„Hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2022 14:46 Páll Sævar Guðjónsson segir erfiðleika í einkalífinu setja strik í reikninginn hjá ríkjandi heimsmeistara. Samsett/Vísir/Getty Peter Wright, heimsmeistari í pílukasti, féll óvænt úr keppni á heimsmeistaramótinu í 32-manna úrslitum í Lundúnum í gær. Páll Sævar Guðjónsson segir veikindi eiginkonu hans hafa haft sitt að segja. „Þetta var hræðilegt að sjá til hans í gær. Það er náttúrulega búið að vera erfitt hjá honum í einkalífinu þar sem konan hans er búin að vera mjög lasin og þau hafa verið mikið á sjúkrahúsi,“ segir Páll Sævar í samtali við íþróttadeild. Páll er á meðal helstu pílukastssérfræðinga landsins og hefur lýst heimsmeistaramótinu síðustu ár. „Hann hefur náttúrulega verið að standa á bakvið hana, eðlilega, en þá fer auðvitað mikill tími í það og enginn tími til æfinga. Ég einhvern veginn hafði þetta á tilfinningunni fyrir viðureignina í gær,“ segir Páll Sævar enn fremur. Skellur fyrir mótið í heild Wright vann fyrsta sett gærkvöldsins en gekk að öðru leyti afar illa og tapaði nokkuð örugglega fyrir Belganum Kim Huybrechts. En á áralöng reynsla Wright ekki að nýtast við aðstæður sem þessar? „Reynslan á náttúrulega að skila sér þarna og hann er í raun og veru mjög heppinn að vinna fyrsta settið. En hann tapar svo viðureigninni 4-1 og það gekk í rauninni ekkert upp hjá honum. Hann hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni,“ segir Páll Sævar, sem segir óeðlilegt að heimsmeistari falli svo snemma úr keppni. „Ríkjandi heimsmeistari á að komast í átta eða fjögurra manna úrslit og þetta er skellur fyrir mótið í heild sinni. En þá verður aðgangurinn greiðari fyrir Michael van Gerwen og Gerwyn Price,“ segir Páll Sævar. Pílukast Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Sjá meira
„Þetta var hræðilegt að sjá til hans í gær. Það er náttúrulega búið að vera erfitt hjá honum í einkalífinu þar sem konan hans er búin að vera mjög lasin og þau hafa verið mikið á sjúkrahúsi,“ segir Páll Sævar í samtali við íþróttadeild. Páll er á meðal helstu pílukastssérfræðinga landsins og hefur lýst heimsmeistaramótinu síðustu ár. „Hann hefur náttúrulega verið að standa á bakvið hana, eðlilega, en þá fer auðvitað mikill tími í það og enginn tími til æfinga. Ég einhvern veginn hafði þetta á tilfinningunni fyrir viðureignina í gær,“ segir Páll Sævar enn fremur. Skellur fyrir mótið í heild Wright vann fyrsta sett gærkvöldsins en gekk að öðru leyti afar illa og tapaði nokkuð örugglega fyrir Belganum Kim Huybrechts. En á áralöng reynsla Wright ekki að nýtast við aðstæður sem þessar? „Reynslan á náttúrulega að skila sér þarna og hann er í raun og veru mjög heppinn að vinna fyrsta settið. En hann tapar svo viðureigninni 4-1 og það gekk í rauninni ekkert upp hjá honum. Hann hefði ekki hitt belju þó hann héldi í halann á henni,“ segir Páll Sævar, sem segir óeðlilegt að heimsmeistari falli svo snemma úr keppni. „Ríkjandi heimsmeistari á að komast í átta eða fjögurra manna úrslit og þetta er skellur fyrir mótið í heild sinni. En þá verður aðgangurinn greiðari fyrir Michael van Gerwen og Gerwyn Price,“ segir Páll Sævar.
Pílukast Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Sjá meira