Tólf á sakamannabekk fyrir að hygla ættingjum sínum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. desember 2022 14:30 Arcos de la Frontera í Andalúsíu á Suður-Spáni. Wikimedia Commons Tólf fyrrverandi bæjarfulltrúar í litlum bæ á Suður-Spáni hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Á þriggja ára tímabili úthlutuðu þeir ættingjum og vinum hvers annars opinberum framkvæmdum í 150 tilfellum. Ein stór fjölskylda Bærinn Arcos de la Frontera í Andalúsíu, hér á Suður-Spáni er gott dæmi um frændhygli stjórnmálamanna. Það má segja að um tíma hafi bæjarstjórnin í Arcos de la Frontera verið eins og ein stór og samhent fjölskylda. Í bókstaflegum skilningi. Í upphafi síðasta áratugar keyrði frændhyglin um þverbak í þessum litla bæ, sem er á pari við Hafnarfjörð með um 30 þúsund íbúa. Þá var vart þverfótað fyrir börnum, frændum og frænkum, mágum og mágkonum og gömlum skólafélögum bæjarstjórans og hinna bæjarfulltrúanna 11 sem mynduðu meirihlutann í bæjarstjórn, í verkefnum og nefndum bæjarins. Úthlutuðu 150 verkefnum til vina og ættingja Allt í allt úthlutaði bæjarstjórn á þriggja ára tímabili 150 verkefnum eða nefndarsetum til sinna nánustu ættingja og vina. Ekkert lát var á frændhyglinni fyrr en árið 2014 þegar bæjarfulltrúi sósíalista kærði þessa framkomu. Málið hefur síðan verið í rannsókn, en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum; bæjarstjóranum fyrrverandi og bæjarfulltrúunum ellefu. Í ákæruskjalinu er farið fram á að þeim verði öllum meinað að gegna opinberum embættum á næstu átta til tólf árum. Földu spillinguna Í ákæruskjalinu er farið yfir hvernig hin spillta bæjarstjórn faldi frændhyglina. Bæjarfulltrúar gættu þess að ráða aldrei eigin ættingja og vini í verkefni sem þeir stýrðu, heldur skiptust á að ráða vini og ættingja hvers annars. Dæmi er tekið af mági bæjarstjórans sem fékk sautján sinnum úthlutað nefndarsætum eða opinberum framkvæmdum, ýmist sem smiður, verkamaður eða embættismaður. Í öðru tilviki var dóttir bæjarfulltrúa, sem bar ábyrgð á málefnum fatlaðra í sveitarfélaginu, fengin til að laga til skýrslu þar sem gagnrýnd var staðan í málaflokknum, til að fegra ímynd bæjarfulltrúans, föður síns. Dóttirin sú arna hafði hvorki þekkingu né reynslu af málefnum fatlaðra, hún er menntuð sem hárgreiðslukona og starfar sem slík í bænum. Rannsókn málsins hefur tekið 8 ár en nýverið var gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum og vonir standa til að dæmt verði í málinu á næstu vikum, í öllu falli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á Spáni í lok maí á næsta ári. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Ein stór fjölskylda Bærinn Arcos de la Frontera í Andalúsíu, hér á Suður-Spáni er gott dæmi um frændhygli stjórnmálamanna. Það má segja að um tíma hafi bæjarstjórnin í Arcos de la Frontera verið eins og ein stór og samhent fjölskylda. Í bókstaflegum skilningi. Í upphafi síðasta áratugar keyrði frændhyglin um þverbak í þessum litla bæ, sem er á pari við Hafnarfjörð með um 30 þúsund íbúa. Þá var vart þverfótað fyrir börnum, frændum og frænkum, mágum og mágkonum og gömlum skólafélögum bæjarstjórans og hinna bæjarfulltrúanna 11 sem mynduðu meirihlutann í bæjarstjórn, í verkefnum og nefndum bæjarins. Úthlutuðu 150 verkefnum til vina og ættingja Allt í allt úthlutaði bæjarstjórn á þriggja ára tímabili 150 verkefnum eða nefndarsetum til sinna nánustu ættingja og vina. Ekkert lát var á frændhyglinni fyrr en árið 2014 þegar bæjarfulltrúi sósíalista kærði þessa framkomu. Málið hefur síðan verið í rannsókn, en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum; bæjarstjóranum fyrrverandi og bæjarfulltrúunum ellefu. Í ákæruskjalinu er farið fram á að þeim verði öllum meinað að gegna opinberum embættum á næstu átta til tólf árum. Földu spillinguna Í ákæruskjalinu er farið yfir hvernig hin spillta bæjarstjórn faldi frændhyglina. Bæjarfulltrúar gættu þess að ráða aldrei eigin ættingja og vini í verkefni sem þeir stýrðu, heldur skiptust á að ráða vini og ættingja hvers annars. Dæmi er tekið af mági bæjarstjórans sem fékk sautján sinnum úthlutað nefndarsætum eða opinberum framkvæmdum, ýmist sem smiður, verkamaður eða embættismaður. Í öðru tilviki var dóttir bæjarfulltrúa, sem bar ábyrgð á málefnum fatlaðra í sveitarfélaginu, fengin til að laga til skýrslu þar sem gagnrýnd var staðan í málaflokknum, til að fegra ímynd bæjarfulltrúans, föður síns. Dóttirin sú arna hafði hvorki þekkingu né reynslu af málefnum fatlaðra, hún er menntuð sem hárgreiðslukona og starfar sem slík í bænum. Rannsókn málsins hefur tekið 8 ár en nýverið var gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum og vonir standa til að dæmt verði í málinu á næstu vikum, í öllu falli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á Spáni í lok maí á næsta ári.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent