Wright og Huybrechts áttust við í seinustu viðureign kvöldsins þegar 32-manna úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti hófust. Wright var afar langt frá sínu besta og lét slæmt gengi sitt augljóslega fara í taugarnar á sér.
Wright byrjaði þó nokkuð vel og vann fyrsta settið 3-0. Það sem eftir var í viðureigninni gekk þó ekkert upp hjá Skotanum, Huybrechts gekk á lagið og vann að lokum sanngjarnan 4-1 sigur.
Heimsmeistarinn er því úr leik á heimsmeistaramótinu í pílu, en Kim Huybrechts, sem situr í 31. sæti heimslista PDC, er kominn í 16-manna úrslit þar sem hann mætir landa sínum Dimitri Van den Bergh.
THE CHAMP IS OUT! ❌🤯
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 27, 2022
Kim Huybrechts dumps out the World Champion in the third round!
A massive upset to close out Night Ten as the Belgian reels off four sets on the spin to eliminate Peter Wright!
WOW. #WCDarts | R3 pic.twitter.com/Xx9fH2kcVZ
Þá vann efsti maður heimslistans, Gerwyn Price, öruggan 4-0 sigur gegn Raymond van Barneveld og nýliðinn Josh Rock vann óvæntan 4-3 sigur gegn Nathan Aspinall.
Úrslit kvöldsins
Dimitri Van den Bergh 4-1 Krzisztof Ratajski
Nathan Aspinall 3-4 Josh Rock
Jonny Clayton 4-1 Brendan Dolan
Jim Williams 3-4 Gabriel Clemens
Gerwin Price 3-4 Raymond Barneveld
Peter Wright 1-4 Kim Huybrechts