„Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2022 20:01 Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins segir engin hverfi tekin fram yfir önnur þegar kemur að snjómokstri. Vísir/Steingrímur Búist er við að það verði búið að moka flestar götur og stíga í Reykjavík fyrir gamlárskvöld. Svo framarlega sem það snjóar ekki meira og það þarf að byrja á mokstri upp á nýtt. Það hefur verið lítið um jólafrí hjá snjómokstursfólki borgarinnar. Það hefur verið nóg að gera hjá borginni síðustu daga við að ryðja götur, salta og sanda. „Ég er búin að vera í snjómokstursverkefni undanfarna daga. Við byrjuðum klukkan fjögur í nótt til að geta verið reiðubúnir með helstu leiðir,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Hann segir að það taki um fjóra til sex daga að ryðja allar götur. Ef það byrji hins vegar að snjóa á þeim tíma þurfi að byrja upp á nýtt. „Þá þurfum við kannski að fara tvisvar á einhverjar götur og þá getur forgangur á neðri röð eins og húsagötur aðeins tafist,“ segir hann Hjalti segir rangt að frekar sé byrjað á hverfum miðsvæðis en efri byggðum borgarinnar. „Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri. Ef við fáum fréttir af því gegnum eftirlitsfólk að það séu erfiðar aðstæður einhvers staðar eins og í efri byggðum, eins og í Úlfarsárdal, Grafarvogi eða Breiðholti þá reynum við að leggja meiri áherslu á að fara þangað. Í stað þess að vera með tæki þar sem kannski minni erfiðleikar eru,“ segir Hjalti. Hjalti segir að vetrarfærð og kuldatíð hafi aðeins sett hans eigin dagskrá úr skorðum. „Jólafríið er nú búið að vera eitthvað takmarkað þetta árið, en en svona er þetta, þetta er bara starfið,“ segir hann. Bláar og grænar tunnur tæmdar fyrir árslok Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri Sorphirðu borgarinnar vonar að það takist að klára að tæma bláar og grænar tunnur í vikunni.Vísir/Steingrímur Sorphirða borgarinnar tók líka daginn snemma en starfsfólk tekur grænar og bláar tunnur í þessari viku. Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri vonar að það takist að klára fyrir gamlárskvöld. „Við klárum restina af Grafarvogi og Vesturbæinn í þessari viku en það verður knappt því færðin seinkar aðeins störfum okkar. Þá biðjum við fólk að moka frá tunnum, en ef við komumst ekki að þeim þá er ruslið ekki tekið í það skiptið. Það er þó sem betur fer sjaldgæft,“ segir Ingimundur. Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá borginni síðustu daga við að ryðja götur, salta og sanda. „Ég er búin að vera í snjómokstursverkefni undanfarna daga. Við byrjuðum klukkan fjögur í nótt til að geta verið reiðubúnir með helstu leiðir,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Hann segir að það taki um fjóra til sex daga að ryðja allar götur. Ef það byrji hins vegar að snjóa á þeim tíma þurfi að byrja upp á nýtt. „Þá þurfum við kannski að fara tvisvar á einhverjar götur og þá getur forgangur á neðri röð eins og húsagötur aðeins tafist,“ segir hann Hjalti segir rangt að frekar sé byrjað á hverfum miðsvæðis en efri byggðum borgarinnar. „Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri. Ef við fáum fréttir af því gegnum eftirlitsfólk að það séu erfiðar aðstæður einhvers staðar eins og í efri byggðum, eins og í Úlfarsárdal, Grafarvogi eða Breiðholti þá reynum við að leggja meiri áherslu á að fara þangað. Í stað þess að vera með tæki þar sem kannski minni erfiðleikar eru,“ segir Hjalti. Hjalti segir að vetrarfærð og kuldatíð hafi aðeins sett hans eigin dagskrá úr skorðum. „Jólafríið er nú búið að vera eitthvað takmarkað þetta árið, en en svona er þetta, þetta er bara starfið,“ segir hann. Bláar og grænar tunnur tæmdar fyrir árslok Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri Sorphirðu borgarinnar vonar að það takist að klára að tæma bláar og grænar tunnur í vikunni.Vísir/Steingrímur Sorphirða borgarinnar tók líka daginn snemma en starfsfólk tekur grænar og bláar tunnur í þessari viku. Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri vonar að það takist að klára fyrir gamlárskvöld. „Við klárum restina af Grafarvogi og Vesturbæinn í þessari viku en það verður knappt því færðin seinkar aðeins störfum okkar. Þá biðjum við fólk að moka frá tunnum, en ef við komumst ekki að þeim þá er ruslið ekki tekið í það skiptið. Það er þó sem betur fer sjaldgæft,“ segir Ingimundur.
Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Sjá meira
Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01