Átök eftir mannskæða skotárás í París Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 16:59 Lögreglan hefur beitt táragasi til að reyn að brjóta upp mótmæli sem virðast hafa hafist þegar innanríkisráðherra Frakklands mætti á svæðið eftir skotárásina í morgun. AP/Lewis Joly Lögregluþjónar beittu táragasi gegn mótmælendum sem komu saman í París í dag eftir að eldri maður skaut þrjá til bana og særði þrjá til viðbótar í menningarmiðstöð Kúrda í borginni. Þegar innanríkisráðherra Frakklands mætti á vettvang braust út mikil reiði meðal fólks sem hafði komið þar saman. Mótmælendur köstuðu hlutum að ráðherranum, sem heitir Gérald Darmanin, og lögregluþjónum og hefur komið til átaka milli lögreglunnar og mótmælenda. Árásin átti sér stað í tíunda hverfi borgarinnar. 69 ára maður var yfirbugaður af borgurum eftir árásina en hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. Embættismenn segja ekki ljóst hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða Kúrda sérstaklega en hann leitaði sérstaklega uppi fólk af erlendum uppruna. Maðurinn hefur tvisvar sinnum áður verið handtekinn vegna árása á fólk af erlendum uppruna. Fyrst í fyrra þegar hann er sagður hafa ráðist með sveðju á fólk í tjaldbúðum í París og svo aftur í úthverfi Parísar fyrir skömmu síðar. Upplýsingar um seinni handtökuna liggja ekki fyrir. France24 segir að Kúrdar í París hafi sagt að lögreglan hafi varað samfélagið við því að hótanir hefðu borist. Miðillinn hefur eftir fólki á svæðinu að Kúrdum finnist þau ekki njóta verndar yfirvalda í Frakklandi. Blaðamaður Le Parisien tók meðfylgjandi myndband í París í dag. #Fusillade à #Paris : les espoirs s échauffent. Un groupe de personnes chargent les forces de l ordre et lancent des projectiles. La manifestation jusque là pacifique dégénère. @le_Parisien @LeParisien_75 pic.twitter.com/pbzU6uGgdx— Paul Abran (@abran_paul) December 23, 2022 Le Parisien hefur eftir lögreglunni að ástandið þyki slæmt og að lögregluþjónar hafi verið króaðir af. Frakkland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Mótmælendur köstuðu hlutum að ráðherranum, sem heitir Gérald Darmanin, og lögregluþjónum og hefur komið til átaka milli lögreglunnar og mótmælenda. Árásin átti sér stað í tíunda hverfi borgarinnar. 69 ára maður var yfirbugaður af borgurum eftir árásina en hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. Embættismenn segja ekki ljóst hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða Kúrda sérstaklega en hann leitaði sérstaklega uppi fólk af erlendum uppruna. Maðurinn hefur tvisvar sinnum áður verið handtekinn vegna árása á fólk af erlendum uppruna. Fyrst í fyrra þegar hann er sagður hafa ráðist með sveðju á fólk í tjaldbúðum í París og svo aftur í úthverfi Parísar fyrir skömmu síðar. Upplýsingar um seinni handtökuna liggja ekki fyrir. France24 segir að Kúrdar í París hafi sagt að lögreglan hafi varað samfélagið við því að hótanir hefðu borist. Miðillinn hefur eftir fólki á svæðinu að Kúrdum finnist þau ekki njóta verndar yfirvalda í Frakklandi. Blaðamaður Le Parisien tók meðfylgjandi myndband í París í dag. #Fusillade à #Paris : les espoirs s échauffent. Un groupe de personnes chargent les forces de l ordre et lancent des projectiles. La manifestation jusque là pacifique dégénère. @le_Parisien @LeParisien_75 pic.twitter.com/pbzU6uGgdx— Paul Abran (@abran_paul) December 23, 2022 Le Parisien hefur eftir lögreglunni að ástandið þyki slæmt og að lögregluþjónar hafi verið króaðir af.
Frakkland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira