Skoða að opna fljótandi gufubað á Pollinum Bjarki Sigurðsson skrifar 28. desember 2022 11:18 Fjórmenningarnir sem standa að verkefninu. Frá vinstri: Óli Rafn Kristinsson, Tinna Rún Snorradóttir, Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson. Aðsend Fjórir Ísfirðingar vilja opna fljótandi gufubað við bryggju bæjarins. Gufubaðið er af norskri fyrirmynd og myndi nýtast heimamönnum sem og ferðamönnum sem koma til bæjarins. Hægt verður að nota gufubaðið allan ársins hring. Tvö ísfirsk pör, annars vegar Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson og hins vegar Óli Rafn Kristinsson og Tinna Rún Snorradóttir, hafa í sameiningu reynt upp á síðkastið að fá leyfi til þess að byggja fljótandi gufubað við gamla olíumúlann á Ísafirði. Hafnarstjórn bæjarins hefur tekið vel í hugmyndina og staðsetninguna en nú er það undir hafnarstjóra að meta kostnað við verkefnið. Í samtali við fréttastofu segir Elena Dís að hún og Gauti hafi fengið hugmyndina eftir að hafa stundað nám í Tromsö í norðurhluta Noregs. „Þar eru bæði svona sánuklúbbar sem eru með sína sánu og svo eins og við erum að pæla, svona opnar sánur sem hægt er að bóka sér pláss í. Ég og Gauti vorum í Tromsö sem er miklu norðar en Ísafjörður, á 69 breiddargráðu. Þar er þetta mjög vinsælt allt árið í kring. Við prófuðum þetta þar og fannst þetta algjör snilld,“ segir Elena Dís. Svona lítur gufubaðið í Tromsö út á sumrin.Aðsend Hún segir að þeir sem þau hafa rætt við um hugmyndina hafi almennt tekið vel í hana. Gufubaðið henti öllum aldurshópum. Skíðamenn muni mögulega vilja sækjast í þetta á veturna og sjósundfólk eftir góðan sundsprett við fjörðinn. „Þetta gæti verið á floti allt árið, sama hvort Pollurinn sé ísilagður eða ekki. Þá bara velur maður hvort maður treysti sér að stinga sér til sunds eða ekki. Við myndum hafa það á floti við flotbryggju þannig það hangir við og fer með flóði og fjöru. Þetta liggur í raun eins og bátur við bryggju. Svo er alltaf möguleiki að draga þetta út á Poll og festa með akkeri á góðviðrisdögum,“ segir Elena Dís. Til að byrja með stefna þau að einu gufubaði með plássi fyrir tíu til tólf manns í einu. Líklega verður svipað fyrirkomulag og í Tromsö, það er að meirihluta dags verður hægt að bóka stakt pláss í gufubaðinu en á kvöldin verður hægt að leigja það í heild sinni fyrir hópa eða annað slíkt. Gufubaðið í Tromsö með borgina í vetrarbúning í bakgrunninum.Aðsend Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira
Tvö ísfirsk pör, annars vegar Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson og hins vegar Óli Rafn Kristinsson og Tinna Rún Snorradóttir, hafa í sameiningu reynt upp á síðkastið að fá leyfi til þess að byggja fljótandi gufubað við gamla olíumúlann á Ísafirði. Hafnarstjórn bæjarins hefur tekið vel í hugmyndina og staðsetninguna en nú er það undir hafnarstjóra að meta kostnað við verkefnið. Í samtali við fréttastofu segir Elena Dís að hún og Gauti hafi fengið hugmyndina eftir að hafa stundað nám í Tromsö í norðurhluta Noregs. „Þar eru bæði svona sánuklúbbar sem eru með sína sánu og svo eins og við erum að pæla, svona opnar sánur sem hægt er að bóka sér pláss í. Ég og Gauti vorum í Tromsö sem er miklu norðar en Ísafjörður, á 69 breiddargráðu. Þar er þetta mjög vinsælt allt árið í kring. Við prófuðum þetta þar og fannst þetta algjör snilld,“ segir Elena Dís. Svona lítur gufubaðið í Tromsö út á sumrin.Aðsend Hún segir að þeir sem þau hafa rætt við um hugmyndina hafi almennt tekið vel í hana. Gufubaðið henti öllum aldurshópum. Skíðamenn muni mögulega vilja sækjast í þetta á veturna og sjósundfólk eftir góðan sundsprett við fjörðinn. „Þetta gæti verið á floti allt árið, sama hvort Pollurinn sé ísilagður eða ekki. Þá bara velur maður hvort maður treysti sér að stinga sér til sunds eða ekki. Við myndum hafa það á floti við flotbryggju þannig það hangir við og fer með flóði og fjöru. Þetta liggur í raun eins og bátur við bryggju. Svo er alltaf möguleiki að draga þetta út á Poll og festa með akkeri á góðviðrisdögum,“ segir Elena Dís. Til að byrja með stefna þau að einu gufubaði með plássi fyrir tíu til tólf manns í einu. Líklega verður svipað fyrirkomulag og í Tromsö, það er að meirihluta dags verður hægt að bóka stakt pláss í gufubaðinu en á kvöldin verður hægt að leigja það í heild sinni fyrir hópa eða annað slíkt. Gufubaðið í Tromsö með borgina í vetrarbúning í bakgrunninum.Aðsend
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira