Skoða að opna fljótandi gufubað á Pollinum Bjarki Sigurðsson skrifar 28. desember 2022 11:18 Fjórmenningarnir sem standa að verkefninu. Frá vinstri: Óli Rafn Kristinsson, Tinna Rún Snorradóttir, Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson. Aðsend Fjórir Ísfirðingar vilja opna fljótandi gufubað við bryggju bæjarins. Gufubaðið er af norskri fyrirmynd og myndi nýtast heimamönnum sem og ferðamönnum sem koma til bæjarins. Hægt verður að nota gufubaðið allan ársins hring. Tvö ísfirsk pör, annars vegar Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson og hins vegar Óli Rafn Kristinsson og Tinna Rún Snorradóttir, hafa í sameiningu reynt upp á síðkastið að fá leyfi til þess að byggja fljótandi gufubað við gamla olíumúlann á Ísafirði. Hafnarstjórn bæjarins hefur tekið vel í hugmyndina og staðsetninguna en nú er það undir hafnarstjóra að meta kostnað við verkefnið. Í samtali við fréttastofu segir Elena Dís að hún og Gauti hafi fengið hugmyndina eftir að hafa stundað nám í Tromsö í norðurhluta Noregs. „Þar eru bæði svona sánuklúbbar sem eru með sína sánu og svo eins og við erum að pæla, svona opnar sánur sem hægt er að bóka sér pláss í. Ég og Gauti vorum í Tromsö sem er miklu norðar en Ísafjörður, á 69 breiddargráðu. Þar er þetta mjög vinsælt allt árið í kring. Við prófuðum þetta þar og fannst þetta algjör snilld,“ segir Elena Dís. Svona lítur gufubaðið í Tromsö út á sumrin.Aðsend Hún segir að þeir sem þau hafa rætt við um hugmyndina hafi almennt tekið vel í hana. Gufubaðið henti öllum aldurshópum. Skíðamenn muni mögulega vilja sækjast í þetta á veturna og sjósundfólk eftir góðan sundsprett við fjörðinn. „Þetta gæti verið á floti allt árið, sama hvort Pollurinn sé ísilagður eða ekki. Þá bara velur maður hvort maður treysti sér að stinga sér til sunds eða ekki. Við myndum hafa það á floti við flotbryggju þannig það hangir við og fer með flóði og fjöru. Þetta liggur í raun eins og bátur við bryggju. Svo er alltaf möguleiki að draga þetta út á Poll og festa með akkeri á góðviðrisdögum,“ segir Elena Dís. Til að byrja með stefna þau að einu gufubaði með plássi fyrir tíu til tólf manns í einu. Líklega verður svipað fyrirkomulag og í Tromsö, það er að meirihluta dags verður hægt að bóka stakt pláss í gufubaðinu en á kvöldin verður hægt að leigja það í heild sinni fyrir hópa eða annað slíkt. Gufubaðið í Tromsö með borgina í vetrarbúning í bakgrunninum.Aðsend Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Tvö ísfirsk pör, annars vegar Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson og hins vegar Óli Rafn Kristinsson og Tinna Rún Snorradóttir, hafa í sameiningu reynt upp á síðkastið að fá leyfi til þess að byggja fljótandi gufubað við gamla olíumúlann á Ísafirði. Hafnarstjórn bæjarins hefur tekið vel í hugmyndina og staðsetninguna en nú er það undir hafnarstjóra að meta kostnað við verkefnið. Í samtali við fréttastofu segir Elena Dís að hún og Gauti hafi fengið hugmyndina eftir að hafa stundað nám í Tromsö í norðurhluta Noregs. „Þar eru bæði svona sánuklúbbar sem eru með sína sánu og svo eins og við erum að pæla, svona opnar sánur sem hægt er að bóka sér pláss í. Ég og Gauti vorum í Tromsö sem er miklu norðar en Ísafjörður, á 69 breiddargráðu. Þar er þetta mjög vinsælt allt árið í kring. Við prófuðum þetta þar og fannst þetta algjör snilld,“ segir Elena Dís. Svona lítur gufubaðið í Tromsö út á sumrin.Aðsend Hún segir að þeir sem þau hafa rætt við um hugmyndina hafi almennt tekið vel í hana. Gufubaðið henti öllum aldurshópum. Skíðamenn muni mögulega vilja sækjast í þetta á veturna og sjósundfólk eftir góðan sundsprett við fjörðinn. „Þetta gæti verið á floti allt árið, sama hvort Pollurinn sé ísilagður eða ekki. Þá bara velur maður hvort maður treysti sér að stinga sér til sunds eða ekki. Við myndum hafa það á floti við flotbryggju þannig það hangir við og fer með flóði og fjöru. Þetta liggur í raun eins og bátur við bryggju. Svo er alltaf möguleiki að draga þetta út á Poll og festa með akkeri á góðviðrisdögum,“ segir Elena Dís. Til að byrja með stefna þau að einu gufubaði með plássi fyrir tíu til tólf manns í einu. Líklega verður svipað fyrirkomulag og í Tromsö, það er að meirihluta dags verður hægt að bóka stakt pláss í gufubaðinu en á kvöldin verður hægt að leigja það í heild sinni fyrir hópa eða annað slíkt. Gufubaðið í Tromsö með borgina í vetrarbúning í bakgrunninum.Aðsend
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira