Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2022 12:54 Otti Rafn Sigmarsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Landsbjörg Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. Frá og með deginum í dag er notkun og sala skotelda heimil en lögregluyfirvöld vilja minna á að samkvæmt reglugerð er almenn notkun skotelda leyfð frá 28 desember til 6. janúar en að notkun þeirra sé alltaf bönnuð frá tíu á kvöldin til tíu á morgnanna að undanskilinni nýársnótt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir flugeldasöluna vega þungt. „Þetta er bara okkar langstærsti fjáröflunarliður og er í raun og veru það sem rekur langflestar björgunarsveitir á landinu.“ Um það bil fimmtán prósenta hækkun verður á verði flugelda milli ára. „Það er einhver verðmunur sem skýrist af sveiflum á genginu en það er annars ekkert stórvægilegt.“ Rúmlega átta hundruð björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í verkefnum undanfarinna daga. „Það er búið að vera sérstaklega mikið álag núna síðustu daga og í undirbúningi flugeldasölunnar og í aðdraganda jólanna og yfir jólin en ég held að það séu allir búnir að ná vopnum ´sinum aftur og við hlökkum bara til.“ Umhverfisstofnun hvatti fólk í gær til þess að kaupa ekki flugelda vegna mengunar. „Það er auðvitað bara öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á þessu og allt í góðu með það en finnst þetta auðvitað óheppilegt en við höfum svona lagt okkur að mörkum að gera þetta betur og minnka mengun af flugeldum og lagt svolítið upp úr því á síðustu árum en þetta er auðvitað bara svona.“ Síðustu ár hafa björgunarsveitirnar reynt að fjölga fjáröflunarleiðum til að þurfa ekki að vera eins mikið háðar flugeldasölunni. „Þessi umræða hefur verið á lofti innan okkar raða í mörg ár en á sama tíma hefur bara kostnaður við rekstur björgunarsveita aukist gríðarlega og útköllum fjölgað og verkefnið stækkað þannig að við einhvern veginn náum ekki í skottið á okkur með það en við erum alltaf að reyna,“ segir Otti Rafn Sigmarsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Flugeldar Umhverfismál Áramót Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka flugeldum Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 27. desember 2022 20:30 Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. 27. desember 2022 23:58 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Frá og með deginum í dag er notkun og sala skotelda heimil en lögregluyfirvöld vilja minna á að samkvæmt reglugerð er almenn notkun skotelda leyfð frá 28 desember til 6. janúar en að notkun þeirra sé alltaf bönnuð frá tíu á kvöldin til tíu á morgnanna að undanskilinni nýársnótt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir flugeldasöluna vega þungt. „Þetta er bara okkar langstærsti fjáröflunarliður og er í raun og veru það sem rekur langflestar björgunarsveitir á landinu.“ Um það bil fimmtán prósenta hækkun verður á verði flugelda milli ára. „Það er einhver verðmunur sem skýrist af sveiflum á genginu en það er annars ekkert stórvægilegt.“ Rúmlega átta hundruð björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í verkefnum undanfarinna daga. „Það er búið að vera sérstaklega mikið álag núna síðustu daga og í undirbúningi flugeldasölunnar og í aðdraganda jólanna og yfir jólin en ég held að það séu allir búnir að ná vopnum ´sinum aftur og við hlökkum bara til.“ Umhverfisstofnun hvatti fólk í gær til þess að kaupa ekki flugelda vegna mengunar. „Það er auðvitað bara öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á þessu og allt í góðu með það en finnst þetta auðvitað óheppilegt en við höfum svona lagt okkur að mörkum að gera þetta betur og minnka mengun af flugeldum og lagt svolítið upp úr því á síðustu árum en þetta er auðvitað bara svona.“ Síðustu ár hafa björgunarsveitirnar reynt að fjölga fjáröflunarleiðum til að þurfa ekki að vera eins mikið háðar flugeldasölunni. „Þessi umræða hefur verið á lofti innan okkar raða í mörg ár en á sama tíma hefur bara kostnaður við rekstur björgunarsveita aukist gríðarlega og útköllum fjölgað og verkefnið stækkað þannig að við einhvern veginn náum ekki í skottið á okkur með það en við erum alltaf að reyna,“ segir Otti Rafn Sigmarsson er formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Flugeldar Umhverfismál Áramót Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka flugeldum Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 27. desember 2022 20:30 Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. 27. desember 2022 23:58 Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Vilja fækka flugeldum Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 27. desember 2022 20:30
Hundurinn Píla sem týndist á jóladag fundinn Hundurinn Píla skelfdist eftir að flugeldar voru sprengdir skammt frá henni í göngutúr og sleit sig lausa. 36 tímum síðar fannst hún. Ráðgjafi hjá Dýrfinni minnir hundaeigendur á að merkja hunda sína vel. 27. desember 2022 23:58
Best sé að sleppa alveg flugeldunum Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að sleppa flugeldum alveg eða stilla notkun þeirra verulega í hóf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 22. desember 2022 15:43