.com/Xss4AvcBia— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2022 Það var engan bilbug að finna á stuðningsfólki heimaliðsins sem lét aðdáendur Man City heyra það. „Your support is f***ing shit“ ómaði um völlinn en á íslensku mætti lauslega, og pent, þýða það sem „stuðningurinn ykkar er ömurlegur.“ Á 72. mínútu minnkaði Leeds muninn þegar Pascal Struijk minnkaði muninn með skalla eftir hornspyrnu Sam Greenwood. Håland fékk algjört dauðafæri til að fullkomna þrennuna ekki löngu síðar en Meslier varði vel. Leeds fékk dauðafæri strax í næstu sókn en allt kom fyrir ekki, mark á þessum tímapunkti hefði umturnað leiknum en Man City hélt út. Lokatölur á Elland Road 1-3 og sannfærandi sigur Man City staðreynd. Sigurinn þýðir að lærisveinar Pep Guardiola eru áfram fimm stigum á eftir toppliði Arsenal en Skytturnar eru með 40 stig að loknum 15 leikjum. Leeds er með 15 stig eftir jafn marga leiki, tveimur stigum frá fallsæti. Fótbolti Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City unnu 3-1 útisigur á Leeds United í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Erling Braut Håland skoraði tvö af þremur mörkum Man City. Englandsmeistarar Manchester City voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en gekk bölvanlega að koma boltanum í netið. Jack Grealish fór sérstaklega illa með færin sín en hann hefði getað skorað tvo ef ekki þrjú mörk í fyrri hálfleik. Rodri í leik kvöldsins.Tim Goode/Getty Images Það stefndi allt í að staðan yrði markalaus í hálfleik en spænski miðjumaðurinn Rodri kom gestunum til bjargar þegar hann renndi boltanum yfir línuna eftir að Illan Meslier hafði varið vel frá Riyad Mahrez. Eitt mark varð fljótlega að tveimur í síðari hálfleik Varnarmenn Leeds voru að gera eitthvað sem þeir réðu ekki við og Grealish var allt í einu orðinn svo gott sem einn á einn gegn Meslier. Grealish gerði það sem allir góðir leikmenn gera og renndi boltanum á norsku markamaskínuna Erling Braut Håland sem var fyrir opnu marki. Hans 25. mark í aðeins 20 leikjum fyrir City. 25 - Erling Haaland has scored 25 goals in 20 appearances under Pep Guardiola; this is the quickest that any player has reached 25 goals under Guardiola with top-flight clubs:20 - Erling Haaland28 - Lionel Messi30 - Samuel Eto'o35 - Sergio Agüero41 - Thierry HenryGreats. pic.twitter.com/zXaNazJbmE— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2022 Þeir tveir gerðu svo endanlega út um leikinn á 65. mínútu en þá skoraði Håland sitt 20. deildarmark í 14 leikjum eftir sendingu Grealish. Norðmaðurinn fékk sendingu út í teiginn og átti skot í fyrsta. Meslier var í boltanum en það dugði ekki til og staðan orðin 0-3. 20 - Erling Haaland has become the fastest player to score 20 goals in the Premier League, doing so in 14 appearances:14 - Erling Haaland21 - Kevin Phillips23 - Andrew Cole26 - Ruud van Nistelrooy26 - Diego Costa26 - Tony Yeboah Supreme. pic.twitter.com/Xss4AvcBia— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2022 Það var engan bilbug að finna á stuðningsfólki heimaliðsins sem lét aðdáendur Man City heyra það. „Your support is f***ing shit“ ómaði um völlinn en á íslensku mætti lauslega, og pent, þýða það sem „stuðningurinn ykkar er ömurlegur.“ Á 72. mínútu minnkaði Leeds muninn þegar Pascal Struijk minnkaði muninn með skalla eftir hornspyrnu Sam Greenwood. Håland fékk algjört dauðafæri til að fullkomna þrennuna ekki löngu síðar en Meslier varði vel. Leeds fékk dauðafæri strax í næstu sókn en allt kom fyrir ekki, mark á þessum tímapunkti hefði umturnað leiknum en Man City hélt út. Lokatölur á Elland Road 1-3 og sannfærandi sigur Man City staðreynd. Sigurinn þýðir að lærisveinar Pep Guardiola eru áfram fimm stigum á eftir toppliði Arsenal en Skytturnar eru með 40 stig að loknum 15 leikjum. Leeds er með 15 stig eftir jafn marga leiki, tveimur stigum frá fallsæti.