Færri en eyðsluglaðari ferðamenn Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2022 11:40 Erlendir ferðamenn hafa mætt nokkrum vetrarhörkum undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Heildarkortavelta erlendra ferðamanna hér á landi jókst á fyrstu tíu mánuðum ársins samanborið við 2019 þrátt fyrir að ríflega 16% færri erlendir ferðamenn hafi nú sótt landið heim. Innlend greiðslukortavelta þeirra frá janúar út október er metin rúmlega 3% meiri í krónum talið samanborið við síðasta árið fyrir heimsfaraldur. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Ferðamálastofu sem veltir því upp hvort erlendir ferðamenn séu almennt eyðsluglaðari nú en fyrir faraldur. Áður hefur verið bent á að vísbendingar séu um að uppsafnaður sparnaður og ferðavilji fólks hafi gert það að verkum að það sé nú tilbúið að verja meiri fjármunum á ferðalögum sínum en áður. Talið er að 1,45 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til Íslands á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Að sögn Ferðamálastofu hafa þeir verið mjög nálægt fjöldanum 2019 eftir mánuðum frá því um mitt þetta ár en meiri munur hafi verið á fyrstu mánuðum ársins. Heildarvelta upp um 23 prósent Heildarvelta á hvern erlendan ferðamann jókst um rúm 23% frá 2019 á fyrstu tíu mánuðum þessa árs á nafnverði í krónum og segir Ferðamálastofa að fyrirliggjandi gögn bendi til að ástæða aukningarinnar sé fyrst og fremst að meðallengd dvalar hafi lengst. Hún sé nú 7,7 dagar í stað 6,7 eða um 14% lengri en á sama tíma árið 2019. Ef leiðrétt er fyrir verðlagshækkunum frá 2019 mælist þrátt fyrir þetta raunsamdráttur í veltu ferðamanna á hvern dvalardag upp á tæp 7%. Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar var kortavelta innanlands á hvern erlendan ferðamann 148,8 þúsund krónur á fyrstu tíu mánuðum ársins, samanborið við 120,7 þúsund krónur á sama tímabili árið 2019, eða ríflega 23% hærri líkt of fyrr segir. Á sama tíma hefur verðlag hækkað umtalsvert á Íslandi og gengi krónunnar gagnvart helstu heimamyntum ferðamanna breyst. Ef horft er til þess er aukning kortaveltu á hvern erlendan ferðamann á föstu verðlagi rúmlega 6% og um 5% á föstu gengi heimamynta ferðamanna á þessu tímabili. Hagstofa Íslands greindi frá því á dögunum að gistinóttum það sem af er ári hafi fjölgað um 77% frá 2021 og aukist um 4% frá metárinu 2018. Þannig hafa gistinætur á skráðum gististöðum aldrei mæst fleiri hér á landi en erlendir ferðamenn keyptu um 77% þeirra í nóvember. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu Ferðamálastofu sem veltir því upp hvort erlendir ferðamenn séu almennt eyðsluglaðari nú en fyrir faraldur. Áður hefur verið bent á að vísbendingar séu um að uppsafnaður sparnaður og ferðavilji fólks hafi gert það að verkum að það sé nú tilbúið að verja meiri fjármunum á ferðalögum sínum en áður. Talið er að 1,45 milljónir erlendra ferðamanna hafi komið til Íslands á fyrstu tíu mánuðum þessa árs. Að sögn Ferðamálastofu hafa þeir verið mjög nálægt fjöldanum 2019 eftir mánuðum frá því um mitt þetta ár en meiri munur hafi verið á fyrstu mánuðum ársins. Heildarvelta upp um 23 prósent Heildarvelta á hvern erlendan ferðamann jókst um rúm 23% frá 2019 á fyrstu tíu mánuðum þessa árs á nafnverði í krónum og segir Ferðamálastofa að fyrirliggjandi gögn bendi til að ástæða aukningarinnar sé fyrst og fremst að meðallengd dvalar hafi lengst. Hún sé nú 7,7 dagar í stað 6,7 eða um 14% lengri en á sama tíma árið 2019. Ef leiðrétt er fyrir verðlagshækkunum frá 2019 mælist þrátt fyrir þetta raunsamdráttur í veltu ferðamanna á hvern dvalardag upp á tæp 7%. Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar var kortavelta innanlands á hvern erlendan ferðamann 148,8 þúsund krónur á fyrstu tíu mánuðum ársins, samanborið við 120,7 þúsund krónur á sama tímabili árið 2019, eða ríflega 23% hærri líkt of fyrr segir. Á sama tíma hefur verðlag hækkað umtalsvert á Íslandi og gengi krónunnar gagnvart helstu heimamyntum ferðamanna breyst. Ef horft er til þess er aukning kortaveltu á hvern erlendan ferðamann á föstu verðlagi rúmlega 6% og um 5% á föstu gengi heimamynta ferðamanna á þessu tímabili. Hagstofa Íslands greindi frá því á dögunum að gistinóttum það sem af er ári hafi fjölgað um 77% frá 2021 og aukist um 4% frá metárinu 2018. Þannig hafa gistinætur á skráðum gististöðum aldrei mæst fleiri hér á landi en erlendir ferðamenn keyptu um 77% þeirra í nóvember.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira