Viðstöðulausar verðhækkanir dynji á landsmönnum Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 23. desember 2022 22:54 Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur hjá ASÍ segir að setja þurfi ítrekaðar verðhækkanir í samhengi við stöðuna í þjóðfélaginu. ASÍ/Rut Sigurðardóttir Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum fyrir þessi jólin, sérstaklega þegar kemur að matnum. Verðbólgan er farin að bíta hressilega og hagfræðingur ASÍ segir viðstöðulausar hækkanir dynja á landsmönnum á sama tíma og arðsemi fyrirtækja eykst. Verðbólgan jókst um 0,3 prósentustig í desember og mælist nú 9,6 prósent. Hún hefur ekki verið meiri síðan í ágúst en í janúar mældist ársverðbólga 5,7 prósent. Aukninguna núna má einna helst rekja til verðhækkana á flugfargjöldum. Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur ASÍ segir að ekki sé mikið meira svigrúm fyrir verðhækkunum til að mynda á nauðsynjavörum, sem bitni helst á þeim sem verst standa. Það sé nú í höndum fyrirtækja að gera það sem þau geta til að ná verðbólgunni niður. „Þannig að þegar við erum að sjá verð á vöru og þjónustu hækka viðstöðulaust á sama tíma og afkoma fyrirtækja er þetta góð, þá auðvitað liggur það fyrir að fyrirtæki eru að ná fram þessari auknu arðsemi með óþarfa verðhækkunum. Og það er auðvitað eitthvað sem við munum ekki láta óátalið og eitthvað sem þarf að fara að vinna gegn,“ segir Auður Alfa. Hún bætir við að það eigi ekki síst við nú, þegar jólin eru á næsta leiti. Verð á mat og drykkjarvöru átti hlut í því að verðbólgan jókst milli mánaða. Jólamaturinn hækkar mikið milli ára og er það þá einna helst kjötið. Átti von á tuttugu þúsund kalli Fréttastofa ræddi við landsmenn sem voru að klára jólainnkaupin og voru allir á sama máli. Verðbólgan biti hressilega. „Þetta var þrjátíu þúsund kall, ég átti von á kannski tuttugu þúsund kalli. Ég held að það hafi verið karfan í fyrra,“ sagði Ársæll Sigurlaugar Níelsson, sem var að klára jólainnkaupin í dag. Sanna Magdalena Mörtudóttir tekur í sama streng. „Já, og í rauninni allt saman [hefur hækkað]. Maður fer að kaupa eitthvað smá og þetta er bara rándýrt. En það er náttúrulega mismunandi hverjir eru í góðri stöðu til að geta greitt fyrir matinn og hverjir ekki.“ Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Verðbólgan jókst um 0,3 prósentustig í desember og mælist nú 9,6 prósent. Hún hefur ekki verið meiri síðan í ágúst en í janúar mældist ársverðbólga 5,7 prósent. Aukninguna núna má einna helst rekja til verðhækkana á flugfargjöldum. Auður Alfa Ólafsdóttir hagfræðingur ASÍ segir að ekki sé mikið meira svigrúm fyrir verðhækkunum til að mynda á nauðsynjavörum, sem bitni helst á þeim sem verst standa. Það sé nú í höndum fyrirtækja að gera það sem þau geta til að ná verðbólgunni niður. „Þannig að þegar við erum að sjá verð á vöru og þjónustu hækka viðstöðulaust á sama tíma og afkoma fyrirtækja er þetta góð, þá auðvitað liggur það fyrir að fyrirtæki eru að ná fram þessari auknu arðsemi með óþarfa verðhækkunum. Og það er auðvitað eitthvað sem við munum ekki láta óátalið og eitthvað sem þarf að fara að vinna gegn,“ segir Auður Alfa. Hún bætir við að það eigi ekki síst við nú, þegar jólin eru á næsta leiti. Verð á mat og drykkjarvöru átti hlut í því að verðbólgan jókst milli mánaða. Jólamaturinn hækkar mikið milli ára og er það þá einna helst kjötið. Átti von á tuttugu þúsund kalli Fréttastofa ræddi við landsmenn sem voru að klára jólainnkaupin og voru allir á sama máli. Verðbólgan biti hressilega. „Þetta var þrjátíu þúsund kall, ég átti von á kannski tuttugu þúsund kalli. Ég held að það hafi verið karfan í fyrra,“ sagði Ársæll Sigurlaugar Níelsson, sem var að klára jólainnkaupin í dag. Sanna Magdalena Mörtudóttir tekur í sama streng. „Já, og í rauninni allt saman [hefur hækkað]. Maður fer að kaupa eitthvað smá og þetta er bara rándýrt. En það er náttúrulega mismunandi hverjir eru í góðri stöðu til að geta greitt fyrir matinn og hverjir ekki.“
Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira