Erlent

Sjö fórust þegar rúta fór fram af brú

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Í fyrstu var talið að sex hefðu farist í slysinu sem varð á aðfangadag.
Í fyrstu var talið að sex hefðu farist í slysinu sem varð á aðfangadag. Gustavo de la Paz/AP

Nú er komið í ljós að sjö eru látin eftir umferðarslys á Spáni á aðfangadag þegar rúta fór út af brú og steyptist um þrjátíu metra ofan í á.

Slysið átti sér stað í Galisíu sem er í norðvesturhluta Spánar og komust tveir lífs af, þar á meðal ökumaðurinn. Í upphafi var talið að sex hefðu látið lífið og hafði leit í ánni verið hætt en síðar kom í ljós að sjöunda fórnarlambið væri væntanlega í gljúfrinu. Þar var um að ræða unga konu sem ekki hafði verið á farþegalistanum og enginn hafði lýst eftir í tengslum við slysið.

Björgunarþyrla fann konuna síðan látna í gærkvöldi. Fólkið hafði allt verið að koma frá fangelsi í héraðinu að' heimsækja ástvini sína yfir hátíðarnar.

Ekki er að fullu ljóst hvað olli slysinu en slæmt veður var á staðnum þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×