Víða ófært og vegir lokaðir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2022 14:45 Ökumenn eru beðnir um að fylgjast vel með færðinni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Víða er ófært á landinu og vegir lokaðir. Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi. Á Suðurlandi er víða ófært, þungfært eða þæfingsfærð. Vegagerðin vinnur að mokstri en vegna skafrennings reynist verkið torvelt. Ófært er á Fljótshlíðarvegi og fleiri vegum. Erfið akstursskilyrði eru víða á Suðurlandi.Vegagerðin Vegurinn á milli Kirkjubæjarklausturs og Markarfljóts er lokaður og verður ekki opnaður í dag. Austan við Kirkjubæjarklaustur er að mestu greiðfært en farið er að hvessa verulega. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði en hálka og léleg færð á öðrum leiðum í nágrenni. Sömu sögu er að segja af Norður- og Norðausturlandi en búið er að loka Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Færð er mjög tekin að spillast á Vatnsskarði eystra og þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Lokað er í Víkurskarði og við Þverárfjall. Vegfarendur eru beðnir um að sýna varúð.Vegagerðin Eins og fyrr segir er gul viðvörun í gildi á Austurlandi að Glettingi frá klukkan 13 til 21 í dag. Spáð er 13 til 18 metrum á sekúndu með snjókomu eða éljum og skafrenningi. Á Austfjörðum er gert ráð fyrir hríð, norðaustan 15 til 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi til klukkan 23 í kvöld. Á Suðausturlandi er stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og snarpari vindhviður við fjöll, en gula viðvörunin gildir til klukkan 10 í fyrramálið. Veður Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Myndaveisla: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 25. desember 2022 14:02 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira
Á Suðurlandi er víða ófært, þungfært eða þæfingsfærð. Vegagerðin vinnur að mokstri en vegna skafrennings reynist verkið torvelt. Ófært er á Fljótshlíðarvegi og fleiri vegum. Erfið akstursskilyrði eru víða á Suðurlandi.Vegagerðin Vegurinn á milli Kirkjubæjarklausturs og Markarfljóts er lokaður og verður ekki opnaður í dag. Austan við Kirkjubæjarklaustur er að mestu greiðfært en farið er að hvessa verulega. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði en hálka og léleg færð á öðrum leiðum í nágrenni. Sömu sögu er að segja af Norður- og Norðausturlandi en búið er að loka Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Færð er mjög tekin að spillast á Vatnsskarði eystra og þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Lokað er í Víkurskarði og við Þverárfjall. Vegfarendur eru beðnir um að sýna varúð.Vegagerðin Eins og fyrr segir er gul viðvörun í gildi á Austurlandi að Glettingi frá klukkan 13 til 21 í dag. Spáð er 13 til 18 metrum á sekúndu með snjókomu eða éljum og skafrenningi. Á Austfjörðum er gert ráð fyrir hríð, norðaustan 15 til 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi til klukkan 23 í kvöld. Á Suðausturlandi er stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og snarpari vindhviður við fjöll, en gula viðvörunin gildir til klukkan 10 í fyrramálið.
Veður Umferð Samgöngur Tengdar fréttir Myndaveisla: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 25. desember 2022 14:02 Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira
Myndaveisla: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 25. desember 2022 14:02
Lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og óvissustig á Hellisheiði Færð hefur víða spillst vegna mikillar úrkomu í nótt. Hringveginum milli Víkur og Kirkubæjarklausturs hefur verið lokað og óvissustigi hefur verið lýst yfir á Hellisheiði. Heiðinni gæti verið lokað með stuttum fyrirvara. Þá hefur Veðurstofan gefið út gula viðvörun fyrir Suðausturland. 25. desember 2022 08:45