Ofát og hálka varð fólki að falli í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. desember 2022 12:01 Nóg var um að vera á bráðamóttökunni í gær. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks leitaði á bráðamóttöku Landspítalans í gær og í nótt vegna hálkumeiðsla. Þá var nokkuð um að fólk leitaði sér aðstoðar vegna ofáts. „Það komu um hundrað og fimmtíu einstaklingar á braðamóttökuna síðasta sólarhringinn, sem er svipað og á venjulegum degi hjá okkur,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á Bráðamóttökunni. Kvefpestir herji nú á landann. „Það er nú áfram þungur faraldur af öndunarfærasýkingum. RS veirur, inflúensa og Covid að valda álagi á Landspítalanum og bráðamóttökunni.“ Greinilegt er að nýfallinn snjórinn hafi gert landsmönnum grikk. „Það var nokkuð um hálkuslys í gær þar sem snjóaði ofan á ísinn og var nokkkuð lúmsk hálka,“ segir Hjalti Már. Hjalti Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni.Vísir/Arnar Nokkrir hafi verið með beinbrot en þó færri en á öðrum erfiðum hálkudögum. „Þannig mér sýnist að margir hafi notað mannbrodda og farið varlega í hálkunni.“ Þá hafi verið nokkuð um það, eins og fyrri ár, að fólk hafi borðað yfir sig. „Það er árlegur viðburður í heilbrigðiskerfinu sem við þekkjum, að þeir sem eru veikir fyrir í hjarta fari sér fullgeyst í jólamáltíðinni og fái þá lungnabjúg og öndunarerfiðleika og komi á spítalann út af því,“ segir Hjalti. „Það er ágætt að fólk gæti sér hófs í matarátinu og hlusti á líkamann og borði ekki yfir sig.“ Jól Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Það komu um hundrað og fimmtíu einstaklingar á braðamóttökuna síðasta sólarhringinn, sem er svipað og á venjulegum degi hjá okkur,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á Bráðamóttökunni. Kvefpestir herji nú á landann. „Það er nú áfram þungur faraldur af öndunarfærasýkingum. RS veirur, inflúensa og Covid að valda álagi á Landspítalanum og bráðamóttökunni.“ Greinilegt er að nýfallinn snjórinn hafi gert landsmönnum grikk. „Það var nokkuð um hálkuslys í gær þar sem snjóaði ofan á ísinn og var nokkkuð lúmsk hálka,“ segir Hjalti Már. Hjalti Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni.Vísir/Arnar Nokkrir hafi verið með beinbrot en þó færri en á öðrum erfiðum hálkudögum. „Þannig mér sýnist að margir hafi notað mannbrodda og farið varlega í hálkunni.“ Þá hafi verið nokkuð um það, eins og fyrri ár, að fólk hafi borðað yfir sig. „Það er árlegur viðburður í heilbrigðiskerfinu sem við þekkjum, að þeir sem eru veikir fyrir í hjarta fari sér fullgeyst í jólamáltíðinni og fái þá lungnabjúg og öndunarerfiðleika og komi á spítalann út af því,“ segir Hjalti. „Það er ágætt að fólk gæti sér hófs í matarátinu og hlusti á líkamann og borði ekki yfir sig.“
Jól Landspítalinn Heilbrigðismál Veður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira