Harðorður vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í öryggismálum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 21:37 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslands svipta hulunni af „æpandi andvaraleysi íslenskra stjórnvalda þegar kemur að varnar- og öryggismálum“. Hann er harðorður í garð íslenskra stjórnvalda vegna aðgerðarleysis í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og segir stefnuna litast af viðhorfi Vinstri grænna. Í nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Þar er lögð áhersla á virka þátttöku Íslands í þeim alþjóðastofnunum sem við eigum aðild að og fara með öryggis- og varnarmál. Baldur segir hins vegar að í tillögu að breytingu á þingsályktunartillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu sé ekki fjallað um hvernig að þessum breytingum skuli standa og að skýrslan leggi áherslu á hefðbundnar almannavarnir en ekki hervarnir. „Það er ekkert samræmi á milli þessarar þingsályktunartillögu forsætisráðherra og nýrrar skýrslu þjóðaröryggisráðs um nýtt hernaðarlegt mikilvægi Íslands í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, raunar er ekkert minnst á þessa nýju stöðu eða mótuð stefna eða gerðar áætlanir í samræmi við hana,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Þörf á varnaráætlun Á sama tíma hafi allar aðrar nágrannaþjóðir okkar mótað nýjar varnaráætlanir. „Hér á landi hefur forsætisráðherra einungis boðað breytingar sem lúta að almannavörnum en ekki hervörnum. Mér finnst mikilvægt að þetta verði unnið mun betur.“ Í skýrslu þjóðaröryggisráðs er ýmislegt nefnt sem skuli koma til álita í öryggismálum landsins; ný grunnstefna NATO, norræn varnarsamvinna, ógn við stöðugleika á Norðurslóðum og að hernaðarlegt mikilvægi hafsvæðis í kringum landið hafi aukist. „En ekkert er kveðið á um hvað íslensk stjórnvöld vilji gera í tengslum við þetta. Hvers konar stefnu eða aðgerða þau vilja grípa til í tengslum við þessar umfangsmiklu breytingar í öryggismálum í Evrópu, stjórnvöld hafa ekki svarað því.“ Hann segir því að verið sé að útvista öryggis- og varnarmálum til bandalagsþjóða innan NATO. „Við virðumst líka í opinberri umræðu hafa voðalega takmarkaða skoðun á þessu sjálf.“ „Mér finnst þetta ekki ganga upp vegna þess að við verðum sjálf að meta hvers konar varnir við viljum hafa til staðar.“ Einnig verði að taka hugsanleg útbreiðsluáhrif stríðsins í Úkraínu inn í stefnumótun hérlendis. „Það hafa aldrei verið meiri líkur á að stríð breiðist út í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Nú er ég ekki að segja að það muni eiga sér stað en í tillögum forsætisráðherra er ekkert gert ráð fyrir þeim skelfilega möguleika. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að gera það,“ segir Baldur. Gætir áhrifa VG Þá segir Baldur að vægi Vinstri grænna birtist í stefnu ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum. „Líklega hafa Vinstri græn meiri áhrif á þessa stefnu en maður heldur við fyrstu sýn.“ „Þetta birtist með þeim hætti að það virðist ekki vera trú á fælingarmátt varna og varnarviðbúnaðar sem virkaði vel á tímum kalda stríðsins. Stefna Vinstri grænna um hlutleysi er góð og gild en mér finnst hún marka þessi plögg.“ Þögn Vinstri grænna um varnarviðbúnað hlutleysi íslenskra stjórnvalda í þeim efnum liti einnig áætlanir stjórnvalda. „Mér finnst ekki ásættanlegt, líkt og oft kemur fram hjá ráðamönnum þegar þeir eru spurðir að því hvernig við eigum hér heima fyrir að bregðast við ástandinu í Úkraínu, að velta boltanum yfir á bandalagsþjóðir okkar og segja við viljum sjá hvernig þau ætla að gera þetta. Vegna þess að við getum haft aðra afstöðu til þess hvernig best sé að tryggja varnir Íslands en Bandaríkin eða Norðmenn.“ Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Í nýrri skýrslu þjóðaröryggisráðs kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Þar er lögð áhersla á virka þátttöku Íslands í þeim alþjóðastofnunum sem við eigum aðild að og fara með öryggis- og varnarmál. Baldur segir hins vegar að í tillögu að breytingu á þingsályktunartillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu sé ekki fjallað um hvernig að þessum breytingum skuli standa og að skýrslan leggi áherslu á hefðbundnar almannavarnir en ekki hervarnir. „Það er ekkert samræmi á milli þessarar þingsályktunartillögu forsætisráðherra og nýrrar skýrslu þjóðaröryggisráðs um nýtt hernaðarlegt mikilvægi Íslands í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, raunar er ekkert minnst á þessa nýju stöðu eða mótuð stefna eða gerðar áætlanir í samræmi við hana,“ segir Baldur í samtali við Vísi. Þörf á varnaráætlun Á sama tíma hafi allar aðrar nágrannaþjóðir okkar mótað nýjar varnaráætlanir. „Hér á landi hefur forsætisráðherra einungis boðað breytingar sem lúta að almannavörnum en ekki hervörnum. Mér finnst mikilvægt að þetta verði unnið mun betur.“ Í skýrslu þjóðaröryggisráðs er ýmislegt nefnt sem skuli koma til álita í öryggismálum landsins; ný grunnstefna NATO, norræn varnarsamvinna, ógn við stöðugleika á Norðurslóðum og að hernaðarlegt mikilvægi hafsvæðis í kringum landið hafi aukist. „En ekkert er kveðið á um hvað íslensk stjórnvöld vilji gera í tengslum við þetta. Hvers konar stefnu eða aðgerða þau vilja grípa til í tengslum við þessar umfangsmiklu breytingar í öryggismálum í Evrópu, stjórnvöld hafa ekki svarað því.“ Hann segir því að verið sé að útvista öryggis- og varnarmálum til bandalagsþjóða innan NATO. „Við virðumst líka í opinberri umræðu hafa voðalega takmarkaða skoðun á þessu sjálf.“ „Mér finnst þetta ekki ganga upp vegna þess að við verðum sjálf að meta hvers konar varnir við viljum hafa til staðar.“ Einnig verði að taka hugsanleg útbreiðsluáhrif stríðsins í Úkraínu inn í stefnumótun hérlendis. „Það hafa aldrei verið meiri líkur á að stríð breiðist út í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Nú er ég ekki að segja að það muni eiga sér stað en í tillögum forsætisráðherra er ekkert gert ráð fyrir þeim skelfilega möguleika. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að gera það,“ segir Baldur. Gætir áhrifa VG Þá segir Baldur að vægi Vinstri grænna birtist í stefnu ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum. „Líklega hafa Vinstri græn meiri áhrif á þessa stefnu en maður heldur við fyrstu sýn.“ „Þetta birtist með þeim hætti að það virðist ekki vera trú á fælingarmátt varna og varnarviðbúnaðar sem virkaði vel á tímum kalda stríðsins. Stefna Vinstri grænna um hlutleysi er góð og gild en mér finnst hún marka þessi plögg.“ Þögn Vinstri grænna um varnarviðbúnað hlutleysi íslenskra stjórnvalda í þeim efnum liti einnig áætlanir stjórnvalda. „Mér finnst ekki ásættanlegt, líkt og oft kemur fram hjá ráðamönnum þegar þeir eru spurðir að því hvernig við eigum hér heima fyrir að bregðast við ástandinu í Úkraínu, að velta boltanum yfir á bandalagsþjóðir okkar og segja við viljum sjá hvernig þau ætla að gera þetta. Vegna þess að við getum haft aðra afstöðu til þess hvernig best sé að tryggja varnir Íslands en Bandaríkin eða Norðmenn.“
Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira