Enn meiðslin hjá Davis setja tímabil Lakers í hættu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 09:46 Anthony Davis er meiddur og óttast er að hann spili ekki meira á tímabilinu. Vísir/Getty Anthony Davis, önnur af stórstjörnum Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta, verður frá í ótilgreindan tíma. Óttast er að tímabil hans sé á enda og segja má að það endi tímabil Lakers í leiðinni. Frá því að Lakers varð NBA meistari í hálfgerðri einangrun í Orlando sumarið 2020 hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Lakers. Davis og LeBron James, hin stórstjarna liðsins, hafa verið meiddir til skiptis og komst liðið ekki einu sinni í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Eftir að byrja hörmulega á yfirstandandi leiktíð var óttast að slíkt hið sama myndi gerast. Davis reif liðið hins vegar upp úr öldudalnum með frammistöðum sem hefðu skilað honum í umræðuna um verðmætasta leikmann deildarinnar hefði Lakers ekki byrjað svona illa. Þessi öflugi leikmaður, þegar hann er heill heilsu, meiddist hins vegar á dögunum og nú hefur Lakers staðfest að um álagsmeiðsli á hægri fæti sé að ræða. Þar sem ekki er gefið upp hversu lengi hann er frá er talið að Davis gæti hafa spilað sinn síðasta leik á leiktíðinni. After extensive consultation with Lakers team physicians and outside specialists, it has been determined that Anthony Davis has a stress injury in his right foot. Davis will be out indefinitely. Further updates will be provided when appropriate.— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 23, 2022 Lakers mætti arfaslöku liði Charlotte Hornets í nótt og beið lægri hlut, sjá mátti augljóslega að Lakers er hvorki fugl né fiskur án Davis, lokatölur 134-130 Hornets í vil. Var þetta þriðja tap Lakers í röð. LeBron skoraði 34 stig og Austin Reaves 20 en það dugði skammt þar sem Lakers spilaði enga vörn. PJ Washington var með 24 stig í liði Hornets á meðan Terry Rozier og LaMelo Ball skoruðu 23 stig hvor. 34 PTS8 AST4 3PMLeBron drops his 6th straight 30 point game. pic.twitter.com/BNXMOpCHHC— NBA (@NBA) December 24, 2022 Hornets eru í 14. sæti Austurdeildar með 9 sigra í 33 leikjum á meðan Lakers er í 13. sæti Vesturdeildar með 13 sigra í 32 leikjum. Körfubolti NBA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Frá því að Lakers varð NBA meistari í hálfgerðri einangrun í Orlando sumarið 2020 hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Lakers. Davis og LeBron James, hin stórstjarna liðsins, hafa verið meiddir til skiptis og komst liðið ekki einu sinni í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Eftir að byrja hörmulega á yfirstandandi leiktíð var óttast að slíkt hið sama myndi gerast. Davis reif liðið hins vegar upp úr öldudalnum með frammistöðum sem hefðu skilað honum í umræðuna um verðmætasta leikmann deildarinnar hefði Lakers ekki byrjað svona illa. Þessi öflugi leikmaður, þegar hann er heill heilsu, meiddist hins vegar á dögunum og nú hefur Lakers staðfest að um álagsmeiðsli á hægri fæti sé að ræða. Þar sem ekki er gefið upp hversu lengi hann er frá er talið að Davis gæti hafa spilað sinn síðasta leik á leiktíðinni. After extensive consultation with Lakers team physicians and outside specialists, it has been determined that Anthony Davis has a stress injury in his right foot. Davis will be out indefinitely. Further updates will be provided when appropriate.— Los Angeles Lakers (@Lakers) December 23, 2022 Lakers mætti arfaslöku liði Charlotte Hornets í nótt og beið lægri hlut, sjá mátti augljóslega að Lakers er hvorki fugl né fiskur án Davis, lokatölur 134-130 Hornets í vil. Var þetta þriðja tap Lakers í röð. LeBron skoraði 34 stig og Austin Reaves 20 en það dugði skammt þar sem Lakers spilaði enga vörn. PJ Washington var með 24 stig í liði Hornets á meðan Terry Rozier og LaMelo Ball skoruðu 23 stig hvor. 34 PTS8 AST4 3PMLeBron drops his 6th straight 30 point game. pic.twitter.com/BNXMOpCHHC— NBA (@NBA) December 24, 2022 Hornets eru í 14. sæti Austurdeildar með 9 sigra í 33 leikjum á meðan Lakers er í 13. sæti Vesturdeildar með 13 sigra í 32 leikjum.
Körfubolti NBA Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira