„Við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. desember 2022 11:06 Mynd af rútunni eftir að hún festist við Pétursey. Aðsend Framkvæmdastjóri Hópbíla segir forsvarsmenn fyrirtækisins eiga eftir að ná betra tali af bílstjóranum sem festi rútu sína í tvígang um helgina eftir að hafa ekki virt vegalokanir. Verið sé að afla allra gagna málsins. Á jóladag festi rútubílstjóri rútu sína í tvígang í Mýrdalshrepp eftir að hafa ekki virt lokanir. Samskipti bílstjórans við björgunarsveitina reyndust ekki góð en um borð voru þrjátíu erlendir ferðamenn. Rútan festist fyrst seinni partinn á jóladag á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu, en veginum hafði þá verið lokað síðan um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst síðan að losa rútuna. Seinna um kvöldið festist rútan aftur, þá nærri Hótel Dyrhólaey. Lengri tíma tók að losa hana þá en hún þveraði veginn og olli því að björgunarsveitarfólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í samtali við fréttastofu segir Guðjón Ármann Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, að hann viti lítið um málið eins og er, enn sé verið að afla gagna um það. „Þetta er í okkar hefðbundna verkferli þegar eitthvað svona gerist. Þannig við erum bara að taka það saman,“ segir Guðjón. Guðjón Ármann Guðjónsson er framkvæmdastjóri Hópbíla. Aðspurður segir hann að bílstjórar fyrirtækisins eigi að fara eftir vegalokunum og tilmælum björgunarsveita. „Þannig við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist. Við eigum eftir að ná betra tali af bílstjóranum. Þetta er bara allt í ferli. Ef vegur er lokaður þá er hann lokaður,“ segir Guðjón. Uppfært klukkan 11:38: Eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um málið segir Guðjón að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn hafi ekki séð merkingar um lokunina og því lent í þessari klemmu. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ segir Guðjón. Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 25. desember 2022 16:29 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Á jóladag festi rútubílstjóri rútu sína í tvígang í Mýrdalshrepp eftir að hafa ekki virt lokanir. Samskipti bílstjórans við björgunarsveitina reyndust ekki góð en um borð voru þrjátíu erlendir ferðamenn. Rútan festist fyrst seinni partinn á jóladag á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu, en veginum hafði þá verið lokað síðan um morguninn. Björgunarsveitarmönnum tókst síðan að losa rútuna. Seinna um kvöldið festist rútan aftur, þá nærri Hótel Dyrhólaey. Lengri tíma tók að losa hana þá en hún þveraði veginn og olli því að björgunarsveitarfólk átti erfitt með að komast leiða sinna. Í samtali við fréttastofu segir Guðjón Ármann Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, að hann viti lítið um málið eins og er, enn sé verið að afla gagna um það. „Þetta er í okkar hefðbundna verkferli þegar eitthvað svona gerist. Þannig við erum bara að taka það saman,“ segir Guðjón. Guðjón Ármann Guðjónsson er framkvæmdastjóri Hópbíla. Aðspurður segir hann að bílstjórar fyrirtækisins eigi að fara eftir vegalokunum og tilmælum björgunarsveita. „Þannig við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist. Við eigum eftir að ná betra tali af bílstjóranum. Þetta er bara allt í ferli. Ef vegur er lokaður þá er hann lokaður,“ segir Guðjón. Uppfært klukkan 11:38: Eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um málið segir Guðjón að bílstjórinn og leiðsögumaðurinn hafi ekki séð merkingar um lokunina og því lent í þessari klemmu. „Þeir voru í raun og veru bara að koma fólkinu í gistingu. Fólkið er núna í góðu yfirlæti. Það slasaðist enginn eða ekki neitt slíkt. Það er stefnt að því að koma þeim heim í dag eða á morgun,“ segir Guðjón.
Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 25. desember 2022 16:29 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Virti ekki lokanir og þverar þjóðveginn Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 25. desember 2022 16:29
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent