Harðorður vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í öryggismálum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 21:37 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslands svipta hulunni af „æpandi andvaraleysi íslenskra stjórnvalda þegar kemur að varnar- og öryggismálum“. Hann er harðorður í garð íslenskra stjórnvalda vegna aðgerðarleysis í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og segir stefnuna litast af viðhorfi Vinstri grænna. Í nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Þar er lögð áhersla á virka þátttöku Íslands í þeim alþjóðastofnunum sem við eigum aðild að og fara með öryggis- og varnarmál. Baldur segir hins vegar að í tillögu að breytingu á þingsályktunartillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu sé ekki fjallað um hvernig að þessum breytingum skuli standa og að skýrslan leggi áherslu á hefðbundnar almannavarnir en ekki hervarnir. „Það er ekkert samræmi á milli þessarar þingsályktunartillögu forsætisráðherra og nýrrar skýrslu þjóðaröryggisráðs um nýtt hernaðarlegt mikilvægi Íslands í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, raunar er ekkert minnst á þessa nýju stöðu eða mótuð stefna eða gerðar áætlanir í samræmi við hana,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Þörf á varnaráætlun Á sama tíma hafi allar aðrar nágrannaþjóðir okkar mótað nýjar varnaráætlanir. „Hér á landi hefur forsætisráðherra einungis boðað breytingar sem lúta að almannavörnum en ekki hervörnum. Mér finnst mikilvægt að þetta verði unnið mun betur.“ Í skýrslu þjóðaröryggisráðs er ýmislegt nefnt sem skuli koma til álita í öryggismálum landsins; ný grunnstefna NATO, norræn varnarsamvinna, ógn við stöðugleika á Norðurslóðum og að hernaðarlegt mikilvægi hafsvæðis í kringum landið hafi aukist. „En ekkert er kveðið á um hvað íslensk stjórnvöld vilji gera í tengslum við þetta. Hvers konar stefnu eða aðgerða þau vilja grípa til í tengslum við þessar umfangsmiklu breytingar í öryggismálum í Evrópu, stjórnvöld hafa ekki svarað því.“ Hann segir því að verið sé að útvista öryggis- og varnarmálum til bandalagsþjóða innan NATO. „Við virðumst líka í opinberri umræðu hafa voðalega takmarkaða skoðun á þessu sjálf.“ „Mér finnst þetta ekki ganga upp vegna þess að við verðum sjálf að meta hvers konar varnir við viljum hafa til staðar.“ Einnig verði að taka hugsanleg útbreiðsluáhrif stríðsins í Úkraínu inn í stefnumótun hérlendis. „Það hafa aldrei verið meiri líkur á að stríð breiðist út í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Nú er ég ekki að segja að það muni eiga sér stað en í tillögum forsætisráðherra er ekkert gert ráð fyrir þeim skelfilega möguleika. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að gera það,“ segir Baldur. Gætir áhrifa VG Þá segir Baldur að vægi Vinstri grænna birtist í stefnu ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum. „Líklega hafa Vinstri græn meiri áhrif á þessa stefnu en maður heldur við fyrstu sýn.“ „Þetta birtist með þeim hætti að það virðist ekki vera trú á fælingarmátt varna og varnarviðbúnaðar sem virkaði vel á tímum kalda stríðsins. Stefna Vinstri grænna um hlutleysi er góð og gild en mér finnst hún marka þessi plögg.“ Þögn Vinstri grænna um varnarviðbúnað hlutleysi íslenskra stjórnvalda í þeim efnum liti einnig áætlanir stjórnvalda. „Mér finnst ekki ásættanlegt, líkt og oft kemur fram hjá ráðamönnum þegar þeir eru spurðir að því hvernig við eigum hér heima fyrir að bregðast við ástandinu í Úkraínu, að velta boltanum yfir á bandalagsþjóðir okkar og segja við viljum sjá hvernig þau ætla að gera þetta. Vegna þess að við getum haft aðra afstöðu til þess hvernig best sé að tryggja varnir Íslands en Bandaríkin eða Norðmenn.“ Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Í nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Þar er lögð áhersla á virka þátttöku Íslands í þeim alþjóðastofnunum sem við eigum aðild að og fara með öryggis- og varnarmál. Baldur segir hins vegar að í tillögu að breytingu á þingsályktunartillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu sé ekki fjallað um hvernig að þessum breytingum skuli standa og að skýrslan leggi áherslu á hefðbundnar almannavarnir en ekki hervarnir. „Það er ekkert samræmi á milli þessarar þingsályktunartillögu forsætisráðherra og nýrrar skýrslu þjóðaröryggisráðs um nýtt hernaðarlegt mikilvægi Íslands í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, raunar er ekkert minnst á þessa nýju stöðu eða mótuð stefna eða gerðar áætlanir í samræmi við hana,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Þörf á varnaráætlun Á sama tíma hafi allar aðrar nágrannaþjóðir okkar mótað nýjar varnaráætlanir. „Hér á landi hefur forsætisráðherra einungis boðað breytingar sem lúta að almannavörnum en ekki hervörnum. Mér finnst mikilvægt að þetta verði unnið mun betur.“ Í skýrslu þjóðaröryggisráðs er ýmislegt nefnt sem skuli koma til álita í öryggismálum landsins; ný grunnstefna NATO, norræn varnarsamvinna, ógn við stöðugleika á Norðurslóðum og að hernaðarlegt mikilvægi hafsvæðis í kringum landið hafi aukist. „En ekkert er kveðið á um hvað íslensk stjórnvöld vilji gera í tengslum við þetta. Hvers konar stefnu eða aðgerða þau vilja grípa til í tengslum við þessar umfangsmiklu breytingar í öryggismálum í Evrópu, stjórnvöld hafa ekki svarað því.“ Hann segir því að verið sé að útvista öryggis- og varnarmálum til bandalagsþjóða innan NATO. „Við virðumst líka í opinberri umræðu hafa voðalega takmarkaða skoðun á þessu sjálf.“ „Mér finnst þetta ekki ganga upp vegna þess að við verðum sjálf að meta hvers konar varnir við viljum hafa til staðar.“ Einnig verði að taka hugsanleg útbreiðsluáhrif stríðsins í Úkraínu inn í stefnumótun hérlendis. „Það hafa aldrei verið meiri líkur á að stríð breiðist út í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Nú er ég ekki að segja að það muni eiga sér stað en í tillögum forsætisráðherra er ekkert gert ráð fyrir þeim skelfilega möguleika. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að gera það,“ segir Baldur. Gætir áhrifa VG Þá segir Baldur að vægi Vinstri grænna birtist í stefnu ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum. „Líklega hafa Vinstri græn meiri áhrif á þessa stefnu en maður heldur við fyrstu sýn.“ „Þetta birtist með þeim hætti að það virðist ekki vera trú á fælingarmátt varna og varnarviðbúnaðar sem virkaði vel á tímum kalda stríðsins. Stefna Vinstri grænna um hlutleysi er góð og gild en mér finnst hún marka þessi plögg.“ Þögn Vinstri grænna um varnarviðbúnað hlutleysi íslenskra stjórnvalda í þeim efnum liti einnig áætlanir stjórnvalda. „Mér finnst ekki ásættanlegt, líkt og oft kemur fram hjá ráðamönnum þegar þeir eru spurðir að því hvernig við eigum hér heima fyrir að bregðast við ástandinu í Úkraínu, að velta boltanum yfir á bandalagsþjóðir okkar og segja við viljum sjá hvernig þau ætla að gera þetta. Vegna þess að við getum haft aðra afstöðu til þess hvernig best sé að tryggja varnir Íslands en Bandaríkin eða Norðmenn.“
Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira