„Einhverjir áratugir síðan það hefur komið svona mikill snjór“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2022 22:26 Snjóflóð féll í Reynisfjalli skammt frá Vík í Mýrdal og hafa hús verið rýmd í Mýrdal vegna snjóflóðahættu. Aðsend Samgöngur hafa raskast í dag vegna ófærðar en loka þurfti hluta hringvegarins um tíma. Búist er við að lægðin gangi niður í kvöld. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir íbúa þar ekki hafa séð annað eins í áratugi. Frá því í gærkvöldi hefur lægð gengið yfir landið og hefur mikil snjókoma fylgt. Þjóðveginum var lokað í þó nokkur tíma á milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs. Lokanir síðustu daga og þung færð farnar að hafa áhrif á íbúa í Mýrdalshreppi. „Í Víkinni er það sérstaklega mikið fannfergi og alls ekki fólksbílafært innanbæjar,“ segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Fannfergi hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk í vanda. Búist er við að lægðin gangi niður í kvöld. Kuldi er þó áfram í kortunum og gular viðvaranir á morgun. Einar segir ítrekaðar vegalokanir mjög íþyngjandi fyrir íbúa á svæðinu. Samfélagið geti hæglega orðið af tugum milljóna króna fyrir hvern dag sem að loka þarf vegum í tapaðri gistingu eða sölu á þjónustu og veitingum. Þess vegna þurfi samgöngur að vera greiðar eins og kostur er. Hann telur að það geti tekið tíma að koma samgöngum á svæðinu í eðlilegt horf. „Það eru einhverjir áratugir síðan það hefur komið svona mikill snjór í Vík þannig að við verðum einhvern smátíma að því.“ Mikið hefur mætt á björgunarsveitum en á jóladag festi rútubílstjóri meðal annars rútu sína í tvígang í Mýrdalshrepp eftir að hafa ekki virt lokanir „Það er auðvitað mikil mildi raunverulega að það hafi ekki orðið slys á fólki þegar óvanir ferðamenn, sem að eðlilega, eru áfjáðir að geta haldið ferðinni sinni áfram ana út jafnvel fótgangandi í blindbyl.“ Þeir sem koma að ferðaþjónustu segja mikilvægt að tryggja góða upplýsingagjöf til ferðamanna sér í lagi yfir vetrartímann. Ferðaþjónustuaðilar hafi staðið sig nokkuð vel en sumir séu á eigin vegum og misvel gangi að ná til fólks. Skoða þurfi hvort hægt sé að gera betur. „Við þurfum að uppfæra okkar viðbrögð og undirbúning. Samskiptin á milli viðbragðsaðila og þeirra sem eru að vinna í bransanum. Hvort hægt er að gefa upplýsingar til dæmis um lokanir og annað með einhvers konar betri fyrirvara eða fyrirsjáanleika um það hvenær verði opið eða opnað aftur og svo framvegis. Þetta er allt eitthvað sem við þurfum bara að hafa í sífelldri vinnslu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Veður Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Rýmingu í Mýrdal aflétt Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. 27. desember 2022 15:20 Ný lægð færist yfir landið með hvassviðri og snjó Spáð er allhvassri suðaustanátt með snjókomu á Suðausturlandi á morgun. Ný lægð færist yfir landið í nótt. 26. desember 2022 21:28 Víðtækar lokanir á Suðurlandi Enn er víða ófært vegna veðurs. Þjóðvegurinn er lokaður frá Markarfljóti alveg að Kirkjubæjarklaustri. Suðaustan stormur geisar á Suðausturlandi. 26. desember 2022 10:20 Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. 25. desember 2022 14:45 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Frá því í gærkvöldi hefur lægð gengið yfir landið og hefur mikil snjókoma fylgt. Þjóðveginum var lokað í þó nokkur tíma á milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs. Lokanir síðustu daga og þung færð farnar að hafa áhrif á íbúa í Mýrdalshreppi. „Í Víkinni er það sérstaklega mikið fannfergi og alls ekki fólksbílafært innanbæjar,“ segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Fannfergi hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk í vanda. Búist er við að lægðin gangi niður í kvöld. Kuldi er þó áfram í kortunum og gular viðvaranir á morgun. Einar segir ítrekaðar vegalokanir mjög íþyngjandi fyrir íbúa á svæðinu. Samfélagið geti hæglega orðið af tugum milljóna króna fyrir hvern dag sem að loka þarf vegum í tapaðri gistingu eða sölu á þjónustu og veitingum. Þess vegna þurfi samgöngur að vera greiðar eins og kostur er. Hann telur að það geti tekið tíma að koma samgöngum á svæðinu í eðlilegt horf. „Það eru einhverjir áratugir síðan það hefur komið svona mikill snjór í Vík þannig að við verðum einhvern smátíma að því.“ Mikið hefur mætt á björgunarsveitum en á jóladag festi rútubílstjóri meðal annars rútu sína í tvígang í Mýrdalshrepp eftir að hafa ekki virt lokanir „Það er auðvitað mikil mildi raunverulega að það hafi ekki orðið slys á fólki þegar óvanir ferðamenn, sem að eðlilega, eru áfjáðir að geta haldið ferðinni sinni áfram ana út jafnvel fótgangandi í blindbyl.“ Þeir sem koma að ferðaþjónustu segja mikilvægt að tryggja góða upplýsingagjöf til ferðamanna sér í lagi yfir vetrartímann. Ferðaþjónustuaðilar hafi staðið sig nokkuð vel en sumir séu á eigin vegum og misvel gangi að ná til fólks. Skoða þurfi hvort hægt sé að gera betur. „Við þurfum að uppfæra okkar viðbrögð og undirbúning. Samskiptin á milli viðbragðsaðila og þeirra sem eru að vinna í bransanum. Hvort hægt er að gefa upplýsingar til dæmis um lokanir og annað með einhvers konar betri fyrirvara eða fyrirsjáanleika um það hvenær verði opið eða opnað aftur og svo framvegis. Þetta er allt eitthvað sem við þurfum bara að hafa í sífelldri vinnslu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Veður Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Færð á vegum Tengdar fréttir Rýmingu í Mýrdal aflétt Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. 27. desember 2022 15:20 Ný lægð færist yfir landið með hvassviðri og snjó Spáð er allhvassri suðaustanátt með snjókomu á Suðausturlandi á morgun. Ný lægð færist yfir landið í nótt. 26. desember 2022 21:28 Víðtækar lokanir á Suðurlandi Enn er víða ófært vegna veðurs. Þjóðvegurinn er lokaður frá Markarfljóti alveg að Kirkjubæjarklaustri. Suðaustan stormur geisar á Suðausturlandi. 26. desember 2022 10:20 Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. 25. desember 2022 14:45 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Rýmingu í Mýrdal aflétt Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. 27. desember 2022 15:20
Ný lægð færist yfir landið með hvassviðri og snjó Spáð er allhvassri suðaustanátt með snjókomu á Suðausturlandi á morgun. Ný lægð færist yfir landið í nótt. 26. desember 2022 21:28
Víðtækar lokanir á Suðurlandi Enn er víða ófært vegna veðurs. Þjóðvegurinn er lokaður frá Markarfljóti alveg að Kirkjubæjarklaustri. Suðaustan stormur geisar á Suðausturlandi. 26. desember 2022 10:20
Víða ófært og vegir lokaðir Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. 25. desember 2022 14:45
Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45